Ólíklegt að Aron Rafn verði áfram í Eyjum Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. maí 2018 14:00 Aron Rafn Eðvarðsson fagnar Íslandsmeistaratitlinum í Kaplakrika. vísir/andri marinó Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Íslandsmeistara ÍBV í Olís-deild karla í handbolta, mun að öllum líkindum ekki endurnýja samninginn sinn við Eyjamenn sem rennur út í byrjun næsta mánaðar. Aron fór á kostum með Eyjaliðinu eftir áramót og stóð uppi á endanum sem Íslandsmeistari og besti markvörður úrslitakeppninnar en hann lokaði markinu í úrslitakeppninni og átti hvern stórleikinn á fætur öðrum.Sjá einnig:Fannar og Donni til Eyja „Ég er með samning í viku í viðbót í Eyjum en það er ólíklegt að ég verði þar áfram þó svo að ég útiloki ekki neitt. Það er náttúrlega ekkert eðlilega vel hugsað um mann hjá ÍBV en hugurinn leitar helst út,“ segir Aron Rafn við Vísi. Aron kom heim úr atvinnumennsku í Þýskalandi fyrir síðustu leiktíð en hann hafði einnig leikið í Svíþjóð þaðan sem hann fór út frá uppeldisfélagi sínu Haukum. Nú vill hann reyna aftur fyrir sér erlendis.Aron Rafn Eðvarðsson MVP 8.22 í einkunn - 15.5 varðir - 39.7%#handbolti#olisdeildin@ibvhandbolti@Seinnibylgjan — HBStatz (@HBSstatz) May 19, 2018 „Ég er að vinna í því að komast út en ég ætla ekki út bara til að fara út. Það þarf eitthvað spennandi að vera í boði,“ segir Aron Rafn sem hefur verið einn í Vestmannaeyjum í vetur þar sem kærasta hans býr á fasta landinu. Aron segir umboðsmann sinn vera að vinna í sínum málum en lítið er að gerast þessa stundina. „Ég er orðinn svo gamall að ég veit alltaf hvaða tilboð og þreyfingar eru alvöru og hvað ekki. En, svo getur allt breyst á morgun þess vegna,“ segir Aron. Hafnfirðingurinn, sem verður 29 ára í september, var valinn í 30 manna landsliðshóp Guðmundar Guðmundssonar fyrir leikina gegn Litháen í umspili um sæti á HM 2019. Þar stefnir hann að því að endurheimta sæti sitt í aðalhópnum sem Ágúst Elí Björgvinsson hirti af honum fyrir síðasta EM. „Þarf maður ekki að klára þetta dæmi og koma okkur á HM? Svo sér maður til hvað gerist í þessum málum hjá mér,“ segir Aron Rafn Eðvarðsson. Olís-deild karla Tengdar fréttir Fannar og Donni til Eyja Íslandsmeistararnir láta strax til sín taka á leikmannamarkaðnum í Olís-deild karla. 23. maí 2018 10:30 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Íslandsmeistara ÍBV í Olís-deild karla í handbolta, mun að öllum líkindum ekki endurnýja samninginn sinn við Eyjamenn sem rennur út í byrjun næsta mánaðar. Aron fór á kostum með Eyjaliðinu eftir áramót og stóð uppi á endanum sem Íslandsmeistari og besti markvörður úrslitakeppninnar en hann lokaði markinu í úrslitakeppninni og átti hvern stórleikinn á fætur öðrum.Sjá einnig:Fannar og Donni til Eyja „Ég er með samning í viku í viðbót í Eyjum en það er ólíklegt að ég verði þar áfram þó svo að ég útiloki ekki neitt. Það er náttúrlega ekkert eðlilega vel hugsað um mann hjá ÍBV en hugurinn leitar helst út,“ segir Aron Rafn við Vísi. Aron kom heim úr atvinnumennsku í Þýskalandi fyrir síðustu leiktíð en hann hafði einnig leikið í Svíþjóð þaðan sem hann fór út frá uppeldisfélagi sínu Haukum. Nú vill hann reyna aftur fyrir sér erlendis.Aron Rafn Eðvarðsson MVP 8.22 í einkunn - 15.5 varðir - 39.7%#handbolti#olisdeildin@ibvhandbolti@Seinnibylgjan — HBStatz (@HBSstatz) May 19, 2018 „Ég er að vinna í því að komast út en ég ætla ekki út bara til að fara út. Það þarf eitthvað spennandi að vera í boði,“ segir Aron Rafn sem hefur verið einn í Vestmannaeyjum í vetur þar sem kærasta hans býr á fasta landinu. Aron segir umboðsmann sinn vera að vinna í sínum málum en lítið er að gerast þessa stundina. „Ég er orðinn svo gamall að ég veit alltaf hvaða tilboð og þreyfingar eru alvöru og hvað ekki. En, svo getur allt breyst á morgun þess vegna,“ segir Aron. Hafnfirðingurinn, sem verður 29 ára í september, var valinn í 30 manna landsliðshóp Guðmundar Guðmundssonar fyrir leikina gegn Litháen í umspili um sæti á HM 2019. Þar stefnir hann að því að endurheimta sæti sitt í aðalhópnum sem Ágúst Elí Björgvinsson hirti af honum fyrir síðasta EM. „Þarf maður ekki að klára þetta dæmi og koma okkur á HM? Svo sér maður til hvað gerist í þessum málum hjá mér,“ segir Aron Rafn Eðvarðsson.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Fannar og Donni til Eyja Íslandsmeistararnir láta strax til sín taka á leikmannamarkaðnum í Olís-deild karla. 23. maí 2018 10:30 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
Fannar og Donni til Eyja Íslandsmeistararnir láta strax til sín taka á leikmannamarkaðnum í Olís-deild karla. 23. maí 2018 10:30