NPA veitir fötluðu fólki frelsi frá stofufangelsi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 27. apríl 2018 14:00 Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA-miðstöðvarinnar Vísir/GVA Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær. Nýju lögin gera notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) að helsta þjónustuformi við fatlað fólk. Formaður NPA miðstöðvarinnar lýsir þjónustunni eins og frelsi eftir að hafa verið í stofufangelsi. Beðið hefur verið eftir lagaumgjörð um NPA frá árinu 2010, en NPA er þjónusta sem byggir á hugmyndafræði um sjálfstætt líf. Hún gerir fötluðu fólki kleift að ráða hvar það býr og með hverjum það býr. Fatlað fólk stýrir því hvernig aðstoðin er skipulögð, hvaða aðstoð er veitt, hvenær hún fer fram, hvar hún fer fram og hver veitir hana. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnar, segir þjónustuna breyta lífum. „Þessi þjónustuna er eins og munurinn á að vera frjáls eða vera í stofufangelsi, lýsi ég þessu miðað við mína reynslu af hinni hefðbundnu þjónustu. Þá var sú þjónusta var bundin við heimili mitt,” segir Rúnar í samtali við Vísi. „En núna fylgir þjónustan bara mér persónulega. Til dæmis núna var ég að koma af fundi og ákvað svo að fara á annan stað í heimsókn og þá get ég það og aðstoðarmaðurinn fylgir mér hvert sem ég vil fara.”Hræðsla við að veita fötluðu fólki völd Rúnar segir það umhugsunarvert hversu langan tíma það hefur tekið að festa NPA í lög. „Við upplifum svolítið eins og fólk sé hrætt við að gefa fötluðu fólki völd. Það er einhver hræðsla við það. Við upplifum það bæði af höndum sveitarfélaganna og svo líka frá stéttarfélögunum. Jafnvel frá ríkinu líka. En ég veit ekki alveg hvað nákvæmlega er búið að þurfa að tefja þetta svona lengi. Mér finnst þetta óskiljanlegt því í raun vorum við komin með felst allt af því sem við erum komin með í dag fyrir tveimur árum síðan, með NPA sjálft, þó að stóru frumvörpin hafi ekki verið tilbúin.” Rúnar segir að þó að fagna beri nýju lögunum sé enn langt í land. „Þetta er alveg svakalega flott en við viljum líka benda á að sveitarfélögum er heimilt að gera samninga umfram þann fjölda sem ríkið hefur tryggt mótframlög fyrir. Það er það sem við sjáum sem næsta barátta er að það sé gengið á biðlistana. Við vitum að það eru um það bil 70 samningar sem sveitarfélögin vilja gera en ríkið hefur bara tryggt mótframlag fyrir einhverjum 30-40 samningum á þessu ári,“ segir Rúnar. „En það þýðir ekki að sveitarfélögin geti ekki bara farið af stað með þessa sjötíu samninga. Ef það gengur eftir að sveitarfélögin standi í því að fara af stað með þessa þjónustu og geri það með stolti, þá held ég að við verðum mjög sátt.“ Félagsmál Tengdar fréttir Alþingi samþykkti lög um notendastýrða persónulega aðstoð Þroskahjálp fagnar þessari lagasetningu. 26. apríl 2018 14:25 NPA svo gott sem í höfn á Alþingi eftir átta ára bið Stórum áfanga í þjónustu við fatlaða var náð á Alþingi í dag. 25. apríl 2018 21:00 Kominn tími á að þetta hefðist Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær. 27. apríl 2018 06:00 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær. Nýju lögin gera notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) að helsta þjónustuformi við fatlað fólk. Formaður NPA miðstöðvarinnar lýsir þjónustunni eins og frelsi eftir að hafa verið í stofufangelsi. Beðið hefur verið eftir lagaumgjörð um NPA frá árinu 2010, en NPA er þjónusta sem byggir á hugmyndafræði um sjálfstætt líf. Hún gerir fötluðu fólki kleift að ráða hvar það býr og með hverjum það býr. Fatlað fólk stýrir því hvernig aðstoðin er skipulögð, hvaða aðstoð er veitt, hvenær hún fer fram, hvar hún fer fram og hver veitir hana. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnar, segir þjónustuna breyta lífum. „Þessi þjónustuna er eins og munurinn á að vera frjáls eða vera í stofufangelsi, lýsi ég þessu miðað við mína reynslu af hinni hefðbundnu þjónustu. Þá var sú þjónusta var bundin við heimili mitt,” segir Rúnar í samtali við Vísi. „En núna fylgir þjónustan bara mér persónulega. Til dæmis núna var ég að koma af fundi og ákvað svo að fara á annan stað í heimsókn og þá get ég það og aðstoðarmaðurinn fylgir mér hvert sem ég vil fara.”Hræðsla við að veita fötluðu fólki völd Rúnar segir það umhugsunarvert hversu langan tíma það hefur tekið að festa NPA í lög. „Við upplifum svolítið eins og fólk sé hrætt við að gefa fötluðu fólki völd. Það er einhver hræðsla við það. Við upplifum það bæði af höndum sveitarfélaganna og svo líka frá stéttarfélögunum. Jafnvel frá ríkinu líka. En ég veit ekki alveg hvað nákvæmlega er búið að þurfa að tefja þetta svona lengi. Mér finnst þetta óskiljanlegt því í raun vorum við komin með felst allt af því sem við erum komin með í dag fyrir tveimur árum síðan, með NPA sjálft, þó að stóru frumvörpin hafi ekki verið tilbúin.” Rúnar segir að þó að fagna beri nýju lögunum sé enn langt í land. „Þetta er alveg svakalega flott en við viljum líka benda á að sveitarfélögum er heimilt að gera samninga umfram þann fjölda sem ríkið hefur tryggt mótframlög fyrir. Það er það sem við sjáum sem næsta barátta er að það sé gengið á biðlistana. Við vitum að það eru um það bil 70 samningar sem sveitarfélögin vilja gera en ríkið hefur bara tryggt mótframlag fyrir einhverjum 30-40 samningum á þessu ári,“ segir Rúnar. „En það þýðir ekki að sveitarfélögin geti ekki bara farið af stað með þessa sjötíu samninga. Ef það gengur eftir að sveitarfélögin standi í því að fara af stað með þessa þjónustu og geri það með stolti, þá held ég að við verðum mjög sátt.“
Félagsmál Tengdar fréttir Alþingi samþykkti lög um notendastýrða persónulega aðstoð Þroskahjálp fagnar þessari lagasetningu. 26. apríl 2018 14:25 NPA svo gott sem í höfn á Alþingi eftir átta ára bið Stórum áfanga í þjónustu við fatlaða var náð á Alþingi í dag. 25. apríl 2018 21:00 Kominn tími á að þetta hefðist Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær. 27. apríl 2018 06:00 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Alþingi samþykkti lög um notendastýrða persónulega aðstoð Þroskahjálp fagnar þessari lagasetningu. 26. apríl 2018 14:25
NPA svo gott sem í höfn á Alþingi eftir átta ára bið Stórum áfanga í þjónustu við fatlaða var náð á Alþingi í dag. 25. apríl 2018 21:00
Kominn tími á að þetta hefðist Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær. 27. apríl 2018 06:00