Sænskur blaðamaður líkti Ara við majónes og laginu við skólaritgerð Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. maí 2018 07:46 Ari Ólafsson var íklæddur rauðum og hvítum jakkafötum í gær. Vísir/AP Sænski blaðamaðurinn Markus Larsson var ekkert að skafa af því í gagnrýni sinni á framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fram fór í gærkvöldi. Ari Ólafsson var annar á svið og flutti lagið Our Choice. Þrátt fyrir fínan flutning, að mati fjölmargra íslenskra áhorfenda, dugði það ekki til og mun hann því ekki keppa til úrslita á laugardaginn. Það að Ari hafi dottið út kom hinum sænska Larsson ekki á óvart ef marka má skrif hans fyrir Aftonbladet í gærkvöldi. Í beinu textalýsingunni á vef blaðsins úthúðaði hann laginu og Ara, líkti söngvaranum við majonesdós og laginu við skólaritgerð.Sjá einnig: „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Larsson var þó vongóður þegar kvöldið byrjaði og var hann ágætlega hrifinn af framlagi Aserbaítsjan, sem var fyrst á svið. Gamanið kárnaði þó hjá Svíanum þegar Ari hóf upp raust sína.„Við þurftum að bíða alveg eftir öðru laginu áður en allt fór til andskotans á ný,“ skrifar pirraður Larsson áður en hann heldur áfram. „Í heimalandinu nýtur Ari meðal annars velgengni sem eftirherma,“ skrifar Larsson. Þó ekki sé alveg á hreinu til hvers sá sænski er að vísa má telja líklegt að hann sé að tala um söng Ara í gervi sigurvegara síðasta árs, Salvador Sobral, í Vikunni með Gísla Marteini í lok apríl. „Og hér reynir hann að því er virðist að herma eftir majónesdós,“ bætir Larsson við - hugsanlega með hvítu og rauðu jakkaföt Ara í huga. Sænski blaðamaðurinn er ekki hættur: „Þetta hljómar eins og blanda af eggjarauðum, edik og olía syngi hátt úr skólaritgerð í lægsta stigi grunnskóla. Hvernig væri að reyna að minnsta kosti að líkja eftir tónlist?“ skrifar Larsson áður en ónefndur lesandi Aftonbladet bætir við: „Þetta er eins og auglýsing fyrir Vísindakirkjuna!“ Hér að neðan má sjá hinn svokallaða majónesflutning Ara í gærkvöldi. Svíar stíga svo sjálfir á svið í Eurovision á fimmtudaginn. Eurovision Tengdar fréttir „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ "Mér líður alveg ótrúlega vel. Ég toppaði mig alltaf eftir hvern einsta flutning og ég gat ekki gert meira,“ segir Ari Ólafsson sem flutti lagið Our Choice í fyrri undanriðli keppninnar í Lissabon í kvöld og var ekki á meðal þeirra tíu laga sem komust áfram. 8. maí 2018 23:00 Blaðamaður Aftonbladet segir Svölu líkari vondu stjúpunni en Mjallhvíti Blaðamaðurinn Tobbe Ek segist þó hrifinn af laginu Paper. 5. maí 2017 10:05 Ari komst ekki áfram í úrslitin Ari Ólafsson verður ekki á meðal keppenda á úrslitakvöldi Eurovision næstkomandi laugardag. 8. maí 2018 21:09 Ari Ólafsson minnti evrópska tístara á Eurovision-stjörnuna Johnny Logan Svo virðist sem að Ari Ólafsson hafi minnt þó nokkuð marga Evrópubúa á írska söngvarann Johnny Logan ef marka má Twitter í kvöld. 8. maí 2018 22:31 Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Fleiri fréttir Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Sjá meira
Sænski blaðamaðurinn Markus Larsson var ekkert að skafa af því í gagnrýni sinni á framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fram fór í gærkvöldi. Ari Ólafsson var annar á svið og flutti lagið Our Choice. Þrátt fyrir fínan flutning, að mati fjölmargra íslenskra áhorfenda, dugði það ekki til og mun hann því ekki keppa til úrslita á laugardaginn. Það að Ari hafi dottið út kom hinum sænska Larsson ekki á óvart ef marka má skrif hans fyrir Aftonbladet í gærkvöldi. Í beinu textalýsingunni á vef blaðsins úthúðaði hann laginu og Ara, líkti söngvaranum við majonesdós og laginu við skólaritgerð.Sjá einnig: „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Larsson var þó vongóður þegar kvöldið byrjaði og var hann ágætlega hrifinn af framlagi Aserbaítsjan, sem var fyrst á svið. Gamanið kárnaði þó hjá Svíanum þegar Ari hóf upp raust sína.„Við þurftum að bíða alveg eftir öðru laginu áður en allt fór til andskotans á ný,“ skrifar pirraður Larsson áður en hann heldur áfram. „Í heimalandinu nýtur Ari meðal annars velgengni sem eftirherma,“ skrifar Larsson. Þó ekki sé alveg á hreinu til hvers sá sænski er að vísa má telja líklegt að hann sé að tala um söng Ara í gervi sigurvegara síðasta árs, Salvador Sobral, í Vikunni með Gísla Marteini í lok apríl. „Og hér reynir hann að því er virðist að herma eftir majónesdós,“ bætir Larsson við - hugsanlega með hvítu og rauðu jakkaföt Ara í huga. Sænski blaðamaðurinn er ekki hættur: „Þetta hljómar eins og blanda af eggjarauðum, edik og olía syngi hátt úr skólaritgerð í lægsta stigi grunnskóla. Hvernig væri að reyna að minnsta kosti að líkja eftir tónlist?“ skrifar Larsson áður en ónefndur lesandi Aftonbladet bætir við: „Þetta er eins og auglýsing fyrir Vísindakirkjuna!“ Hér að neðan má sjá hinn svokallaða majónesflutning Ara í gærkvöldi. Svíar stíga svo sjálfir á svið í Eurovision á fimmtudaginn.
Eurovision Tengdar fréttir „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ "Mér líður alveg ótrúlega vel. Ég toppaði mig alltaf eftir hvern einsta flutning og ég gat ekki gert meira,“ segir Ari Ólafsson sem flutti lagið Our Choice í fyrri undanriðli keppninnar í Lissabon í kvöld og var ekki á meðal þeirra tíu laga sem komust áfram. 8. maí 2018 23:00 Blaðamaður Aftonbladet segir Svölu líkari vondu stjúpunni en Mjallhvíti Blaðamaðurinn Tobbe Ek segist þó hrifinn af laginu Paper. 5. maí 2017 10:05 Ari komst ekki áfram í úrslitin Ari Ólafsson verður ekki á meðal keppenda á úrslitakvöldi Eurovision næstkomandi laugardag. 8. maí 2018 21:09 Ari Ólafsson minnti evrópska tístara á Eurovision-stjörnuna Johnny Logan Svo virðist sem að Ari Ólafsson hafi minnt þó nokkuð marga Evrópubúa á írska söngvarann Johnny Logan ef marka má Twitter í kvöld. 8. maí 2018 22:31 Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Fleiri fréttir Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Sjá meira
„Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ "Mér líður alveg ótrúlega vel. Ég toppaði mig alltaf eftir hvern einsta flutning og ég gat ekki gert meira,“ segir Ari Ólafsson sem flutti lagið Our Choice í fyrri undanriðli keppninnar í Lissabon í kvöld og var ekki á meðal þeirra tíu laga sem komust áfram. 8. maí 2018 23:00
Blaðamaður Aftonbladet segir Svölu líkari vondu stjúpunni en Mjallhvíti Blaðamaðurinn Tobbe Ek segist þó hrifinn af laginu Paper. 5. maí 2017 10:05
Ari komst ekki áfram í úrslitin Ari Ólafsson verður ekki á meðal keppenda á úrslitakvöldi Eurovision næstkomandi laugardag. 8. maí 2018 21:09
Ari Ólafsson minnti evrópska tístara á Eurovision-stjörnuna Johnny Logan Svo virðist sem að Ari Ólafsson hafi minnt þó nokkuð marga Evrópubúa á írska söngvarann Johnny Logan ef marka má Twitter í kvöld. 8. maí 2018 22:31