Sérstakt barnasvæði á Secret Solstice Stefán Árni Pálsson skrifar 22. maí 2018 16:30 Nóg um að vera fyrir börnin á Secret Solstice. Það verður mikið um að vera fyrir börn og foreldra á Secret Solstice í ár en frítt verður fyrir gesti hátíðarinnar sem eru 10 ára og yngri sem er í fylgd með fullorðnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum Secret Solstice. Þar segir að skipuleggjendum sé mikið í mun um að hátíðin sé fyrir fólk á öllum aldri og þar er yngsta fólkið alls ekki undanskilið. Metnaðarfull dagskrá hefur verið skipulögð í samstarfi við Kátt á Klambra sem hafa einmitt vakið mikla athygli fyrir skemmtilega viðburði fyrir börn og foreldra á Klambratúni. Meðal þess sem börnin geta tekið sér fyrir hendur eru fjölskyldujóga með Gígju, krakkarave og kennsla í starfi beatbox-listamanna. Sápukúlur verða á boðstólum og fjöldi annarra viðburða á borð við þrautabraut, ungbarnasvæði og leikir og fjör með Húlludúllunni. Jóna Elísabet Ottesen stendur að baki Kátt á Klambra og er einstaklega spennt fyrir Secret Solstice í ár. „Kátt á Klambra mun sjá um barnasvæðið á Secret Solstice og mun hafa Kátt á Solstice. En barnahátíðin Kátt á Klambra sem haldin er á Klambratúni í lok júlí hefur heldur betur slegið í gegn hjá börnum og fjölskyldum og barnasvæði þeirra á Solstice í fyrra vakti mikla lukku hjá börnum hátíðarinnar,“ segir Jóna. Ævintýrasvæði verður fyrir börn á öllum aldri og fjölskyldur þeirra með fullt af afþreyingu og skemmtilegri dagskrá ásamt ungbarnaaðstöðu. Svæðið opnar kl 13.00 á föstudeginum og er opið til kl 20.00 og verður opið frá kl 12.00 -20.00 laugardaginn og sunnudaginn að sögn Jónu. „Gígja og Jara munu sjá um Fjölskyldujóga, Dj Álfbeat mun sjá um tónlistina, Siggi Bahama verður með Beatbox kennslu, Húlladúllan verður á svæðinu með sína snilld og Góði Úlfurinn treður upp hjá okkur á Laugardeginum, en þetta verða líklega hans síðustu tónleikar hér á landi þar sem hann flytur út með fjölskyldunni sinni í sumar. Það verður svo barnadiskó og barnareif í tjaldinu okkar þar sem verður dansað.“ Secret Solstice Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Fleiri fréttir Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Sjá meira
Það verður mikið um að vera fyrir börn og foreldra á Secret Solstice í ár en frítt verður fyrir gesti hátíðarinnar sem eru 10 ára og yngri sem er í fylgd með fullorðnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum Secret Solstice. Þar segir að skipuleggjendum sé mikið í mun um að hátíðin sé fyrir fólk á öllum aldri og þar er yngsta fólkið alls ekki undanskilið. Metnaðarfull dagskrá hefur verið skipulögð í samstarfi við Kátt á Klambra sem hafa einmitt vakið mikla athygli fyrir skemmtilega viðburði fyrir börn og foreldra á Klambratúni. Meðal þess sem börnin geta tekið sér fyrir hendur eru fjölskyldujóga með Gígju, krakkarave og kennsla í starfi beatbox-listamanna. Sápukúlur verða á boðstólum og fjöldi annarra viðburða á borð við þrautabraut, ungbarnasvæði og leikir og fjör með Húlludúllunni. Jóna Elísabet Ottesen stendur að baki Kátt á Klambra og er einstaklega spennt fyrir Secret Solstice í ár. „Kátt á Klambra mun sjá um barnasvæðið á Secret Solstice og mun hafa Kátt á Solstice. En barnahátíðin Kátt á Klambra sem haldin er á Klambratúni í lok júlí hefur heldur betur slegið í gegn hjá börnum og fjölskyldum og barnasvæði þeirra á Solstice í fyrra vakti mikla lukku hjá börnum hátíðarinnar,“ segir Jóna. Ævintýrasvæði verður fyrir börn á öllum aldri og fjölskyldur þeirra með fullt af afþreyingu og skemmtilegri dagskrá ásamt ungbarnaaðstöðu. Svæðið opnar kl 13.00 á föstudeginum og er opið til kl 20.00 og verður opið frá kl 12.00 -20.00 laugardaginn og sunnudaginn að sögn Jónu. „Gígja og Jara munu sjá um Fjölskyldujóga, Dj Álfbeat mun sjá um tónlistina, Siggi Bahama verður með Beatbox kennslu, Húlladúllan verður á svæðinu með sína snilld og Góði Úlfurinn treður upp hjá okkur á Laugardeginum, en þetta verða líklega hans síðustu tónleikar hér á landi þar sem hann flytur út með fjölskyldunni sinni í sumar. Það verður svo barnadiskó og barnareif í tjaldinu okkar þar sem verður dansað.“
Secret Solstice Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Fleiri fréttir Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Sjá meira