Konur mótmæltu misrétti á rauða dreglinum í Cannes Þórdís Valsdóttir skrifar 13. maí 2018 09:27 Rúmlega áttatíu konur tóku þátt í mótmælunum. Vísir/Getty Tugir leikkvenna og annarra kvenna í kvikmyndageiranum mótmæltu kynjamisrétti innan geirans á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær. Frægar leikkonur á borð við Cate Blanchett, Kristen Stewart og Salma Hayek tóku þátt í mótmælagöngunni sem fór fram á rauða dreglinum. Konurnar gengu hönd í hönd niður rauða dregilinn og Cate Blanchett talaði um kynjamisrétti í iðnaðinum. „Við erum 82 konur sem komum fram fyrir hönd fjölda kvenkyns leikstjóra sem hafa gengið upp þessar tröppur síðan á fyrstu Cannes kvikmyndahátíðinni árið 1946. Síðan þá hafa 1.688 karlkyns leikstjórar gengið upp þessar sömu tröppur,“ sagði Blanchett og bætti við að hin virtu verðlaun Gullpálminn hafi aðeins verið veittur einni konu, en 71 karlmanni. Þetta er fyrsta Cannes kvikmyndahátíðin sem haldin hefur verið síðan MeToo byltingin hófst og ásakanir á hendur Harvey Weinstein um kynferðislegt ofbeldi litu dagsins ljós. Fleiri en 80 konur hafa stigið fram og ásakað Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi. Ein af þeim nauðgunum sem Harvey Weinstein er sakaður um er sögð hafa átt sér stað á hátíðinni. Weinstein hefur neitað sök en þó viðurkennt að hafa hegðað sér á óviðeigandi hátt. Á hátíðinni er hægt að hringja í sérstakt neyðarnúmer til þess að tilkynna um kynferðislegt ofbeldi og rætt var við gesti hátíðarinnar um hegðun þeirra við komu á hátíðina. Kona fer í stríð var fagnað á Cannes hátíðinni um helgina.Nordisk Film & TV Fond Kona fer í stríð valin til sýningar Heiti kvikmyndarinnar Kona í stríð, sem valin var til að keppa á Critic's Week á hátíðinni, er viðeigandi við þessa umfjöllun. Stiklu úr myndinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Benedikt Erlingsson leikstýrði myndinni ásamt því að skrifa handritið með Ólafi Egilssyni. Halldóra Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverkið í spennutryllinum en í öðrum hlutverkum eru Jóhann Sigurðarson, Juan Camillo Roman Estrada og Jörundur Ragnarsson. Kvikmyndin Vargur, fyrsta kvikmynd Börks Sigþórssonar í fullri lengd verður sýnd á markaðssýningu á hátíðinni í ár. Þá hafa kvikmyndirnar Arctic og Bergmál hafa verið valdar til þátttöku. Bergmál sem Rúnar Rúnarsson leikstýrði var valin inn á á l´Atelier, sem er partur af aðalhluta Cannes kvikmyndahátíðarinnar. Er þetta í fyrsta skipti sem íslensk mynd tekur þátt í þessum hluta hátíðarinnar. Cannes MeToo Mál Harvey Weinstein Frakkland Tengdar fréttir Eiginkona Harvey Weinstein opnar sig í fyrsta skipti eftir skilnaðinn Georgina Chapman, fyrrverandi eiginkona Harvey Weinstein og annar stofnenda tískuhússins Marchesa, hefur tjáð sig í fyrsta skiptið eftir ásakanirnar á hendur fyrrum eiginmanni hennar komu fram í október síðastliðnum. Hún segist hafa verið grunlaus um hegðun Weinstein. 10. maí 2018 17:26 Kona fer í stríð valin til sýningar á Cannes Kvikmynd Benedikts Erlingssonar keppir á Critic's Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí. 16. apríl 2018 11:49 Lögfræðingur Weinstein telur að konurnar séu ekki að segja satt Segir að Weinstein sé einmanna og reiður. 11. maí 2018 14:45 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Fleiri fréttir Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjá meira
Tugir leikkvenna og annarra kvenna í kvikmyndageiranum mótmæltu kynjamisrétti innan geirans á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær. Frægar leikkonur á borð við Cate Blanchett, Kristen Stewart og Salma Hayek tóku þátt í mótmælagöngunni sem fór fram á rauða dreglinum. Konurnar gengu hönd í hönd niður rauða dregilinn og Cate Blanchett talaði um kynjamisrétti í iðnaðinum. „Við erum 82 konur sem komum fram fyrir hönd fjölda kvenkyns leikstjóra sem hafa gengið upp þessar tröppur síðan á fyrstu Cannes kvikmyndahátíðinni árið 1946. Síðan þá hafa 1.688 karlkyns leikstjórar gengið upp þessar sömu tröppur,“ sagði Blanchett og bætti við að hin virtu verðlaun Gullpálminn hafi aðeins verið veittur einni konu, en 71 karlmanni. Þetta er fyrsta Cannes kvikmyndahátíðin sem haldin hefur verið síðan MeToo byltingin hófst og ásakanir á hendur Harvey Weinstein um kynferðislegt ofbeldi litu dagsins ljós. Fleiri en 80 konur hafa stigið fram og ásakað Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi. Ein af þeim nauðgunum sem Harvey Weinstein er sakaður um er sögð hafa átt sér stað á hátíðinni. Weinstein hefur neitað sök en þó viðurkennt að hafa hegðað sér á óviðeigandi hátt. Á hátíðinni er hægt að hringja í sérstakt neyðarnúmer til þess að tilkynna um kynferðislegt ofbeldi og rætt var við gesti hátíðarinnar um hegðun þeirra við komu á hátíðina. Kona fer í stríð var fagnað á Cannes hátíðinni um helgina.Nordisk Film & TV Fond Kona fer í stríð valin til sýningar Heiti kvikmyndarinnar Kona í stríð, sem valin var til að keppa á Critic's Week á hátíðinni, er viðeigandi við þessa umfjöllun. Stiklu úr myndinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Benedikt Erlingsson leikstýrði myndinni ásamt því að skrifa handritið með Ólafi Egilssyni. Halldóra Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverkið í spennutryllinum en í öðrum hlutverkum eru Jóhann Sigurðarson, Juan Camillo Roman Estrada og Jörundur Ragnarsson. Kvikmyndin Vargur, fyrsta kvikmynd Börks Sigþórssonar í fullri lengd verður sýnd á markaðssýningu á hátíðinni í ár. Þá hafa kvikmyndirnar Arctic og Bergmál hafa verið valdar til þátttöku. Bergmál sem Rúnar Rúnarsson leikstýrði var valin inn á á l´Atelier, sem er partur af aðalhluta Cannes kvikmyndahátíðarinnar. Er þetta í fyrsta skipti sem íslensk mynd tekur þátt í þessum hluta hátíðarinnar.
Cannes MeToo Mál Harvey Weinstein Frakkland Tengdar fréttir Eiginkona Harvey Weinstein opnar sig í fyrsta skipti eftir skilnaðinn Georgina Chapman, fyrrverandi eiginkona Harvey Weinstein og annar stofnenda tískuhússins Marchesa, hefur tjáð sig í fyrsta skiptið eftir ásakanirnar á hendur fyrrum eiginmanni hennar komu fram í október síðastliðnum. Hún segist hafa verið grunlaus um hegðun Weinstein. 10. maí 2018 17:26 Kona fer í stríð valin til sýningar á Cannes Kvikmynd Benedikts Erlingssonar keppir á Critic's Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí. 16. apríl 2018 11:49 Lögfræðingur Weinstein telur að konurnar séu ekki að segja satt Segir að Weinstein sé einmanna og reiður. 11. maí 2018 14:45 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Fleiri fréttir Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjá meira
Eiginkona Harvey Weinstein opnar sig í fyrsta skipti eftir skilnaðinn Georgina Chapman, fyrrverandi eiginkona Harvey Weinstein og annar stofnenda tískuhússins Marchesa, hefur tjáð sig í fyrsta skiptið eftir ásakanirnar á hendur fyrrum eiginmanni hennar komu fram í október síðastliðnum. Hún segist hafa verið grunlaus um hegðun Weinstein. 10. maí 2018 17:26
Kona fer í stríð valin til sýningar á Cannes Kvikmynd Benedikts Erlingssonar keppir á Critic's Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí. 16. apríl 2018 11:49
Lögfræðingur Weinstein telur að konurnar séu ekki að segja satt Segir að Weinstein sé einmanna og reiður. 11. maí 2018 14:45