Tap Eistnaflugs brúað Benedikt Bóas skrifar 28. maí 2018 06:00 Skálmeldingar þenja raddbönd ásamt Adda í Sólstöfum á hátíðinni forðum daga. Ronald Rogge „Við erum nú skuldlaus nema við bankann sem er alveg rólegur svo já, það er hátíð. Við þurfum nú að selja miða til að borga hátíð þessa árs,“ segir Karl Óttar Pétursson, framkvæmdastjóri þungarokkshátíðarinnar Eistnaflugs. Á síðasta fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar var ákveðið að fella niður rúmlega milljón króna skuld hátíðarinnar við bæinn og fá starfsmenn Eistnaflugs afnot af Kirkjumel meðan á hátíðinni stendur. „Þetta er gríðarlegt fagnaðarefni fyrir hátíðina. Hann lánar okkur líka húsnæði,“ segir Erna Björk Baldursdóttir, kynningarstjóri hátíðarinnar. „Eftir fjárhagslega skipulagningu síðastliðið haust höfum við aldrei stefnt á neitt annað en að halda hátíðina og staðið við það allar götur síðan. Hátíðabransinn á Íslandi er erfiður og þetta er hark, vissulega er það léttir fyrir alla sem koma að máli að Fjarðabyggð hafi tekið þessa ákvörðun og með því létt róðurinn þetta árið og þökkum við þeim það,“ segir hún þakklát. Skipulagningu er nú lokið og framkvæmdin í fullum gangi. Síðasta hljómsveitin var tilkynnt í vikunni, færeyska hljómsveitin Týr slær á rokkstrengi en hún hefur ekki spilað hér á landi í áratug. Slæst hún í hóp annarra erlendra listamanna sem koma fram í sumar en ber þar helst að nefna Kreator, Anathema, Watain og Batushka og er þá heildarfjöldi listamanna orðinn 41. Bandarísku þungarokkshljómsveitirnar Slayer og Guns N’ Roses kíkja á Klakann í sumar en þrátt fyrir það er bjart yfir Eistnaflugsfólki. „Við búumst við svipuðum fjölda og í fyrra, eða um 1.500 manns. Miðasalan er í fullum gangi.“„Við treystum á góða sölu fram að hátíð og að Austfirðingar nær og fjær komi til okkar og upplifi alþjóðlega tónlistarhátíð í heimabyggð.“ „Það er ljóst að það er óvanalega mikið í boði í sumar sem hefur áhrif, Secret Solstice þar sem Slayer spilar, Guns N’ Roses, Billy Idol og ekki má gleyma HM. Það er algjörlega sturlað að það sé svona mikið í boði á litla Íslandi á stuttum tíma og ekkert nema gott að segja um það að Íslendingar hafi val,“ segir Erna. Þetta árið verður lögð áhersla á að gera útisvæðið flott og skapa meiri stemningu þar. Slíkt hefur vantað síðustu ár. Einnig eru VIP-miðar til sölu í fyrsta skipti þar sem aðgangur verður að svæði með útsýni yfir allan salinn beint á sviðið. „Annað sem má nefna er að hátíðin hefur fengið Stálsmiðjuna til umráða yfir hátíðina fyrir hliðarviðburð. Þar var árlegur viðburður frá 2009-2014 sem kallaðist Enter the Mayhemisphere, hliðarviðburður og listahátíð sem auðgaði Eistnaflug mjög mikið. Vonir standa til að geta skapað svipaða stemningu í Stál smiðjunni í sumar og áður hefur verið, með nýjum áherslum,“ segir hún. Hún bætir við að brosið sem kom þegar styrkurinn datt í hús sé ekkert að fara. „Við erum með sterkan hóp á bak við hátíðina og höldum áfram teinrétt með bros á vör og höldum einstaka tónlistarhátíð sem við elskum þar sem áhersla er lögð á vináttu, gleði og samhug og Birtist í Fréttablaðinu Eistnaflug Tónlist Tengdar fréttir Safnað upp í tuttugu milljóna króna gat eftir Eistnaflug 2017 Tuttugu milljóna króna mínus varð á þungarokkshátíðinni Eistnaflugi í Neskaupstað. Hátíðin fór á hliðina í sumar að sögn framkvæmdastjórans. 10. nóvember 2017 08:00 Reyna að koma í veg fyrir gjaldþrot hjá Eistnaflugi Tónlistarhátíðin hefur verið haldin árlega, aðra helgina í júlí, í Neskaupstað síðan sumarið 2005. 25. september 2017 07:00 Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
„Við erum nú skuldlaus nema við bankann sem er alveg rólegur svo já, það er hátíð. Við þurfum nú að selja miða til að borga hátíð þessa árs,“ segir Karl Óttar Pétursson, framkvæmdastjóri þungarokkshátíðarinnar Eistnaflugs. Á síðasta fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar var ákveðið að fella niður rúmlega milljón króna skuld hátíðarinnar við bæinn og fá starfsmenn Eistnaflugs afnot af Kirkjumel meðan á hátíðinni stendur. „Þetta er gríðarlegt fagnaðarefni fyrir hátíðina. Hann lánar okkur líka húsnæði,“ segir Erna Björk Baldursdóttir, kynningarstjóri hátíðarinnar. „Eftir fjárhagslega skipulagningu síðastliðið haust höfum við aldrei stefnt á neitt annað en að halda hátíðina og staðið við það allar götur síðan. Hátíðabransinn á Íslandi er erfiður og þetta er hark, vissulega er það léttir fyrir alla sem koma að máli að Fjarðabyggð hafi tekið þessa ákvörðun og með því létt róðurinn þetta árið og þökkum við þeim það,“ segir hún þakklát. Skipulagningu er nú lokið og framkvæmdin í fullum gangi. Síðasta hljómsveitin var tilkynnt í vikunni, færeyska hljómsveitin Týr slær á rokkstrengi en hún hefur ekki spilað hér á landi í áratug. Slæst hún í hóp annarra erlendra listamanna sem koma fram í sumar en ber þar helst að nefna Kreator, Anathema, Watain og Batushka og er þá heildarfjöldi listamanna orðinn 41. Bandarísku þungarokkshljómsveitirnar Slayer og Guns N’ Roses kíkja á Klakann í sumar en þrátt fyrir það er bjart yfir Eistnaflugsfólki. „Við búumst við svipuðum fjölda og í fyrra, eða um 1.500 manns. Miðasalan er í fullum gangi.“„Við treystum á góða sölu fram að hátíð og að Austfirðingar nær og fjær komi til okkar og upplifi alþjóðlega tónlistarhátíð í heimabyggð.“ „Það er ljóst að það er óvanalega mikið í boði í sumar sem hefur áhrif, Secret Solstice þar sem Slayer spilar, Guns N’ Roses, Billy Idol og ekki má gleyma HM. Það er algjörlega sturlað að það sé svona mikið í boði á litla Íslandi á stuttum tíma og ekkert nema gott að segja um það að Íslendingar hafi val,“ segir Erna. Þetta árið verður lögð áhersla á að gera útisvæðið flott og skapa meiri stemningu þar. Slíkt hefur vantað síðustu ár. Einnig eru VIP-miðar til sölu í fyrsta skipti þar sem aðgangur verður að svæði með útsýni yfir allan salinn beint á sviðið. „Annað sem má nefna er að hátíðin hefur fengið Stálsmiðjuna til umráða yfir hátíðina fyrir hliðarviðburð. Þar var árlegur viðburður frá 2009-2014 sem kallaðist Enter the Mayhemisphere, hliðarviðburður og listahátíð sem auðgaði Eistnaflug mjög mikið. Vonir standa til að geta skapað svipaða stemningu í Stál smiðjunni í sumar og áður hefur verið, með nýjum áherslum,“ segir hún. Hún bætir við að brosið sem kom þegar styrkurinn datt í hús sé ekkert að fara. „Við erum með sterkan hóp á bak við hátíðina og höldum áfram teinrétt með bros á vör og höldum einstaka tónlistarhátíð sem við elskum þar sem áhersla er lögð á vináttu, gleði og samhug og
Birtist í Fréttablaðinu Eistnaflug Tónlist Tengdar fréttir Safnað upp í tuttugu milljóna króna gat eftir Eistnaflug 2017 Tuttugu milljóna króna mínus varð á þungarokkshátíðinni Eistnaflugi í Neskaupstað. Hátíðin fór á hliðina í sumar að sögn framkvæmdastjórans. 10. nóvember 2017 08:00 Reyna að koma í veg fyrir gjaldþrot hjá Eistnaflugi Tónlistarhátíðin hefur verið haldin árlega, aðra helgina í júlí, í Neskaupstað síðan sumarið 2005. 25. september 2017 07:00 Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Safnað upp í tuttugu milljóna króna gat eftir Eistnaflug 2017 Tuttugu milljóna króna mínus varð á þungarokkshátíðinni Eistnaflugi í Neskaupstað. Hátíðin fór á hliðina í sumar að sögn framkvæmdastjórans. 10. nóvember 2017 08:00
Reyna að koma í veg fyrir gjaldþrot hjá Eistnaflugi Tónlistarhátíðin hefur verið haldin árlega, aðra helgina í júlí, í Neskaupstað síðan sumarið 2005. 25. september 2017 07:00