Agnar Smári sneri blaðinu við: Ég var 105 kíló og floppaði í atvinnumennskunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. maí 2018 21:47 ÍBV er komið í 2-1 forystu gegn FH í rimmu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn en Agnar Smári átti góðan leik í kvöld og var tekinn í viðtal í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport. Hann ræddi meðal annars um leikinn og alvarleg meiðsli Gísla Þorgeirs Kristjánssonar sem fékk þungt höfuðhögg í fyrri hálfleik. Gísli spilaði ekki meira eftir það. „Ég óska honum alls hins besta og ég vona að hann spila næsta leik. Það er gaman að spila á móti honum og það er gaman fyrir einvígið að hafa hann með,“ sagði Agnar Smári. Það hefur gengið á ýmsu hjá Agnari Smára sem sást bæði kasta upp og gráta á hliðarlínunni í fyrsta leiknum í einvíginu.Sjá einnig: Tilfinningarnar báru Agnar ofurliði í leikslok „Mér líður frábærlega í dag,“ sagði hann. „Eftir leikinn í Kaplakrika hringdi ég í pabba og bað um að tala við hann. Hann hefur verið mikið í Dale Carnegie og hefur hjálpað mér mikið,“ sagði Agnar Smári en pabbi hans yfirheyrði strákinn um hreinlæti, matarræði og svefn. „Það var ekki hreint heima hjá mér og ég hefði getað gert betur í hinu. Ég tók mér síðustu tvo daga í að gera allt spikk og span heima - skvísur mega koma í heimsókn,“ sagði hann í léttum dúr.Sjá einnig: Arnar: Erum búnir að halda því leyndu en hann er að fara „Þá fer hausinn í gang og þetta fer þá allt að koma. Ég vissi að þetta væri einn af mínum síðustu leikjum í Vestmannaeyjum og ég ætlaði að njóta hans.“ Agnar Smári sagði einnig frá því að hann hafi tekið sig í gegn eftir síðasta tímabil, þegar hann vaknaði heima hjá sér - þunnur eftir fyllerí. „Þetta gerist í júní. Ég hugsaði með mér að við unnum ekki neitt, hvað er ég að gera hérna? Ég er 105 kíló og þunnur. Ég floppaði í atvinnumennskunni, kom heim og gekk ekkert sérstaklega vel. Ég pantaði mér ferð til Tælands og var í mánuð,“ sagði hann. „Ég ákvað að hætta að drekka, eða alla vega taka mér pásu,“ sagði Agnar Smári sem æfði þrisvar á dag í miklum hita með einkaþjálfara. Hann sleppti allri drykkju og missti tíu kíló. „Ég kom heim og upplifði skemmtilegustu þjóðhátíð mína hingað til, edrú.“ Sjáðu viðtalið allt hér fyrir neðan, þar sem Agnar Smári svarar til dæmis spurningu um Mighty Ducks 2 kvikmyndina og líkindi ÍBV-liðsins við íslenska íshokkíliðiði í þeirri ágætu kvikmynd. Olís-deild karla Tengdar fréttir Arnar: Erum búnir að halda því leyndu en hann er að fara Arnar Pétursson var sáttur eftir sigurinn á FH en sagði að Agnar Smári Jónsson væri á leið burt eftir tímabilið. 12. maí 2018 21:03 Tilfinningarnar báru Agnar ofurliði í leikslok | Myndband Leikur ÍBV og FH í úrslitaeinvígi Olís deildar karla á laugardaginn var ansi tilfinningaþrunginn fyrir Agnar Smára Jónsson, leikmann ÍBV. 15. maí 2018 16:00 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 29-22 │ÍBV einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum ÍBV er komið 2-1 yfir í úrslitaeinvíginu en þrjá sigra þarf til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn. 17. maí 2018 21:00 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
ÍBV er komið í 2-1 forystu gegn FH í rimmu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn en Agnar Smári átti góðan leik í kvöld og var tekinn í viðtal í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport. Hann ræddi meðal annars um leikinn og alvarleg meiðsli Gísla Þorgeirs Kristjánssonar sem fékk þungt höfuðhögg í fyrri hálfleik. Gísli spilaði ekki meira eftir það. „Ég óska honum alls hins besta og ég vona að hann spila næsta leik. Það er gaman að spila á móti honum og það er gaman fyrir einvígið að hafa hann með,“ sagði Agnar Smári. Það hefur gengið á ýmsu hjá Agnari Smára sem sást bæði kasta upp og gráta á hliðarlínunni í fyrsta leiknum í einvíginu.Sjá einnig: Tilfinningarnar báru Agnar ofurliði í leikslok „Mér líður frábærlega í dag,“ sagði hann. „Eftir leikinn í Kaplakrika hringdi ég í pabba og bað um að tala við hann. Hann hefur verið mikið í Dale Carnegie og hefur hjálpað mér mikið,“ sagði Agnar Smári en pabbi hans yfirheyrði strákinn um hreinlæti, matarræði og svefn. „Það var ekki hreint heima hjá mér og ég hefði getað gert betur í hinu. Ég tók mér síðustu tvo daga í að gera allt spikk og span heima - skvísur mega koma í heimsókn,“ sagði hann í léttum dúr.Sjá einnig: Arnar: Erum búnir að halda því leyndu en hann er að fara „Þá fer hausinn í gang og þetta fer þá allt að koma. Ég vissi að þetta væri einn af mínum síðustu leikjum í Vestmannaeyjum og ég ætlaði að njóta hans.“ Agnar Smári sagði einnig frá því að hann hafi tekið sig í gegn eftir síðasta tímabil, þegar hann vaknaði heima hjá sér - þunnur eftir fyllerí. „Þetta gerist í júní. Ég hugsaði með mér að við unnum ekki neitt, hvað er ég að gera hérna? Ég er 105 kíló og þunnur. Ég floppaði í atvinnumennskunni, kom heim og gekk ekkert sérstaklega vel. Ég pantaði mér ferð til Tælands og var í mánuð,“ sagði hann. „Ég ákvað að hætta að drekka, eða alla vega taka mér pásu,“ sagði Agnar Smári sem æfði þrisvar á dag í miklum hita með einkaþjálfara. Hann sleppti allri drykkju og missti tíu kíló. „Ég kom heim og upplifði skemmtilegustu þjóðhátíð mína hingað til, edrú.“ Sjáðu viðtalið allt hér fyrir neðan, þar sem Agnar Smári svarar til dæmis spurningu um Mighty Ducks 2 kvikmyndina og líkindi ÍBV-liðsins við íslenska íshokkíliðiði í þeirri ágætu kvikmynd.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Arnar: Erum búnir að halda því leyndu en hann er að fara Arnar Pétursson var sáttur eftir sigurinn á FH en sagði að Agnar Smári Jónsson væri á leið burt eftir tímabilið. 12. maí 2018 21:03 Tilfinningarnar báru Agnar ofurliði í leikslok | Myndband Leikur ÍBV og FH í úrslitaeinvígi Olís deildar karla á laugardaginn var ansi tilfinningaþrunginn fyrir Agnar Smára Jónsson, leikmann ÍBV. 15. maí 2018 16:00 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 29-22 │ÍBV einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum ÍBV er komið 2-1 yfir í úrslitaeinvíginu en þrjá sigra þarf til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn. 17. maí 2018 21:00 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
Arnar: Erum búnir að halda því leyndu en hann er að fara Arnar Pétursson var sáttur eftir sigurinn á FH en sagði að Agnar Smári Jónsson væri á leið burt eftir tímabilið. 12. maí 2018 21:03
Tilfinningarnar báru Agnar ofurliði í leikslok | Myndband Leikur ÍBV og FH í úrslitaeinvígi Olís deildar karla á laugardaginn var ansi tilfinningaþrunginn fyrir Agnar Smára Jónsson, leikmann ÍBV. 15. maí 2018 16:00
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 29-22 │ÍBV einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum ÍBV er komið 2-1 yfir í úrslitaeinvíginu en þrjá sigra þarf til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn. 17. maí 2018 21:00