Sænskur blaðamaður líkti Ara við majónes og laginu við skólaritgerð Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. maí 2018 07:46 Ari Ólafsson var íklæddur rauðum og hvítum jakkafötum í gær. Vísir/AP Sænski blaðamaðurinn Markus Larsson var ekkert að skafa af því í gagnrýni sinni á framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fram fór í gærkvöldi. Ari Ólafsson var annar á svið og flutti lagið Our Choice. Þrátt fyrir fínan flutning, að mati fjölmargra íslenskra áhorfenda, dugði það ekki til og mun hann því ekki keppa til úrslita á laugardaginn. Það að Ari hafi dottið út kom hinum sænska Larsson ekki á óvart ef marka má skrif hans fyrir Aftonbladet í gærkvöldi. Í beinu textalýsingunni á vef blaðsins úthúðaði hann laginu og Ara, líkti söngvaranum við majonesdós og laginu við skólaritgerð.Sjá einnig: „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Larsson var þó vongóður þegar kvöldið byrjaði og var hann ágætlega hrifinn af framlagi Aserbaítsjan, sem var fyrst á svið. Gamanið kárnaði þó hjá Svíanum þegar Ari hóf upp raust sína.„Við þurftum að bíða alveg eftir öðru laginu áður en allt fór til andskotans á ný,“ skrifar pirraður Larsson áður en hann heldur áfram. „Í heimalandinu nýtur Ari meðal annars velgengni sem eftirherma,“ skrifar Larsson. Þó ekki sé alveg á hreinu til hvers sá sænski er að vísa má telja líklegt að hann sé að tala um söng Ara í gervi sigurvegara síðasta árs, Salvador Sobral, í Vikunni með Gísla Marteini í lok apríl. „Og hér reynir hann að því er virðist að herma eftir majónesdós,“ bætir Larsson við - hugsanlega með hvítu og rauðu jakkaföt Ara í huga. Sænski blaðamaðurinn er ekki hættur: „Þetta hljómar eins og blanda af eggjarauðum, edik og olía syngi hátt úr skólaritgerð í lægsta stigi grunnskóla. Hvernig væri að reyna að minnsta kosti að líkja eftir tónlist?“ skrifar Larsson áður en ónefndur lesandi Aftonbladet bætir við: „Þetta er eins og auglýsing fyrir Vísindakirkjuna!“ Hér að neðan má sjá hinn svokallaða majónesflutning Ara í gærkvöldi. Svíar stíga svo sjálfir á svið í Eurovision á fimmtudaginn. Eurovision Tengdar fréttir „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ "Mér líður alveg ótrúlega vel. Ég toppaði mig alltaf eftir hvern einsta flutning og ég gat ekki gert meira,“ segir Ari Ólafsson sem flutti lagið Our Choice í fyrri undanriðli keppninnar í Lissabon í kvöld og var ekki á meðal þeirra tíu laga sem komust áfram. 8. maí 2018 23:00 Blaðamaður Aftonbladet segir Svölu líkari vondu stjúpunni en Mjallhvíti Blaðamaðurinn Tobbe Ek segist þó hrifinn af laginu Paper. 5. maí 2017 10:05 Ari komst ekki áfram í úrslitin Ari Ólafsson verður ekki á meðal keppenda á úrslitakvöldi Eurovision næstkomandi laugardag. 8. maí 2018 21:09 Ari Ólafsson minnti evrópska tístara á Eurovision-stjörnuna Johnny Logan Svo virðist sem að Ari Ólafsson hafi minnt þó nokkuð marga Evrópubúa á írska söngvarann Johnny Logan ef marka má Twitter í kvöld. 8. maí 2018 22:31 Mest lesið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Fleiri fréttir Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Sjá meira
Sænski blaðamaðurinn Markus Larsson var ekkert að skafa af því í gagnrýni sinni á framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fram fór í gærkvöldi. Ari Ólafsson var annar á svið og flutti lagið Our Choice. Þrátt fyrir fínan flutning, að mati fjölmargra íslenskra áhorfenda, dugði það ekki til og mun hann því ekki keppa til úrslita á laugardaginn. Það að Ari hafi dottið út kom hinum sænska Larsson ekki á óvart ef marka má skrif hans fyrir Aftonbladet í gærkvöldi. Í beinu textalýsingunni á vef blaðsins úthúðaði hann laginu og Ara, líkti söngvaranum við majonesdós og laginu við skólaritgerð.Sjá einnig: „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Larsson var þó vongóður þegar kvöldið byrjaði og var hann ágætlega hrifinn af framlagi Aserbaítsjan, sem var fyrst á svið. Gamanið kárnaði þó hjá Svíanum þegar Ari hóf upp raust sína.„Við þurftum að bíða alveg eftir öðru laginu áður en allt fór til andskotans á ný,“ skrifar pirraður Larsson áður en hann heldur áfram. „Í heimalandinu nýtur Ari meðal annars velgengni sem eftirherma,“ skrifar Larsson. Þó ekki sé alveg á hreinu til hvers sá sænski er að vísa má telja líklegt að hann sé að tala um söng Ara í gervi sigurvegara síðasta árs, Salvador Sobral, í Vikunni með Gísla Marteini í lok apríl. „Og hér reynir hann að því er virðist að herma eftir majónesdós,“ bætir Larsson við - hugsanlega með hvítu og rauðu jakkaföt Ara í huga. Sænski blaðamaðurinn er ekki hættur: „Þetta hljómar eins og blanda af eggjarauðum, edik og olía syngi hátt úr skólaritgerð í lægsta stigi grunnskóla. Hvernig væri að reyna að minnsta kosti að líkja eftir tónlist?“ skrifar Larsson áður en ónefndur lesandi Aftonbladet bætir við: „Þetta er eins og auglýsing fyrir Vísindakirkjuna!“ Hér að neðan má sjá hinn svokallaða majónesflutning Ara í gærkvöldi. Svíar stíga svo sjálfir á svið í Eurovision á fimmtudaginn.
Eurovision Tengdar fréttir „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ "Mér líður alveg ótrúlega vel. Ég toppaði mig alltaf eftir hvern einsta flutning og ég gat ekki gert meira,“ segir Ari Ólafsson sem flutti lagið Our Choice í fyrri undanriðli keppninnar í Lissabon í kvöld og var ekki á meðal þeirra tíu laga sem komust áfram. 8. maí 2018 23:00 Blaðamaður Aftonbladet segir Svölu líkari vondu stjúpunni en Mjallhvíti Blaðamaðurinn Tobbe Ek segist þó hrifinn af laginu Paper. 5. maí 2017 10:05 Ari komst ekki áfram í úrslitin Ari Ólafsson verður ekki á meðal keppenda á úrslitakvöldi Eurovision næstkomandi laugardag. 8. maí 2018 21:09 Ari Ólafsson minnti evrópska tístara á Eurovision-stjörnuna Johnny Logan Svo virðist sem að Ari Ólafsson hafi minnt þó nokkuð marga Evrópubúa á írska söngvarann Johnny Logan ef marka má Twitter í kvöld. 8. maí 2018 22:31 Mest lesið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Fleiri fréttir Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Sjá meira
„Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ "Mér líður alveg ótrúlega vel. Ég toppaði mig alltaf eftir hvern einsta flutning og ég gat ekki gert meira,“ segir Ari Ólafsson sem flutti lagið Our Choice í fyrri undanriðli keppninnar í Lissabon í kvöld og var ekki á meðal þeirra tíu laga sem komust áfram. 8. maí 2018 23:00
Blaðamaður Aftonbladet segir Svölu líkari vondu stjúpunni en Mjallhvíti Blaðamaðurinn Tobbe Ek segist þó hrifinn af laginu Paper. 5. maí 2017 10:05
Ari komst ekki áfram í úrslitin Ari Ólafsson verður ekki á meðal keppenda á úrslitakvöldi Eurovision næstkomandi laugardag. 8. maí 2018 21:09
Ari Ólafsson minnti evrópska tístara á Eurovision-stjörnuna Johnny Logan Svo virðist sem að Ari Ólafsson hafi minnt þó nokkuð marga Evrópubúa á írska söngvarann Johnny Logan ef marka má Twitter í kvöld. 8. maí 2018 22:31