Oddvitaáskorunin: „Stór, mikill og óhræddur við að taka slaginn“ Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2018 13:00 Halldór Arason hefur bæði búið í Paragvæ og í Kaupmannahöfn. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Halldór Arason leiðir lista Pírata á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum. Ég heiti Halldór Arason og er 36 ára gamall Akureyringur. Ég er vel giftur og eigum við hjónin þrjú börn, tvo drengi og eina stúlku. Ég útskrifaðist árið 2012 frá HÍ með BA í uppeldis- og menntunarfræðum, en á sama tíma útskrifaðist konan mín frá Kaupmannahafnarháskóla með sálfræðigráðu. Undanfarin ár hef ég starfað í þjónustukjarna fyrir geðfatlaða, en áður hef ég starfað m.a. á nokkrum leikskólum, bæði hér heima og erlendis. Árið 2000 fór ég sem skiptinemi til Paraguay, og bjó ég þar í rúmt ár. Frá hausti 2008 til haust 2010 bjuggum við hjónin í Kaupmannahöfn, en þar fæddist eldri sonur okkar. Ég stundaði handbolta af miklum móð þegar ég var yngri, en lagði skóna endanlega á hilluna árið 2010 eftir tvö góð ár hjá IF Guðrún í Kaupmannahöfn. Undanfarin ár hef ég svo æft Brasilískt Jiu-Jitsu hér á Akureyri og er ég eins strípu blábeltingur.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Eyjafjörðurinn í kvöldroðanum.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Ég myndi hvergi annarsstaðar vilja búa á Íslandi en á Akureyri. Ef ég ætti að velja mér annan stað til að búa á yrði Kaupmannahöfn fyrir valinu. Við hjónin bjuggum þar um tveggja ára skeið og líkaði mjög vel.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Það er fátt sem slær við lambalærisneiðum í raspi :)Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Lasagne.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? More than words með Extreme.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Ég hef átt nokkur vandræðaleg augnablik í gegnum tíðina, en þau sem ég man hvað best eftir gerðust þegar ég var skiptinemi í Paraguay. Þau eru hinsvegar þess eðlis að það er best að láta þau óskrifuð.Draumaferðalagið? Ég, konan mín og börn í tveggja vikna ferð til Danmerkur.Trúir þú á líf eftir dauðann? Nei.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Þeir hrekkir sem ég hef framkvæmt eða lent í eru vart prenthæfir.Hundar eða kettir? Hundar.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Mrs. Doubtfire.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Gerard Depardieu.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Ég er pottþétt Wildling. Stór, mikill og óhræddur við að taka slaginn.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já, of hraður akstur hjá Blönduós (hver hefur ekki lent í því).Uppáhalds tónlistarmaður? Freddie Mercury.Uppáhalds bókin? Það eru nokkrar bækur sem ég hef haft það gaman af að lesa að ég hef lesið þær aftur. Sú bók sem þó hefur staðið uppúr hingað til er bókin American gods eftir Neil Gaiman.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Guinness.Uppáhalds þynnkumatur? Steiktur fiskur með kartöflum.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Í fríi verður að vera gott jafnvægi á milli strandarinnar og menningar.Hefur þú pissað í sundlaug? Ekki svo ég muni.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Starlit Eyes með Snot.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Já, ég myndi vilja fá skilti við kirkjutröppurnar þar sem stæði hversu margar þær eru.Á að banna flugelda? Nei.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Ég myndi segja Emil Hallfreðsson því báðir erum við örvfættir, hann hefur hinsvegar hæfileika í knattspyrnu en það er eitthvað sem ég hef ekki.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Tekið verður við efni fram að kosningum. Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Catherine O'Hara er látin Lífið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Halldór Arason leiðir lista Pírata á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum. Ég heiti Halldór Arason og er 36 ára gamall Akureyringur. Ég er vel giftur og eigum við hjónin þrjú börn, tvo drengi og eina stúlku. Ég útskrifaðist árið 2012 frá HÍ með BA í uppeldis- og menntunarfræðum, en á sama tíma útskrifaðist konan mín frá Kaupmannahafnarháskóla með sálfræðigráðu. Undanfarin ár hef ég starfað í þjónustukjarna fyrir geðfatlaða, en áður hef ég starfað m.a. á nokkrum leikskólum, bæði hér heima og erlendis. Árið 2000 fór ég sem skiptinemi til Paraguay, og bjó ég þar í rúmt ár. Frá hausti 2008 til haust 2010 bjuggum við hjónin í Kaupmannahöfn, en þar fæddist eldri sonur okkar. Ég stundaði handbolta af miklum móð þegar ég var yngri, en lagði skóna endanlega á hilluna árið 2010 eftir tvö góð ár hjá IF Guðrún í Kaupmannahöfn. Undanfarin ár hef ég svo æft Brasilískt Jiu-Jitsu hér á Akureyri og er ég eins strípu blábeltingur.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Eyjafjörðurinn í kvöldroðanum.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Ég myndi hvergi annarsstaðar vilja búa á Íslandi en á Akureyri. Ef ég ætti að velja mér annan stað til að búa á yrði Kaupmannahöfn fyrir valinu. Við hjónin bjuggum þar um tveggja ára skeið og líkaði mjög vel.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Það er fátt sem slær við lambalærisneiðum í raspi :)Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Lasagne.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? More than words með Extreme.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Ég hef átt nokkur vandræðaleg augnablik í gegnum tíðina, en þau sem ég man hvað best eftir gerðust þegar ég var skiptinemi í Paraguay. Þau eru hinsvegar þess eðlis að það er best að láta þau óskrifuð.Draumaferðalagið? Ég, konan mín og börn í tveggja vikna ferð til Danmerkur.Trúir þú á líf eftir dauðann? Nei.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Þeir hrekkir sem ég hef framkvæmt eða lent í eru vart prenthæfir.Hundar eða kettir? Hundar.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Mrs. Doubtfire.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Gerard Depardieu.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Ég er pottþétt Wildling. Stór, mikill og óhræddur við að taka slaginn.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já, of hraður akstur hjá Blönduós (hver hefur ekki lent í því).Uppáhalds tónlistarmaður? Freddie Mercury.Uppáhalds bókin? Það eru nokkrar bækur sem ég hef haft það gaman af að lesa að ég hef lesið þær aftur. Sú bók sem þó hefur staðið uppúr hingað til er bókin American gods eftir Neil Gaiman.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Guinness.Uppáhalds þynnkumatur? Steiktur fiskur með kartöflum.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Í fríi verður að vera gott jafnvægi á milli strandarinnar og menningar.Hefur þú pissað í sundlaug? Ekki svo ég muni.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Starlit Eyes með Snot.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Já, ég myndi vilja fá skilti við kirkjutröppurnar þar sem stæði hversu margar þær eru.Á að banna flugelda? Nei.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Ég myndi segja Emil Hallfreðsson því báðir erum við örvfættir, hann hefur hinsvegar hæfileika í knattspyrnu en það er eitthvað sem ég hef ekki.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Tekið verður við efni fram að kosningum.
Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Catherine O'Hara er látin Lífið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“