Svona var Ísland í augum 60 mínútna árið 1976 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. maí 2018 11:25 Margt hefur breyst frá því að Rather kom til landsins, en sumt ekki. Mynd/Samsett Fréttaskýringaþátturinn 60 mínútur hefur verið lengi á dagskrá og árið 1976 skrapp fréttamaðurinn Dan Rather í heimsókn til Íslands til þess að gera innslag um landið. Í innslaginu, sem sjá má hér að neðan, kemur glöggt í ljós að það er margt sem kemur fréttamanni spánskt fyrir sjónir. Ekki síst þegar hann reynir að gefa leigubílstjóra þjórfé. „Hvað meinarðu með nei. Þetta er þjórfé fyrir þig.“ „Nei, við tökum ekki við þjórfé,“ sagði leigubílsjórinn við Rather og skilaði seðlinum. Nokkrum tíma er varið í að útskýra nafnahefð Íslendinga sem reyndist meðal annars viðmælenda Rather, Jóni Hermannssyni, nokkuð erfitt að útskýra. Stiklað er á stóru í innslaginu og meðal annars farið yfir sögu þorskastríðanna, eldgossins í Heimaey auk þess sem að Ívar Guðmundsson, þáverandi ræðismaður Íslands í New York, ræddi stuttlega um fyrirætlanir Íslendinga um að flytja rafmagn til erlendra ríkja í gegnum gervihnetti. Þá fjallar Rather einnig um vinnusemi íslenskra unglinga sem og drykkju þeirra en svo virðist sem að tökuliðið hafi litið við á unglingaball á skólalóð Melaskóla í Vesturbæ Reykjavíkur, þar sem virðist vera talsvert um unglingadrykkju. Aftur er rætt við Jón sem segir að vissulega hafi foreldrar áhyggjur unglingadrykku en vandamálið hafi verið viðvarandi og svo virðist sem að lítill áhugi sé fyrir því að gera eitthvað til að stemma stigu við vandann. Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Iceland in 1976 ... truth & fiction (this Broadcast was Banned in Iceland, I wonder why) from Cinecycle on Vimeo. Einu sinni var... Þorskastríðin Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Fréttaskýringaþátturinn 60 mínútur hefur verið lengi á dagskrá og árið 1976 skrapp fréttamaðurinn Dan Rather í heimsókn til Íslands til þess að gera innslag um landið. Í innslaginu, sem sjá má hér að neðan, kemur glöggt í ljós að það er margt sem kemur fréttamanni spánskt fyrir sjónir. Ekki síst þegar hann reynir að gefa leigubílstjóra þjórfé. „Hvað meinarðu með nei. Þetta er þjórfé fyrir þig.“ „Nei, við tökum ekki við þjórfé,“ sagði leigubílsjórinn við Rather og skilaði seðlinum. Nokkrum tíma er varið í að útskýra nafnahefð Íslendinga sem reyndist meðal annars viðmælenda Rather, Jóni Hermannssyni, nokkuð erfitt að útskýra. Stiklað er á stóru í innslaginu og meðal annars farið yfir sögu þorskastríðanna, eldgossins í Heimaey auk þess sem að Ívar Guðmundsson, þáverandi ræðismaður Íslands í New York, ræddi stuttlega um fyrirætlanir Íslendinga um að flytja rafmagn til erlendra ríkja í gegnum gervihnetti. Þá fjallar Rather einnig um vinnusemi íslenskra unglinga sem og drykkju þeirra en svo virðist sem að tökuliðið hafi litið við á unglingaball á skólalóð Melaskóla í Vesturbæ Reykjavíkur, þar sem virðist vera talsvert um unglingadrykkju. Aftur er rætt við Jón sem segir að vissulega hafi foreldrar áhyggjur unglingadrykku en vandamálið hafi verið viðvarandi og svo virðist sem að lítill áhugi sé fyrir því að gera eitthvað til að stemma stigu við vandann. Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Iceland in 1976 ... truth & fiction (this Broadcast was Banned in Iceland, I wonder why) from Cinecycle on Vimeo.
Einu sinni var... Þorskastríðin Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira