Hólmar Örn: Það eru skemmtilegir tímar framundan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2018 14:30 Hólmar Örn Eyjólfsson rétt missti af Evrópumótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum en hann er í HM-hópi Heimis Hallgrímssonar. „Þetta er bara spennandi og við erum að fara byrja undirbúninginn af alvöru í dag. Það eru skemmtilegir tímar framundan,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson í viðtali fyrir æfingu íslenska landsliðsins í dag. „Það er alltaf stutt í þetta og maður hugsar um HM oft á dag. Þetta er eitt það stærsta sem maður gerir á ferlinum þannig að maður verður að vera vel undirbúinn,“ sagði Hólmar. Hólmar spilar með búlgarska liðinu Levski Sofia en þetta var fyrsta tímabil hans með liðinu eftir að hafa komið þangað frá Ísrael. „Það hefur gengið mjög vel hjá mér í Búlgaríu og bara framar vonum. Ég er búinn að spila ógrynni af leikjum og það hefur gengið ágætlega hjá liðinu. Það verður vonandi betra á næsta ári. Við náðum Evrópusæti þannig að það er gott fyrir næsta ár,“ sagði Hólmar. Hólmar Örn var til taks á EM 2016 sem einn af sex mönnum sem voru fyrir utan hópinn en í kallfæri kæmi eitthvað upp á. Hólmar var hinsvegar ekki kallaður inn. Það var því stórt skref fyrir hann að vinna sér sæti í HM-hópnum á dögunum. „Ég var búinn að vinna markvisst að því að fá að vera með í þessum hóp. Það var mikið af góðum leikmönnum sem voru í boði þannig að ég er í skýjunum að fá að vera með hérna núna,“ sagði Hólmar. „Ég fer inn í þetta og er tilbúinn í allt. Ég er klár í að spila ef þess þarf en við erum 23 leikmenn og bara ellefu sem geta byrjað. Við förum þarna út sem ein liðsheild og maður tekur bara því hlutverki sem maður fær,“ sagði Hólmar. Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason eru langlíklegastir til að byrja saman í miðvarðarstöðunum. „Þeir eru mjög samstilltir og það er hrikalega mikilvægt fyrir hafsent að þekkja vel inn á hinn hafsentinn. Þeir eru mjög vel stilltir inn á hvorn annan og það sést alveg í leikjunum,“ sagði Hólmar. Það má sjá allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir ofan. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira
Hólmar Örn Eyjólfsson rétt missti af Evrópumótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum en hann er í HM-hópi Heimis Hallgrímssonar. „Þetta er bara spennandi og við erum að fara byrja undirbúninginn af alvöru í dag. Það eru skemmtilegir tímar framundan,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson í viðtali fyrir æfingu íslenska landsliðsins í dag. „Það er alltaf stutt í þetta og maður hugsar um HM oft á dag. Þetta er eitt það stærsta sem maður gerir á ferlinum þannig að maður verður að vera vel undirbúinn,“ sagði Hólmar. Hólmar spilar með búlgarska liðinu Levski Sofia en þetta var fyrsta tímabil hans með liðinu eftir að hafa komið þangað frá Ísrael. „Það hefur gengið mjög vel hjá mér í Búlgaríu og bara framar vonum. Ég er búinn að spila ógrynni af leikjum og það hefur gengið ágætlega hjá liðinu. Það verður vonandi betra á næsta ári. Við náðum Evrópusæti þannig að það er gott fyrir næsta ár,“ sagði Hólmar. Hólmar Örn var til taks á EM 2016 sem einn af sex mönnum sem voru fyrir utan hópinn en í kallfæri kæmi eitthvað upp á. Hólmar var hinsvegar ekki kallaður inn. Það var því stórt skref fyrir hann að vinna sér sæti í HM-hópnum á dögunum. „Ég var búinn að vinna markvisst að því að fá að vera með í þessum hóp. Það var mikið af góðum leikmönnum sem voru í boði þannig að ég er í skýjunum að fá að vera með hérna núna,“ sagði Hólmar. „Ég fer inn í þetta og er tilbúinn í allt. Ég er klár í að spila ef þess þarf en við erum 23 leikmenn og bara ellefu sem geta byrjað. Við förum þarna út sem ein liðsheild og maður tekur bara því hlutverki sem maður fær,“ sagði Hólmar. Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason eru langlíklegastir til að byrja saman í miðvarðarstöðunum. „Þeir eru mjög samstilltir og það er hrikalega mikilvægt fyrir hafsent að þekkja vel inn á hinn hafsentinn. Þeir eru mjög vel stilltir inn á hvorn annan og það sést alveg í leikjunum,“ sagði Hólmar. Það má sjá allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir ofan.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira