Ók aftur af vinstri akrein yfir á þá hægri Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. maí 2018 19:00 Um fimmtíu ár eru síðan skipt var yfir í hægri umferð á Íslandi. Forvarnir og vitundarvakning vegfarenda hefur orðið til þess að slysum á börnum í umferðinni hefur fækkað um rúm 30 prósent frá aldamótum. Mikill undirbúningur og þrotlaus vinna margra aðila var aðdragandinn að því að skipt var yfir í hægri umferð 26. maí 1968, en rúmum fjórum árum áður ályktaði Alþingi að skora á þáverandi ríkisstjórn að hefja hið allra fyrsta undirbúning að því, að hægri handar akstur yrði tekinn hér á landi. Breytingin var gerð með táknrænum hætti á Skúlagötu á sínum tíma fyrir framan hús Ríkisútvarpsins sem var ekki tilviljun því með þeim hætti var hægt að lýsa því sem fyrir augum bar í beinni útsendingu í útvarpi. Bíllinn sem fór fyrstur frá vinstri yfir á hægri akrein á sínum tíma var notaður til þess að minnast tímamótanna í dag og það með sama hætti, á sama stað og með sama bílstjóra en Valgarð Briem átti sæti starfshópnum sem vann að breytingunum á sínum tíma sem hann segir marga hafa verið á móti.Valgarð Briem og Þórólfur Árnason setjast inn í bílinn við athöfnina í dagVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Og þeir skrifuðu greinar og héldu fundi og þarf var prestur, ákaflega vinsæll prestur, sem að hélt ræðu á fundinum og spurði, hver þurrkar blóð og þerrar þau tár sem þessi breyting hefur í för með sér,“ sagði Valgarð Briem, þáverandi formaður framkvæmdanefndar hægri umferðar þegar hann minntist tímamótanna í dag. Með Valgarð í bílnum í dag var forstjóri Samgöngustofu en þar fyrir aftan þá mættist nýi tíminn, bíll sem er sjálfkeyrandi að hluta, 17 ára ökumanni og með honum Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. Fram kom við athöfnina í dag að umferðarslysum á börnum hefur fækkað á undanförnum árum. En frá aldamótum nemur fækkunin 35% en þar má að mestu þakka betri öryggisbúnaði og forvörnum. „Ég ætla ekkert endilega að segja að fjármagnið skorti. Þetta er allt upp í hausnum á fólki. Sumt er hægt að gera mjög ódýrt að hafa áhrif og fræðsla er oft á tíðum það sem skilar bestum árangri,“ sagði Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu við athöfnina í dag. Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Um fimmtíu ár eru síðan skipt var yfir í hægri umferð á Íslandi. Forvarnir og vitundarvakning vegfarenda hefur orðið til þess að slysum á börnum í umferðinni hefur fækkað um rúm 30 prósent frá aldamótum. Mikill undirbúningur og þrotlaus vinna margra aðila var aðdragandinn að því að skipt var yfir í hægri umferð 26. maí 1968, en rúmum fjórum árum áður ályktaði Alþingi að skora á þáverandi ríkisstjórn að hefja hið allra fyrsta undirbúning að því, að hægri handar akstur yrði tekinn hér á landi. Breytingin var gerð með táknrænum hætti á Skúlagötu á sínum tíma fyrir framan hús Ríkisútvarpsins sem var ekki tilviljun því með þeim hætti var hægt að lýsa því sem fyrir augum bar í beinni útsendingu í útvarpi. Bíllinn sem fór fyrstur frá vinstri yfir á hægri akrein á sínum tíma var notaður til þess að minnast tímamótanna í dag og það með sama hætti, á sama stað og með sama bílstjóra en Valgarð Briem átti sæti starfshópnum sem vann að breytingunum á sínum tíma sem hann segir marga hafa verið á móti.Valgarð Briem og Þórólfur Árnason setjast inn í bílinn við athöfnina í dagVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Og þeir skrifuðu greinar og héldu fundi og þarf var prestur, ákaflega vinsæll prestur, sem að hélt ræðu á fundinum og spurði, hver þurrkar blóð og þerrar þau tár sem þessi breyting hefur í för með sér,“ sagði Valgarð Briem, þáverandi formaður framkvæmdanefndar hægri umferðar þegar hann minntist tímamótanna í dag. Með Valgarð í bílnum í dag var forstjóri Samgöngustofu en þar fyrir aftan þá mættist nýi tíminn, bíll sem er sjálfkeyrandi að hluta, 17 ára ökumanni og með honum Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. Fram kom við athöfnina í dag að umferðarslysum á börnum hefur fækkað á undanförnum árum. En frá aldamótum nemur fækkunin 35% en þar má að mestu þakka betri öryggisbúnaði og forvörnum. „Ég ætla ekkert endilega að segja að fjármagnið skorti. Þetta er allt upp í hausnum á fólki. Sumt er hægt að gera mjög ódýrt að hafa áhrif og fræðsla er oft á tíðum það sem skilar bestum árangri,“ sagði Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu við athöfnina í dag.
Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira