Haukar meistarar eftir níu ára langa bið Hjörvar Ólafsson skrifar 1. maí 2018 08:00 Haukar fögnuðu vel og innilega í gær. Körfubolti Haukar eru Íslandsmeistarar í körfubolta kvenna eftir 74-70 sigur liðsins gegn Val í oddaleik í úrslitum Domino’s-deildarinnar í Schenker-höllinni í gærkvöldi. Þetta er í fjórða skipti sem Haukar verða Íslandsmeistarar í körfubolta kvenna, en liðið varð síðast Íslandsmeistari árið 2009. Allir leikmenn Hauka fyrir utan Helenu, sem varð Íslandsmeistari með Haukum árin 2006 og 2007, voru að verða Íslandsmeistarar í fyrsta skipti í meistaraflokki. Haukar eru þar af leiðandi handhafar tveggja af þremur stóru titlunum sem í boði eru í körfubolta kvenna, en liðið varð einnig deildarmeistari á yfirstandandi leiktíð. Mikil breyting varð á gengi Hauka á milli ára, en liðið var í fallbaráttu á síðustu leiktíð. Haukar léku án Helenu á síðasta keppnistímabili, en hún eignaðist barn í fyrravor. Leikmenn Hauka fengu dýrmæta reynslu þegar þeir fengu aukna ábyrgð á sínar herðar í fjarveru Helenu. Mikil liðsheild einkennir lið Hauka þar sem Helena fer fyrir sínu liði. Jafnt var á öllum tölum í leik liðanna í gær allt fram í upphaf þriðja leikhluta, en þá skoruðu Haukar 14 stig í röð og komust 12 stigum yfir. Valskonur voru hins vegar ekki af baki dottnar og komu sér aftur inn í leikinn með góðum kafla undir lok þriðja leikhluta. Haukar fengu fínt framlag frá mörgum leikmönnum. Sigrún Björg Ólafsdóttir skoraði til að mynda þrjár þriggja stiga körfur með stuttu millibili í upphafi þriðja leikhluta. Þá sneri Dýrfinna Arnardóttir til baka eftir að hafa verið fjarri góðu gamni vegna höfuðmeiðsla í rúma tvo mánuði. Dýrfinna kom inn með miklum krafti bæði í vörn og sókn. Haukar höfðu þriggja stiga forskot fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Haukar með Helenu í broddi fylkingar voru sterkari aðilinn á lokakaflanum og fóru að lokum með fjögurra stiga sigur af hólmi. Helena var að leik loknum valin verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar. „Það er yndisleg tilfinning að verða Íslandsmeistari eftir ansi langa bið. Það er svo langt síðan ég varð Íslandsmeistari síðast að ég var búin að gleyma því hvernig tilfinningin er. Það er hins vegar öðruvísi núna að ég er elst í liðinu og er búin að þjálfa flesta leikmenn liðsins. Ég er ofboðslega stolt af liðinu og mér finnst félagið eiga þetta skilið eftir mikla vinnu sem lögð hefur verið í liðið,“ sagði Helena sem var stigahæsti leikmaður Hauka með 21 stig í leiknum í gær. Til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn var Helena í þeim sérstöku sporum að þurfa að leggja systur sína, Guðbjörgu, að velli. Helena viðurkenndi að það væri súrsæt tilfinning að þurfa að ryðja systur sinni úr vegi til þess að ná markmiði sínu. „Það er vissulega blendnar tilfinningar sem bærast með mér þegar ég sé að Guðbjörg þarf að sætta sig við að tapa. Við erum bestu vinkonur og viljum hvor annarri allt hið besta. Þrátt fyrir að hafa tapað finnst mér Guðbjörg hafa spilað einkar vel síðustu vikur sem og Valsliðið allt. Mig langar að hrósa Guðbjörgu og liðsfélögum hennar fyrir glæsilega spilamennsku í einvíginu,“ sagði Helena um systraslaginn. Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Sjá meira
Körfubolti Haukar eru Íslandsmeistarar í körfubolta kvenna eftir 74-70 sigur liðsins gegn Val í oddaleik í úrslitum Domino’s-deildarinnar í Schenker-höllinni í gærkvöldi. Þetta er í fjórða skipti sem Haukar verða Íslandsmeistarar í körfubolta kvenna, en liðið varð síðast Íslandsmeistari árið 2009. Allir leikmenn Hauka fyrir utan Helenu, sem varð Íslandsmeistari með Haukum árin 2006 og 2007, voru að verða Íslandsmeistarar í fyrsta skipti í meistaraflokki. Haukar eru þar af leiðandi handhafar tveggja af þremur stóru titlunum sem í boði eru í körfubolta kvenna, en liðið varð einnig deildarmeistari á yfirstandandi leiktíð. Mikil breyting varð á gengi Hauka á milli ára, en liðið var í fallbaráttu á síðustu leiktíð. Haukar léku án Helenu á síðasta keppnistímabili, en hún eignaðist barn í fyrravor. Leikmenn Hauka fengu dýrmæta reynslu þegar þeir fengu aukna ábyrgð á sínar herðar í fjarveru Helenu. Mikil liðsheild einkennir lið Hauka þar sem Helena fer fyrir sínu liði. Jafnt var á öllum tölum í leik liðanna í gær allt fram í upphaf þriðja leikhluta, en þá skoruðu Haukar 14 stig í röð og komust 12 stigum yfir. Valskonur voru hins vegar ekki af baki dottnar og komu sér aftur inn í leikinn með góðum kafla undir lok þriðja leikhluta. Haukar fengu fínt framlag frá mörgum leikmönnum. Sigrún Björg Ólafsdóttir skoraði til að mynda þrjár þriggja stiga körfur með stuttu millibili í upphafi þriðja leikhluta. Þá sneri Dýrfinna Arnardóttir til baka eftir að hafa verið fjarri góðu gamni vegna höfuðmeiðsla í rúma tvo mánuði. Dýrfinna kom inn með miklum krafti bæði í vörn og sókn. Haukar höfðu þriggja stiga forskot fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Haukar með Helenu í broddi fylkingar voru sterkari aðilinn á lokakaflanum og fóru að lokum með fjögurra stiga sigur af hólmi. Helena var að leik loknum valin verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar. „Það er yndisleg tilfinning að verða Íslandsmeistari eftir ansi langa bið. Það er svo langt síðan ég varð Íslandsmeistari síðast að ég var búin að gleyma því hvernig tilfinningin er. Það er hins vegar öðruvísi núna að ég er elst í liðinu og er búin að þjálfa flesta leikmenn liðsins. Ég er ofboðslega stolt af liðinu og mér finnst félagið eiga þetta skilið eftir mikla vinnu sem lögð hefur verið í liðið,“ sagði Helena sem var stigahæsti leikmaður Hauka með 21 stig í leiknum í gær. Til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn var Helena í þeim sérstöku sporum að þurfa að leggja systur sína, Guðbjörgu, að velli. Helena viðurkenndi að það væri súrsæt tilfinning að þurfa að ryðja systur sinni úr vegi til þess að ná markmiði sínu. „Það er vissulega blendnar tilfinningar sem bærast með mér þegar ég sé að Guðbjörg þarf að sætta sig við að tapa. Við erum bestu vinkonur og viljum hvor annarri allt hið besta. Þrátt fyrir að hafa tapað finnst mér Guðbjörg hafa spilað einkar vel síðustu vikur sem og Valsliðið allt. Mig langar að hrósa Guðbjörgu og liðsfélögum hennar fyrir glæsilega spilamennsku í einvíginu,“ sagði Helena um systraslaginn.
Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins