Halldór Jóhann: Vonandi er þetta ekki heilahristingur Gabríel Sighvatsson skrifar 17. maí 2018 21:45 Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH. vísir/skjáskot Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, var svekktur með úrslitin og leik sinna manna í kvöld, en liðið tapaði fyrir ÍBV, 29-22. ÍBV komst þar með 2-1 yfir í einvíginu og getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á laugardaginn. „Í fyrsta lagi vorum við bara ekki nógu góðir, það er ástæðan fyrir að við töpum með 7 mörkum, leikurinn fjaraði svolítið út í lokin eins og gengur og gerist, en mér fannst að þegar við vorum að ná að skora, þá var engin markvarsla.“ „Við skiptum Birki (Fannari Bragasyni, markmanni FH) af velli í hálfleik, því hann var að drepast í hnénu en neyddumst til að skipta honum aftur inn á, því Gústi (Ágúst Elí Björgvinsson) klukkaði ekki bolta. Hann kemur inn með smá kraft en við erum að gera of mikið af feilum og þetta var bara ekki okkar dagur í dag, það verður að segjast eins og er.“ FH lenti undir snemma leiks og þeir náðu aldrei að koma almennilega til baka eftir það. „Það er alltaf aftur snúið, þetta er ekki þannig en það hafa verið miklar sveiflur í þessu einvígi milli atvika og milli hluta af leiknum. Fyrst og fremst vorum við aldrei líklegir til að ná einhverju meiru út úr þessu, við vorum alltaf að elta, við förum í þrjú mörk, förum aftur upp í 5 mörk og hefðum þurft að koma þessu niður í eitt, tvö mörk og setja aðeins meiri pressu á þá og þá hefði kannski komið aðeins meira líf í okkar.“ „Ég er mjög svekktur með hvernig við byrjuðum leikinn og hvernig við bregðumst við því. Það er ótrúlegt að við vorum bara að tapa með 3 mörkum í hálfleik miðað við hvað við vorum slakir.“ Halldór var aðeins búinn að róa sig eftir leik og fór öðrum orðum um brot Andra Heimis á Gísla Þorgeiri. „Ég held að það sé bara slys, ég trúi engum leikmönnum það að ætla að slasa neinn og ég held að þetta hafi bara verið slys en afleiðing brots er svakaleg þarna og í ljósi þess að þeir gefa refsingu, þá hefði ég auðvitað viljað sjá rautt spjald en ég held að þeir hafi bara ekki séð þetta nógu vel til þess að geta gert það. Það er auðvitað slæmt en fyrst og fremst er þetta bara slys og við og aðallega Gísli betum skaða af því sem er hrikalegt og við tókum enga sénsa með að spila honum aftur.“ Hann sagðist vera sammála Arnari Péturssyni, þjálfara ÍBV að þetta hefði verið slys. „Ég var alveg sammála því. Ég held að þetta sé ekki rétt að ætla að fá mig í eitthvað orðastríð með Arnar um það, ég sagði við hann að þetta væri stríð en það hefði hinsvegar alltaf átt að refsa þessu með rauðu spjaldi, það er annað mál. Menn voru að spila handbolta og slysin geta auðvitað orðið en þegar er verið að taka upp afleiðingu brots og við erum með mikla höfuðáverka en dómararnir sáu þetta ekki og við treystum þeim bara fyrir því líka en þarna fór stórt atriði framhjá þeim og auðvitað slæmt fyrir okkur að missa Gísla.“ Gísli slasaðist við þetta. „Hann er náttúrulega með höfuðáverka, við þurfum að skoða hvernig það er og vonandi er þetta ekki heilahristingur og við getum teflt honum fram á laugardaginn, það er staða sem verður tekin á morgun.“ „Auðvitað er virkilega stórt að missa hann fyrir fjórða leikinn og svo erum við líka með Ása (Ásbjörn Friðriksson) meiddan. Þetta eru þeir sem hafa verið með mjög margar mínútur fyrir okkur í vetur og það er mjög slæmt að missa þá á þessum lokametrum á mótinu.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 29-22 │ÍBV einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum ÍBV er komið 2-1 yfir í úrslitaeinvíginu en þrjá sigra þarf til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn. 17. maí 2018 21:00 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Stóri Sam segist iðrast gjörða sinna Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - ÍBV 3-2 | Gary Martin tók Gullskóinn Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, var svekktur með úrslitin og leik sinna manna í kvöld, en liðið tapaði fyrir ÍBV, 29-22. ÍBV komst þar með 2-1 yfir í einvíginu og getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á laugardaginn. „Í fyrsta lagi vorum við bara ekki nógu góðir, það er ástæðan fyrir að við töpum með 7 mörkum, leikurinn fjaraði svolítið út í lokin eins og gengur og gerist, en mér fannst að þegar við vorum að ná að skora, þá var engin markvarsla.“ „Við skiptum Birki (Fannari Bragasyni, markmanni FH) af velli í hálfleik, því hann var að drepast í hnénu en neyddumst til að skipta honum aftur inn á, því Gústi (Ágúst Elí Björgvinsson) klukkaði ekki bolta. Hann kemur inn með smá kraft en við erum að gera of mikið af feilum og þetta var bara ekki okkar dagur í dag, það verður að segjast eins og er.“ FH lenti undir snemma leiks og þeir náðu aldrei að koma almennilega til baka eftir það. „Það er alltaf aftur snúið, þetta er ekki þannig en það hafa verið miklar sveiflur í þessu einvígi milli atvika og milli hluta af leiknum. Fyrst og fremst vorum við aldrei líklegir til að ná einhverju meiru út úr þessu, við vorum alltaf að elta, við förum í þrjú mörk, förum aftur upp í 5 mörk og hefðum þurft að koma þessu niður í eitt, tvö mörk og setja aðeins meiri pressu á þá og þá hefði kannski komið aðeins meira líf í okkar.“ „Ég er mjög svekktur með hvernig við byrjuðum leikinn og hvernig við bregðumst við því. Það er ótrúlegt að við vorum bara að tapa með 3 mörkum í hálfleik miðað við hvað við vorum slakir.“ Halldór var aðeins búinn að róa sig eftir leik og fór öðrum orðum um brot Andra Heimis á Gísla Þorgeiri. „Ég held að það sé bara slys, ég trúi engum leikmönnum það að ætla að slasa neinn og ég held að þetta hafi bara verið slys en afleiðing brots er svakaleg þarna og í ljósi þess að þeir gefa refsingu, þá hefði ég auðvitað viljað sjá rautt spjald en ég held að þeir hafi bara ekki séð þetta nógu vel til þess að geta gert það. Það er auðvitað slæmt en fyrst og fremst er þetta bara slys og við og aðallega Gísli betum skaða af því sem er hrikalegt og við tókum enga sénsa með að spila honum aftur.“ Hann sagðist vera sammála Arnari Péturssyni, þjálfara ÍBV að þetta hefði verið slys. „Ég var alveg sammála því. Ég held að þetta sé ekki rétt að ætla að fá mig í eitthvað orðastríð með Arnar um það, ég sagði við hann að þetta væri stríð en það hefði hinsvegar alltaf átt að refsa þessu með rauðu spjaldi, það er annað mál. Menn voru að spila handbolta og slysin geta auðvitað orðið en þegar er verið að taka upp afleiðingu brots og við erum með mikla höfuðáverka en dómararnir sáu þetta ekki og við treystum þeim bara fyrir því líka en þarna fór stórt atriði framhjá þeim og auðvitað slæmt fyrir okkur að missa Gísla.“ Gísli slasaðist við þetta. „Hann er náttúrulega með höfuðáverka, við þurfum að skoða hvernig það er og vonandi er þetta ekki heilahristingur og við getum teflt honum fram á laugardaginn, það er staða sem verður tekin á morgun.“ „Auðvitað er virkilega stórt að missa hann fyrir fjórða leikinn og svo erum við líka með Ása (Ásbjörn Friðriksson) meiddan. Þetta eru þeir sem hafa verið með mjög margar mínútur fyrir okkur í vetur og það er mjög slæmt að missa þá á þessum lokametrum á mótinu.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 29-22 │ÍBV einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum ÍBV er komið 2-1 yfir í úrslitaeinvíginu en þrjá sigra þarf til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn. 17. maí 2018 21:00 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Stóri Sam segist iðrast gjörða sinna Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - ÍBV 3-2 | Gary Martin tók Gullskóinn Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 29-22 │ÍBV einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum ÍBV er komið 2-1 yfir í úrslitaeinvíginu en þrjá sigra þarf til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn. 17. maí 2018 21:00
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn