Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. maí 2018 07:53 Söngkonan Netta var fulltrúi Ísraels í Eurovision í ár. Hún var að vonum afar sátt með sigurinn. vísir/ap Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. Vísir fjallaði fyrst um listann í gærmorgun og voru þá um 4.500 manns búnir að skrifa undir listann. Nú, tæpum sólarhring síðar, hafa því nærri 12.000 undirskriftir bæst við. Árni St. Sigurðsson hóf undirskriftasöfnunina en henni er beint að RÚV sem sér um þátttöku Íslands í Eurovision. Á vefsíðunni þar sem undirskriftunum er safnað segir að „í ljósi mannréttindabrota Ísraelsríkis gagnvart palestínsku þjóðinni er ekki siðferðilega verjandi að taka þátt í glanskeppni eins og Eurovision í skugga þess ofbeldis sem Ísrael beitir nágranna sína. Ísraelsríki hefur á undanförnum mánuðum myrt tugi einstaklinga fyrir það eitt að mótmæla ástandinu.“Páll Óskar er einn þeirra sem hvetur til þess að Ísland sniðgangi Eurovision í Ísrael.vísir/anton brinkPáll Óskar og Daði Freyr vilja ekki að Ísland taki þátt Sigur Ísraels í Eurovision, og þar af leiðandi sú staðreynd að keppnin fari fram þar í landi að ári, hefur vakið hörð viðbrögð vegna ástandsins fyrir botni Miðjarðarhafs. Málefni Ísraels og Palestínu hafa verið í deiglunni undanfarna daga vegna mótmæla Palestínumanna í Gaza og á Vesturbakkanum en Ísraelsher hefur mætt mótmælendum af hörku. Hefur herinn drepið sextíu palestínska mótmælendur og sært að minnsta kosti 2.400 manns en framganga hefur verið fordæmd víða, meðal annars af Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, og embættismönnum hjá Sameinuðu þjóðunum. Á meðal þeirra sem hvöttu til þess í gær að Ísland sniðgangi Eurovision í Ísrael voru tónlistarmennirnir Daði Freyr og Páll Óskar. Daði Freyr tók þátt í forkeppni Eurovision hér heima í fyrra og Páll Óskar fór út fyrir Íslands hönds árið 1997. Sagði Páll Óskar á Facebook-síðu sinni í gær að hér væri „kjörið tækifæri til að mótmæla fjöldamorðum Ísraelhers á Palestínu og setja Ísreal mörk á alþjóðavísu.“ Hvatti hann RÚV til að nýta tækifærið og mótmæla með fjarveru Íslands í keppninni.Skarphéðinn Guðmundsson er dagskrárstjóri RÚV.vísir/stefánVega og meta aðstæður hverju sinni Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, sagði í sjónvarpsfréttum RÚV í gær að það væri eðlilegt að aðstæðurnar í Ísrael setji strik í reikninginn. Það væri ákveðið árlega hvort að Ísland tæki þátt í Eurovision eða ekki. Mikilvægt væri að taka mið af aðstæðum hverju sinni en ákvörðun um þátttöku Íslands þarf ekki að liggja fyrir fyrr en í haust. „Við gerum þetta reglulega, við vegum og metum aðstæður, við vegum og metum hvar keppnin er haldin og við hvaða skilyrði og hver kostnaðurinn er þannig að það að þessar aðstæður séu komnar upp núna í Ísrael það setur að sjálfsögðu eitthvað strik í reikninginn og er eitthvað sem við munum líta til þegar við erum komin á þann stað að taka ákvörðun um það hvort við verðum með eða ekki,“ sagði Skarphéðinn. Eurovision Tengdar fréttir „Sniðgöngum Eurovision 2019“ Þessu afneitunar-gleðipartíi tökum við ekki þátt í, segir Páll Óskar. 15. maí 2018 14:39 4500 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista gegn þátttöku Íslands í Eurovision Tæplega 4500 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem hvatt er til þess að Íslendingar afþakki þátttöku í Eurovision að ári en keppnin fer þá fram í Ísrael. 15. maí 2018 10:44 Daði hættur við Eurovision og hvetur RÚV til að sniðganga keppnina Nú hafa Daði Freyr og Gagnamagnið greint frá því að sveitin ætli sér ekki að taka þátt í Söngvakeppninni árið 2019, eins og fyrirhugað var. 15. maí 2018 13:30 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. Vísir fjallaði fyrst um listann í gærmorgun og voru þá um 4.500 manns búnir að skrifa undir listann. Nú, tæpum sólarhring síðar, hafa því nærri 12.000 undirskriftir bæst við. Árni St. Sigurðsson hóf undirskriftasöfnunina en henni er beint að RÚV sem sér um þátttöku Íslands í Eurovision. Á vefsíðunni þar sem undirskriftunum er safnað segir að „í ljósi mannréttindabrota Ísraelsríkis gagnvart palestínsku þjóðinni er ekki siðferðilega verjandi að taka þátt í glanskeppni eins og Eurovision í skugga þess ofbeldis sem Ísrael beitir nágranna sína. Ísraelsríki hefur á undanförnum mánuðum myrt tugi einstaklinga fyrir það eitt að mótmæla ástandinu.“Páll Óskar er einn þeirra sem hvetur til þess að Ísland sniðgangi Eurovision í Ísrael.vísir/anton brinkPáll Óskar og Daði Freyr vilja ekki að Ísland taki þátt Sigur Ísraels í Eurovision, og þar af leiðandi sú staðreynd að keppnin fari fram þar í landi að ári, hefur vakið hörð viðbrögð vegna ástandsins fyrir botni Miðjarðarhafs. Málefni Ísraels og Palestínu hafa verið í deiglunni undanfarna daga vegna mótmæla Palestínumanna í Gaza og á Vesturbakkanum en Ísraelsher hefur mætt mótmælendum af hörku. Hefur herinn drepið sextíu palestínska mótmælendur og sært að minnsta kosti 2.400 manns en framganga hefur verið fordæmd víða, meðal annars af Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, og embættismönnum hjá Sameinuðu þjóðunum. Á meðal þeirra sem hvöttu til þess í gær að Ísland sniðgangi Eurovision í Ísrael voru tónlistarmennirnir Daði Freyr og Páll Óskar. Daði Freyr tók þátt í forkeppni Eurovision hér heima í fyrra og Páll Óskar fór út fyrir Íslands hönds árið 1997. Sagði Páll Óskar á Facebook-síðu sinni í gær að hér væri „kjörið tækifæri til að mótmæla fjöldamorðum Ísraelhers á Palestínu og setja Ísreal mörk á alþjóðavísu.“ Hvatti hann RÚV til að nýta tækifærið og mótmæla með fjarveru Íslands í keppninni.Skarphéðinn Guðmundsson er dagskrárstjóri RÚV.vísir/stefánVega og meta aðstæður hverju sinni Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, sagði í sjónvarpsfréttum RÚV í gær að það væri eðlilegt að aðstæðurnar í Ísrael setji strik í reikninginn. Það væri ákveðið árlega hvort að Ísland tæki þátt í Eurovision eða ekki. Mikilvægt væri að taka mið af aðstæðum hverju sinni en ákvörðun um þátttöku Íslands þarf ekki að liggja fyrir fyrr en í haust. „Við gerum þetta reglulega, við vegum og metum aðstæður, við vegum og metum hvar keppnin er haldin og við hvaða skilyrði og hver kostnaðurinn er þannig að það að þessar aðstæður séu komnar upp núna í Ísrael það setur að sjálfsögðu eitthvað strik í reikninginn og er eitthvað sem við munum líta til þegar við erum komin á þann stað að taka ákvörðun um það hvort við verðum með eða ekki,“ sagði Skarphéðinn.
Eurovision Tengdar fréttir „Sniðgöngum Eurovision 2019“ Þessu afneitunar-gleðipartíi tökum við ekki þátt í, segir Páll Óskar. 15. maí 2018 14:39 4500 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista gegn þátttöku Íslands í Eurovision Tæplega 4500 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem hvatt er til þess að Íslendingar afþakki þátttöku í Eurovision að ári en keppnin fer þá fram í Ísrael. 15. maí 2018 10:44 Daði hættur við Eurovision og hvetur RÚV til að sniðganga keppnina Nú hafa Daði Freyr og Gagnamagnið greint frá því að sveitin ætli sér ekki að taka þátt í Söngvakeppninni árið 2019, eins og fyrirhugað var. 15. maí 2018 13:30 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
„Sniðgöngum Eurovision 2019“ Þessu afneitunar-gleðipartíi tökum við ekki þátt í, segir Páll Óskar. 15. maí 2018 14:39
4500 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista gegn þátttöku Íslands í Eurovision Tæplega 4500 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem hvatt er til þess að Íslendingar afþakki þátttöku í Eurovision að ári en keppnin fer þá fram í Ísrael. 15. maí 2018 10:44
Daði hættur við Eurovision og hvetur RÚV til að sniðganga keppnina Nú hafa Daði Freyr og Gagnamagnið greint frá því að sveitin ætli sér ekki að taka þátt í Söngvakeppninni árið 2019, eins og fyrirhugað var. 15. maí 2018 13:30
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?