Oddvitaáskorunin: Sendi börnin í skólann á frí- og starfsdögum Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2018 10:00 Frá Fiskideginum mikla á Dalvík. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Katrín Sigurjónsdóttir leiðir B-lista Framsóknar-og félagshyggjufólks í Dalvíkurbyggð fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Katrín er fædd 1968 og hefur verið búsett á Dalvík frá árinu 1988. Hún er gift Hauki Snorrasyni frá Krossum á Árskógsströnd, þau eiga 3 börn, Írisi f.1987, Snorra Eldjárn f.1991 og Svein Margeir f.2001 og fjögur barnabörn. Katrín var í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar á árunum 1994-2004 fyrir B-lista Framsóknarmanna og er því að koma aftur í pólitík eftir nokkurt hlé. Hún hef unnið hjá Sölku-Fiskmiðlun hf., sem er útflutningsfyrirtæki á þurrkuðum fiskafurðum frá 1994 og sem framkvæmdastjóri þar frá árinu 2004. Hún hefur mikinn áhuga á sveitarstjórnarmálum og á mannlífinu í byggðarlaginu. Hún vill viðhalda góðu þjónustustigi í Dalvíkurbyggð en sýna jafnframt aðhald í fjármálum og hagsýni í rekstri. Hún vill að sveitarfélagið blómstri og að fólki og fyrirtækjum finnist Dalvíkurbyggð fýsilegur kostur til búsetu og rekstrar. Helstu áhugamálin eru samverustundir með fjölskyldu og vinum, handavinna og íþróttir, þá helst fótbolti og blak. Frístundir eru oftast notaðar til að elta synina á fótboltaleiki eða fara með barnabörnin í sund. XB - Áfram veginn.Katrín Sigurjónsdóttir.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Arnarholtsvöllur á góðum sumardegi, það er ljúft að sitja við 5.teig og horfa yfir dalinn. Eða á karlateignum á 8.braut. Ég spila reyndar ekki golf sjálf en ég er alveg þokkarlegur kylfusveinn. Svo er sérstaklega fallegt við Glanna í Norðurá.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Í Borgarbyggð og þá í minni heimasveit, Norðurárdal. Og helst á mínum heimabæ, Glitstöðum.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Lambakjöt er best, kjötsúpa, saltkjöt og baunir eða kótilettur í raspi.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Ég geri mjög góða fiskrétti þótt ég segi sjálf frá.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Traustur vinur með Upplyftingu. Ég sit ekki kyrr ef það er spilað á balli.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Tengist börnunum mínum, ég hef vakið þau og sent þau í skólann kl. 7 að morgni og líka sent þau í skólann á frídögum eða starfsdögum, alveg óvart auðvitað.Draumaferðalagið? Núna er draumaferðalagið fjölskylduferð í Veiðivötn. Við stefnum á að gera það að veruleika í ágúst.Trúir þú á líf eftir dauðann? Það er klárlega eitthvað meira þarna úti.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Ég er ótrúlega hrekklaus, amk.man ég ekki eftir neinu svona í fljótu bragði.Hundar eða kettir? Þó ég sé alin upp í sveit er svarið eiginlega hvorugt, miklu frekar kýr og kindur.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Þegar eldri börnin voru lítil leigðum við Grease hjá Sigga í Ásvideo og vorum með hana heilan vetur heima. Hún var spiluð endalaust og ég fékk aldrei leið á henni. Svo hef ég horft oft á Pretty woman.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Sólveig Arnarsdóttir væri amk með rétta háralitinn.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Þarna er ég afar fávís, hef ekki horft á þessa þætti frekar en aðra sjónvarpsafþreyingu lengi nema Útsvar.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já, af umferðarlögreglunni. Var í rétti og var ekki kát.Uppáhalds tónlistarmaður? Íris Hauks og Snorri Eldjárn eru í sérstöku uppáhaldi enda börnin mín. Og ekki skyldi skilja Svein Margeir eftir en hann er góður gítarleikari.Uppáhalds bókin? Á margar uppáhalds en í minningunni eru það barnabækurnar hennar Astrid Lindgren. Ég les alltaf bækurnar eftir Arnald um jólin og svo finnst mér Ragnar Jónasson frábær spennusagnahöfundur.Katrín og meðframbjóðendur hennar.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Ef ekki vatn þá Kalda bjór. Uppáhalds þynnkumatur? Ég er aldrei þunn en Tommupizza stendur alltaf fyrir sínu. Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Góð blanda af báðu. Ef fríið er erlendis þá finnst mér best að geta slakað á á strönd í þægilegum hita. Ef fríið er innanlands þá finnst mér náttúruskoðun og menning hvers staðar áhugaverð. Hefur þú pissað í sundlaug? Klárlega ekki svo ég muni til, get ekkert fullyrt um ungbarnsárin. Hvaða lag kemur þér í gírinn? Ég lifi í voninni með Stjórninni, það er ekki hægt að sitja kyrr undir því lagi.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Æi – taugarnar mínar eru nú svo slakar. Eru þetta ekki bara allt verkefni til að leysa?Á að banna flugelda? Ég hef ekki gaman af að skjóta upp sjálf en allt er gott í hófi. Það er alveg gaman að njóta góðra flugeldasýninga eins og t.d. á Fiskidaginn Mikla.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Glódís Perla Viggósdóttir, ég er fínn varnarjaxl. Svo er hún líka frænka mín og rauðhærð eins og ég.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Catherine O'Hara er látin Lífið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Katrín Sigurjónsdóttir leiðir B-lista Framsóknar-og félagshyggjufólks í Dalvíkurbyggð fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Katrín er fædd 1968 og hefur verið búsett á Dalvík frá árinu 1988. Hún er gift Hauki Snorrasyni frá Krossum á Árskógsströnd, þau eiga 3 börn, Írisi f.1987, Snorra Eldjárn f.1991 og Svein Margeir f.2001 og fjögur barnabörn. Katrín var í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar á árunum 1994-2004 fyrir B-lista Framsóknarmanna og er því að koma aftur í pólitík eftir nokkurt hlé. Hún hef unnið hjá Sölku-Fiskmiðlun hf., sem er útflutningsfyrirtæki á þurrkuðum fiskafurðum frá 1994 og sem framkvæmdastjóri þar frá árinu 2004. Hún hefur mikinn áhuga á sveitarstjórnarmálum og á mannlífinu í byggðarlaginu. Hún vill viðhalda góðu þjónustustigi í Dalvíkurbyggð en sýna jafnframt aðhald í fjármálum og hagsýni í rekstri. Hún vill að sveitarfélagið blómstri og að fólki og fyrirtækjum finnist Dalvíkurbyggð fýsilegur kostur til búsetu og rekstrar. Helstu áhugamálin eru samverustundir með fjölskyldu og vinum, handavinna og íþróttir, þá helst fótbolti og blak. Frístundir eru oftast notaðar til að elta synina á fótboltaleiki eða fara með barnabörnin í sund. XB - Áfram veginn.Katrín Sigurjónsdóttir.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Arnarholtsvöllur á góðum sumardegi, það er ljúft að sitja við 5.teig og horfa yfir dalinn. Eða á karlateignum á 8.braut. Ég spila reyndar ekki golf sjálf en ég er alveg þokkarlegur kylfusveinn. Svo er sérstaklega fallegt við Glanna í Norðurá.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Í Borgarbyggð og þá í minni heimasveit, Norðurárdal. Og helst á mínum heimabæ, Glitstöðum.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Lambakjöt er best, kjötsúpa, saltkjöt og baunir eða kótilettur í raspi.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Ég geri mjög góða fiskrétti þótt ég segi sjálf frá.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Traustur vinur með Upplyftingu. Ég sit ekki kyrr ef það er spilað á balli.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Tengist börnunum mínum, ég hef vakið þau og sent þau í skólann kl. 7 að morgni og líka sent þau í skólann á frídögum eða starfsdögum, alveg óvart auðvitað.Draumaferðalagið? Núna er draumaferðalagið fjölskylduferð í Veiðivötn. Við stefnum á að gera það að veruleika í ágúst.Trúir þú á líf eftir dauðann? Það er klárlega eitthvað meira þarna úti.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Ég er ótrúlega hrekklaus, amk.man ég ekki eftir neinu svona í fljótu bragði.Hundar eða kettir? Þó ég sé alin upp í sveit er svarið eiginlega hvorugt, miklu frekar kýr og kindur.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Þegar eldri börnin voru lítil leigðum við Grease hjá Sigga í Ásvideo og vorum með hana heilan vetur heima. Hún var spiluð endalaust og ég fékk aldrei leið á henni. Svo hef ég horft oft á Pretty woman.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Sólveig Arnarsdóttir væri amk með rétta háralitinn.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Þarna er ég afar fávís, hef ekki horft á þessa þætti frekar en aðra sjónvarpsafþreyingu lengi nema Útsvar.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já, af umferðarlögreglunni. Var í rétti og var ekki kát.Uppáhalds tónlistarmaður? Íris Hauks og Snorri Eldjárn eru í sérstöku uppáhaldi enda börnin mín. Og ekki skyldi skilja Svein Margeir eftir en hann er góður gítarleikari.Uppáhalds bókin? Á margar uppáhalds en í minningunni eru það barnabækurnar hennar Astrid Lindgren. Ég les alltaf bækurnar eftir Arnald um jólin og svo finnst mér Ragnar Jónasson frábær spennusagnahöfundur.Katrín og meðframbjóðendur hennar.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Ef ekki vatn þá Kalda bjór. Uppáhalds þynnkumatur? Ég er aldrei þunn en Tommupizza stendur alltaf fyrir sínu. Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Góð blanda af báðu. Ef fríið er erlendis þá finnst mér best að geta slakað á á strönd í þægilegum hita. Ef fríið er innanlands þá finnst mér náttúruskoðun og menning hvers staðar áhugaverð. Hefur þú pissað í sundlaug? Klárlega ekki svo ég muni til, get ekkert fullyrt um ungbarnsárin. Hvaða lag kemur þér í gírinn? Ég lifi í voninni með Stjórninni, það er ekki hægt að sitja kyrr undir því lagi.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Æi – taugarnar mínar eru nú svo slakar. Eru þetta ekki bara allt verkefni til að leysa?Á að banna flugelda? Ég hef ekki gaman af að skjóta upp sjálf en allt er gott í hófi. Það er alveg gaman að njóta góðra flugeldasýninga eins og t.d. á Fiskidaginn Mikla.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Glódís Perla Viggósdóttir, ég er fínn varnarjaxl. Svo er hún líka frænka mín og rauðhærð eins og ég.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is.
Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Catherine O'Hara er látin Lífið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“