Oddvitaáskorunin: Fjárlaganefndin taldi sig heyra í svæsnum niðurgangi Samúel Karl Ólason skrifar 22. maí 2018 11:00 Tedda og meðframbjóðendur hennar. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Theodóra Þorsteinsdóttir leiðir lista Bjartrar framtíðar og Viðreisnar í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningunum. Theodóra Þorsteinsdóttir eða Tedda eins og hún er jafnan kölluð, er fædd 2. september 1969. Hún er gift Ólafi Viggóssyni og samtals eiga þau fjögur börn, fjögur tengdabörn, þrjú barnabörn, þrjá hunda, kött og heilt þorp af vinum. Hún hefur búið í Kópavogi alla tíð, að frátöldum nokkrum árum sem hún skrapp til búsetu í Mosfellsbæ. Hún er lögfræðingur með skipstjórnarréttindi, var lengi markaðsstjóri hjá Smáralind og vann á árum áður við innkaup hjá BYKO. Tedda hefur verið bæjarfulltrúi síðustu fjögur ár og hefur gegnt formennsku í bæjarráði og skipulagsráði. Kópavogur á hug hennar allan og eftir því var tekið þegar hún tók sæti á Alþingi að Kópavogur virtist miðpunktur athyglinnar, öllum stundum, alltaf. Hún brennur fyrir heiðarlegt samfélag, lýðheilsuverkefni, skipulagsmál og umhverfismál, svo eitthvað sé nefnt en aðeins í Kópavogi. Tedda er náttúruafl í sjálfri sér. Hún vílar ekki fyrir sér að vinna langa vinnudaga til að finna lausnir og elskar áskoranir. Þess vegna vill hún eiga reglulegt samtal við íbúana í bænum til að vera viss um að lausnir á alls kyns málum séu í sátt við langanir og væntingar bæjarbúa. Það haggar henni samt enginn þegar kemur að heiðarleika og trausti. Teddu er ekki hægt að kaupa. Staðfestuna sýndi hún þegar hún dró djúpt andann og tók slag við Landsbankann fyrir dómstólum í fjórgang eftir hrun til að sækja réttlæti, bæði fyrir sig og pabba sinn. Málaferlin vörðu í mörg ár og reyndu mjög á hana og fjölskyldu hennar en hún stóð uppi sem sigurvegari í öllum þeim málum og varðaði leið fyrir aðra sem stóðu í sömu sporum. Tedda er heimakær og afburðaslakur djammari að sögn vinkvenna hennar. Hún hleður batteríin með því að fara í langar gönguferðir með hundana sína og þekkir því bæjarlandið í Kópavogi eins og lófann á sér. Líklega ætti hún þó að fara oftar á skíði samt enda æfði hún skíðaíþróttina stíft á árum áður bæði heima og erlendis þegar færi gafst. Þá var hins vegar enginn afrekssjóður til fyrir íþróttafólk sem skaraði fram úr. Hana langar þess vegna, bæði að bæta skíðaaðstöðuna í Bláfjöllum og íþróttaaðstöðu almennt og stofna afrekssjóð svo ungt afreksfólk fái þann stuðning sem það á skilið.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þar sem ég er ástfangin. Það verður allt fallegt þar sem maður er ástfanginn.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Á Höfn í Hornafirði. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? 1001 nótt – Boozt á Booztbarnum á N1.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Tandoori kjúlla.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? „Dagar koma og fara“ með Björgvin Halldórs og Stefaníu Svavars.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Þegar ég fór á fund Ríkisskattstjóra með fjárlaganefnd 2017. Hafði verið í stífu prógrammi síðan snemma um morguninn, komið fram undir hádegi og ég var aðframkomin af hungri. Var með Kombucha flösku með mér (grænt te sem er lítillega gerjað, án þess þó að vera áfengt og þessi var með Chia fræjum). Nefndin var komin fram á gang og ég hljóp á salernið og þau ákváðu að bíða eftir mér. Ég ákvað að fá mér sopa af Kombucha þegar ég var búin að pissa en flaskan sem ég hafði gripið með mér hafði gerjast aðeins of mikið og um leið og ég skrúfaði tappann lausan sprakk innihaldið upp úr henni og yfir mig. Ég náði að skrúfa tappann á aftur en hljóðið sem myndaðist við það var nákvæmlega eins og ég væri með svæsinn niðurgang. Mér verður litið á salernisdyrnar þar sem félagar mínir í fjárlaganefndinni biðu hinum megin við hana og uppgötva þá að það var enginn þröskuldur í dyrunum heldur bil á milli hurðar og gólfs svo hljóðin bárust hratt og örugglega fram á gang. Ég stakk flöskunni niður í töskuna mína, þvoði mér í framan og mestu Kombucha sletturnar úr hárinu, svipti upp hurðinni og við mér blasti forviða fjárlaganefnd sem beið þar opinmynnt eftir lyftunni.Draumaferðalagið? Afríka. Ljón, tígrisdýr, gíraffar og pálmatré.Trúir þú á líf eftir dauðann? Já.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Þegar við Pétur Jóhann Sigfússon vorum að vinna saman í BYKO og ákváðum að láta bíl eins samstarfsmanns okkar hverfa. Við plötuðum lyftarastjórann til að lyfta bílnum upp á gám sem stóð fyrir utan. Það var skemmtilegt, fyrir okkur Pétur!Hundar eða kettir? Hundar.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? The Intouchables með Francouis Cluzet og Omar Zy.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Renée Zellweger. Það er smá Bridget í mér nefnilega þó ég leggi mig alla fram um að vera settleg og viðeigandi.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Game of hvað...? Hef ekki horft á sjónvarp í mörg ár.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já. Á Skúlagötunni 2010. Ég var tekin fyrir furðulegt aksturslag um miðjan dag með dóttur mína í bílnum á leið að kaupa dansskó á hana. Ég rakst utan í kantstein og var látin blása, bláedrú!Uppáhalds tónlistarmaður? Aron Can, Beyoncé og Björgvin Halldórsson.Uppáhalds bókin? Karitas, án titils eftir Kristínu Marju Baldursdóttur.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Hvítvín.Uppáhalds þynnkumatur? Hamborgari og franskar.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Sól, sandur og hiti, takk.Hefur þú pissað í sundlaug? Ertu kreisí?Hvaða lag kemur þér í gírinn? Daddy lessons með Beyoncé. Tengi við textann!Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Já ég vil upphituð strætóskýli og geymslur fyrir hjól við skýlin. Þetta fer í taugarnar á mér því við ættum að vera löngu búin að þessu.Á að banna flugelda? Byrjum á því að fjölga flugeldasýningum og minnkum þetta í skrefum.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Ég væri Fanndís Friðriks af því mér finnst við líkar í útliti. Hún er Kópavogsbúi og svo spilar hún núna í Frakklandi, ég elska Frakkland.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Theodóra Þorsteinsdóttir leiðir lista Bjartrar framtíðar og Viðreisnar í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningunum. Theodóra Þorsteinsdóttir eða Tedda eins og hún er jafnan kölluð, er fædd 2. september 1969. Hún er gift Ólafi Viggóssyni og samtals eiga þau fjögur börn, fjögur tengdabörn, þrjú barnabörn, þrjá hunda, kött og heilt þorp af vinum. Hún hefur búið í Kópavogi alla tíð, að frátöldum nokkrum árum sem hún skrapp til búsetu í Mosfellsbæ. Hún er lögfræðingur með skipstjórnarréttindi, var lengi markaðsstjóri hjá Smáralind og vann á árum áður við innkaup hjá BYKO. Tedda hefur verið bæjarfulltrúi síðustu fjögur ár og hefur gegnt formennsku í bæjarráði og skipulagsráði. Kópavogur á hug hennar allan og eftir því var tekið þegar hún tók sæti á Alþingi að Kópavogur virtist miðpunktur athyglinnar, öllum stundum, alltaf. Hún brennur fyrir heiðarlegt samfélag, lýðheilsuverkefni, skipulagsmál og umhverfismál, svo eitthvað sé nefnt en aðeins í Kópavogi. Tedda er náttúruafl í sjálfri sér. Hún vílar ekki fyrir sér að vinna langa vinnudaga til að finna lausnir og elskar áskoranir. Þess vegna vill hún eiga reglulegt samtal við íbúana í bænum til að vera viss um að lausnir á alls kyns málum séu í sátt við langanir og væntingar bæjarbúa. Það haggar henni samt enginn þegar kemur að heiðarleika og trausti. Teddu er ekki hægt að kaupa. Staðfestuna sýndi hún þegar hún dró djúpt andann og tók slag við Landsbankann fyrir dómstólum í fjórgang eftir hrun til að sækja réttlæti, bæði fyrir sig og pabba sinn. Málaferlin vörðu í mörg ár og reyndu mjög á hana og fjölskyldu hennar en hún stóð uppi sem sigurvegari í öllum þeim málum og varðaði leið fyrir aðra sem stóðu í sömu sporum. Tedda er heimakær og afburðaslakur djammari að sögn vinkvenna hennar. Hún hleður batteríin með því að fara í langar gönguferðir með hundana sína og þekkir því bæjarlandið í Kópavogi eins og lófann á sér. Líklega ætti hún þó að fara oftar á skíði samt enda æfði hún skíðaíþróttina stíft á árum áður bæði heima og erlendis þegar færi gafst. Þá var hins vegar enginn afrekssjóður til fyrir íþróttafólk sem skaraði fram úr. Hana langar þess vegna, bæði að bæta skíðaaðstöðuna í Bláfjöllum og íþróttaaðstöðu almennt og stofna afrekssjóð svo ungt afreksfólk fái þann stuðning sem það á skilið.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þar sem ég er ástfangin. Það verður allt fallegt þar sem maður er ástfanginn.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Á Höfn í Hornafirði. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? 1001 nótt – Boozt á Booztbarnum á N1.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Tandoori kjúlla.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? „Dagar koma og fara“ með Björgvin Halldórs og Stefaníu Svavars.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Þegar ég fór á fund Ríkisskattstjóra með fjárlaganefnd 2017. Hafði verið í stífu prógrammi síðan snemma um morguninn, komið fram undir hádegi og ég var aðframkomin af hungri. Var með Kombucha flösku með mér (grænt te sem er lítillega gerjað, án þess þó að vera áfengt og þessi var með Chia fræjum). Nefndin var komin fram á gang og ég hljóp á salernið og þau ákváðu að bíða eftir mér. Ég ákvað að fá mér sopa af Kombucha þegar ég var búin að pissa en flaskan sem ég hafði gripið með mér hafði gerjast aðeins of mikið og um leið og ég skrúfaði tappann lausan sprakk innihaldið upp úr henni og yfir mig. Ég náði að skrúfa tappann á aftur en hljóðið sem myndaðist við það var nákvæmlega eins og ég væri með svæsinn niðurgang. Mér verður litið á salernisdyrnar þar sem félagar mínir í fjárlaganefndinni biðu hinum megin við hana og uppgötva þá að það var enginn þröskuldur í dyrunum heldur bil á milli hurðar og gólfs svo hljóðin bárust hratt og örugglega fram á gang. Ég stakk flöskunni niður í töskuna mína, þvoði mér í framan og mestu Kombucha sletturnar úr hárinu, svipti upp hurðinni og við mér blasti forviða fjárlaganefnd sem beið þar opinmynnt eftir lyftunni.Draumaferðalagið? Afríka. Ljón, tígrisdýr, gíraffar og pálmatré.Trúir þú á líf eftir dauðann? Já.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Þegar við Pétur Jóhann Sigfússon vorum að vinna saman í BYKO og ákváðum að láta bíl eins samstarfsmanns okkar hverfa. Við plötuðum lyftarastjórann til að lyfta bílnum upp á gám sem stóð fyrir utan. Það var skemmtilegt, fyrir okkur Pétur!Hundar eða kettir? Hundar.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? The Intouchables með Francouis Cluzet og Omar Zy.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Renée Zellweger. Það er smá Bridget í mér nefnilega þó ég leggi mig alla fram um að vera settleg og viðeigandi.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Game of hvað...? Hef ekki horft á sjónvarp í mörg ár.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já. Á Skúlagötunni 2010. Ég var tekin fyrir furðulegt aksturslag um miðjan dag með dóttur mína í bílnum á leið að kaupa dansskó á hana. Ég rakst utan í kantstein og var látin blása, bláedrú!Uppáhalds tónlistarmaður? Aron Can, Beyoncé og Björgvin Halldórsson.Uppáhalds bókin? Karitas, án titils eftir Kristínu Marju Baldursdóttur.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Hvítvín.Uppáhalds þynnkumatur? Hamborgari og franskar.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Sól, sandur og hiti, takk.Hefur þú pissað í sundlaug? Ertu kreisí?Hvaða lag kemur þér í gírinn? Daddy lessons með Beyoncé. Tengi við textann!Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Já ég vil upphituð strætóskýli og geymslur fyrir hjól við skýlin. Þetta fer í taugarnar á mér því við ættum að vera löngu búin að þessu.Á að banna flugelda? Byrjum á því að fjölga flugeldasýningum og minnkum þetta í skrefum.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Ég væri Fanndís Friðriks af því mér finnst við líkar í útliti. Hún er Kópavogsbúi og svo spilar hún núna í Frakklandi, ég elska Frakkland.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is.
Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira