Kári Kristján tók „Eina“ á Gaupa í viðtali eftir sigurinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. maí 2018 13:30 Kári Kristján Kristjánsson, línumaður ÍBV, var góður í endurkomusigrinum, 25-22, á móti Haukum í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í gærkvöldi. Eyjamenn eru komnir í 2-0 í einvíginu og geta sópað Haukum í sumarfrí á laugardaginn en útlitið var ekki gott í hálfleik þar sem að Haukarnir voru 15-9 yfir. „Þetta var göngubolti hjá okkur í fyrri hálfleik. Ég náði að stíga þá út vel fyrsta korterið en svo loka þeir á mig og Bjöggi er að verja vel. Þeir voru sex mörkum yfir í hálfleik þar sem að við vorum frekar hægir og pínu þreyttir eftir þetta Evrópufjör,“ sagði Kári í viðtali við Guðjón Guðmundsson eftir leikinn.Skemmti mér vel í kvöld. Gaman að vinna með góðu fólki. Frábær umgjörð hjá Haukum. Það er í raun forréttindi fyrir mig að lýsa þessari íþrótt. Handboltinn Olís deildin hefur náð nýjum hæðum hér heima. Eina. — Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) May 3, 2018 Gaupi á líklega frægasta Twitter-frasa Íslands eða frægasta orðið. Hann endar öll tíst sín á orðinu „Eina“ sem margir hafa spurt sig hvað þýðir. Kári Kristján er húmoristi mikill og nýtti tækifærið til að nota þetta orð í viðtalinu. „Við vorum frábærir í seinni hálfleik. Andri Heimir var frábær. Dagur kemur inn á og stjórnar sóknarleiknum síðasta korterið. Hann var frábær. Aron Rafn var frábær. Eina,“ sagði Kári en kom Gaupa ekki úr jafnvægi. Línumaður öflugi hlakkar mikið til laugardagsins en Eyjaliðið er líklegt til að vinna þrennuna þar sem að það er einnig deildarmeistari og bikarmeistari. „Þetta er búið að vera ógeðslega gaman. Ég verð að viðurkenna að það er drullulangt síðan að mér fannst þetta svona ógeðslega gaman. Það verður pakkfullt í Vestmannaeyjum klukkan fimm á laugardaginn,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson. Viðtalið má sjá hér að ofan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Aron og Hákon Daði kepptu í þrautabraut á bensínstöð | Myndband Aron Rafn Eðvarðsson og Hákon Daði Styrmisson mættust í skemmtilegri þrautabraut á Olís í Norðlingaholti. 3. maí 2018 13:30 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 22-25 │Frábær viðsnúningur ÍBV á Ásvöllum ÍBV er komið í 2-0 gegn Haukum í undanúrslitum Olís-deildar karla. Næsti leikur fer fram í Eyjum á laugardag og þar geta Eyjamenn sópað Haukum í sumarfrí. 3. maí 2018 21:45 Arnar: Hann líður fyrir að vera sonur minn í þessu liði Arnar Pétursson var gífurlega stoltur af strákunum sínum og hrósaði sérstaklega syni sínum sem kom með ákveðinn kraft inn í leik liðsins undir lokin. 3. maí 2018 22:01 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Stóri Sam segist iðrast gjörða sinna Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - ÍBV 3-2 | Gary Martin tók Gullskóinn Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Kári Kristján Kristjánsson, línumaður ÍBV, var góður í endurkomusigrinum, 25-22, á móti Haukum í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í gærkvöldi. Eyjamenn eru komnir í 2-0 í einvíginu og geta sópað Haukum í sumarfrí á laugardaginn en útlitið var ekki gott í hálfleik þar sem að Haukarnir voru 15-9 yfir. „Þetta var göngubolti hjá okkur í fyrri hálfleik. Ég náði að stíga þá út vel fyrsta korterið en svo loka þeir á mig og Bjöggi er að verja vel. Þeir voru sex mörkum yfir í hálfleik þar sem að við vorum frekar hægir og pínu þreyttir eftir þetta Evrópufjör,“ sagði Kári í viðtali við Guðjón Guðmundsson eftir leikinn.Skemmti mér vel í kvöld. Gaman að vinna með góðu fólki. Frábær umgjörð hjá Haukum. Það er í raun forréttindi fyrir mig að lýsa þessari íþrótt. Handboltinn Olís deildin hefur náð nýjum hæðum hér heima. Eina. — Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) May 3, 2018 Gaupi á líklega frægasta Twitter-frasa Íslands eða frægasta orðið. Hann endar öll tíst sín á orðinu „Eina“ sem margir hafa spurt sig hvað þýðir. Kári Kristján er húmoristi mikill og nýtti tækifærið til að nota þetta orð í viðtalinu. „Við vorum frábærir í seinni hálfleik. Andri Heimir var frábær. Dagur kemur inn á og stjórnar sóknarleiknum síðasta korterið. Hann var frábær. Aron Rafn var frábær. Eina,“ sagði Kári en kom Gaupa ekki úr jafnvægi. Línumaður öflugi hlakkar mikið til laugardagsins en Eyjaliðið er líklegt til að vinna þrennuna þar sem að það er einnig deildarmeistari og bikarmeistari. „Þetta er búið að vera ógeðslega gaman. Ég verð að viðurkenna að það er drullulangt síðan að mér fannst þetta svona ógeðslega gaman. Það verður pakkfullt í Vestmannaeyjum klukkan fimm á laugardaginn,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson. Viðtalið má sjá hér að ofan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Aron og Hákon Daði kepptu í þrautabraut á bensínstöð | Myndband Aron Rafn Eðvarðsson og Hákon Daði Styrmisson mættust í skemmtilegri þrautabraut á Olís í Norðlingaholti. 3. maí 2018 13:30 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 22-25 │Frábær viðsnúningur ÍBV á Ásvöllum ÍBV er komið í 2-0 gegn Haukum í undanúrslitum Olís-deildar karla. Næsti leikur fer fram í Eyjum á laugardag og þar geta Eyjamenn sópað Haukum í sumarfrí. 3. maí 2018 21:45 Arnar: Hann líður fyrir að vera sonur minn í þessu liði Arnar Pétursson var gífurlega stoltur af strákunum sínum og hrósaði sérstaklega syni sínum sem kom með ákveðinn kraft inn í leik liðsins undir lokin. 3. maí 2018 22:01 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Stóri Sam segist iðrast gjörða sinna Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - ÍBV 3-2 | Gary Martin tók Gullskóinn Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Aron og Hákon Daði kepptu í þrautabraut á bensínstöð | Myndband Aron Rafn Eðvarðsson og Hákon Daði Styrmisson mættust í skemmtilegri þrautabraut á Olís í Norðlingaholti. 3. maí 2018 13:30
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 22-25 │Frábær viðsnúningur ÍBV á Ásvöllum ÍBV er komið í 2-0 gegn Haukum í undanúrslitum Olís-deildar karla. Næsti leikur fer fram í Eyjum á laugardag og þar geta Eyjamenn sópað Haukum í sumarfrí. 3. maí 2018 21:45
Arnar: Hann líður fyrir að vera sonur minn í þessu liði Arnar Pétursson var gífurlega stoltur af strákunum sínum og hrósaði sérstaklega syni sínum sem kom með ákveðinn kraft inn í leik liðsins undir lokin. 3. maí 2018 22:01
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn