NBA: Golden State tapaði með 40 stigum í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2018 07:30 Draymond Green og félagar fengu skell í nótt. Vísir/Getty Golden State Warriors liðið hefur titil að verja í NBA-deildinni í körfubolta en það er ekki hægt að segja að staðan sé góð á liðinu nú rétt fyrir úrslitakeppnina. Utah Jazz vann Golden State 119-79 í nótt. Philadelphia 76ers vann sinn fimmtánda leik í röð og Houston Rockets fagnaði sigri í 31. sinn í síðustu 34 leikjum.Donovan Mitchell skoraði 22 stig og bætti nýliðametið í þriggja stiga skotum þegar Utah Jazz vann 40 stiga sigur á NBA-meisturum Golden State Warriors, 119-79. Mitchell setti niður fjóra þrista og er þar með kominn með 186 þriggja stiga körfur á tímabilinu. Damian Lillard átti áður metið. Derrick Favors var með 16 stig og 9 fráköst fyrir Utah, Svíinn Jonas Jerebko skoraði 14 stig og þeir Rudy Gobert og Ricky Rubio voru báðir með 13 stig. Utah getur tryggt sér þriðja sætið í Vesturdeildinni með sigri á Portland í lokaleiknum. Klay Thompson skoraði 23 stig og Kevin Durant var með 13 stig í síðasta leik Golden State liðsins í deildarkeppninni. Liðið endar með 58 sigra í öðrum sætinu í Vesturdeildinni. Liðið komst aldrei yfir í þessum leik og hitti aðeins úr 33 prósent skota sinna. Þetta 40 stiga tap er það stærsta hjá GSW undir stjórn Steve Kerr. „Við þurfum að finna aftur keppnisandann. Við þurfum að finna kraftinn og við þurfum að fá gleðina aftur sem hefur vantað hjá okkur. Við verðum að koma hausnum á réttan stað,“ sagði Steve Kerr sem sá sitt lið lenda mest 45 stigum undir í leiknum..JJ Redick skoraði 28 stig fyrir Philadelphia 76ers sem vann 121-113 sigur á Atlanta Hawks og setti nýtt félagsmet með því að vinna sinn fimmtánda leik í röð. Með þessum sigri komst Sixers liðið nær því að tryggja sér þriðja sætið í Austurdeildinni. Ben Simmons spilaði veikur en endaði með 14 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar en Reddick var sjóðheitur og hitti meðal annars úr 6 af 9 þriggja stiga skotum sínum. Sixers liðið skoraði alls sautján þrista í leiknum. Chris Paul var með 22 stig og bætti við 21 stigi og 10 stoðsendingum þegar Houston Rockets vann 105-99 útisigur á Los Angeles Lakers. Þetta var 31. sigur Houston liðsins í síðustu 34 leikjum. Ein athyglisverðasta frammistaða leiksins var þó hjá hinum 32 ára gamla Andre Ingram í liði LA Lakers. Hann var þarna að spila sinn fyrsta leik í NBA eftir að hafa verið kallaður upp úr G-deildini. Andre Ingram endaði með 19 stig og hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum í sínum fyrsta NBA-leik.Only 3 Lakers scored more points in their career debut since the franchise moved to Los Angeles than Andre Ingram did on Tuesday. You may have heard of them h/t @EliasSportspic.twitter.com/d516xLbx3r — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) April 11, 2018John Wall skoraði 29 stig og gaf 12 stoðsendingar þegar Washington Wizards vann Boston Celtics 113-101. Washington endaði fjögurra leikja taphrinuÚrslitin úr öllum leikjum næturinnar í NBA: Los Angeles Lakers - Houston Rockets 99-105 Utah Jazz - Golden State Warriors 119-79 Dallas Mavericks - Phoenix Suns 97-124 Washington Wizards - Boston Celtics 113-101 Atlanta Hawks - Philadelphia 76ers 113-121 Indiana Pacers - Charlotte Hornets 93-119 NBA Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Golden State Warriors liðið hefur titil að verja í NBA-deildinni í körfubolta en það er ekki hægt að segja að staðan sé góð á liðinu nú rétt fyrir úrslitakeppnina. Utah Jazz vann Golden State 119-79 í nótt. Philadelphia 76ers vann sinn fimmtánda leik í röð og Houston Rockets fagnaði sigri í 31. sinn í síðustu 34 leikjum.Donovan Mitchell skoraði 22 stig og bætti nýliðametið í þriggja stiga skotum þegar Utah Jazz vann 40 stiga sigur á NBA-meisturum Golden State Warriors, 119-79. Mitchell setti niður fjóra þrista og er þar með kominn með 186 þriggja stiga körfur á tímabilinu. Damian Lillard átti áður metið. Derrick Favors var með 16 stig og 9 fráköst fyrir Utah, Svíinn Jonas Jerebko skoraði 14 stig og þeir Rudy Gobert og Ricky Rubio voru báðir með 13 stig. Utah getur tryggt sér þriðja sætið í Vesturdeildinni með sigri á Portland í lokaleiknum. Klay Thompson skoraði 23 stig og Kevin Durant var með 13 stig í síðasta leik Golden State liðsins í deildarkeppninni. Liðið endar með 58 sigra í öðrum sætinu í Vesturdeildinni. Liðið komst aldrei yfir í þessum leik og hitti aðeins úr 33 prósent skota sinna. Þetta 40 stiga tap er það stærsta hjá GSW undir stjórn Steve Kerr. „Við þurfum að finna aftur keppnisandann. Við þurfum að finna kraftinn og við þurfum að fá gleðina aftur sem hefur vantað hjá okkur. Við verðum að koma hausnum á réttan stað,“ sagði Steve Kerr sem sá sitt lið lenda mest 45 stigum undir í leiknum..JJ Redick skoraði 28 stig fyrir Philadelphia 76ers sem vann 121-113 sigur á Atlanta Hawks og setti nýtt félagsmet með því að vinna sinn fimmtánda leik í röð. Með þessum sigri komst Sixers liðið nær því að tryggja sér þriðja sætið í Austurdeildinni. Ben Simmons spilaði veikur en endaði með 14 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar en Reddick var sjóðheitur og hitti meðal annars úr 6 af 9 þriggja stiga skotum sínum. Sixers liðið skoraði alls sautján þrista í leiknum. Chris Paul var með 22 stig og bætti við 21 stigi og 10 stoðsendingum þegar Houston Rockets vann 105-99 útisigur á Los Angeles Lakers. Þetta var 31. sigur Houston liðsins í síðustu 34 leikjum. Ein athyglisverðasta frammistaða leiksins var þó hjá hinum 32 ára gamla Andre Ingram í liði LA Lakers. Hann var þarna að spila sinn fyrsta leik í NBA eftir að hafa verið kallaður upp úr G-deildini. Andre Ingram endaði með 19 stig og hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum í sínum fyrsta NBA-leik.Only 3 Lakers scored more points in their career debut since the franchise moved to Los Angeles than Andre Ingram did on Tuesday. You may have heard of them h/t @EliasSportspic.twitter.com/d516xLbx3r — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) April 11, 2018John Wall skoraði 29 stig og gaf 12 stoðsendingar þegar Washington Wizards vann Boston Celtics 113-101. Washington endaði fjögurra leikja taphrinuÚrslitin úr öllum leikjum næturinnar í NBA: Los Angeles Lakers - Houston Rockets 99-105 Utah Jazz - Golden State Warriors 119-79 Dallas Mavericks - Phoenix Suns 97-124 Washington Wizards - Boston Celtics 113-101 Atlanta Hawks - Philadelphia 76ers 113-121 Indiana Pacers - Charlotte Hornets 93-119
NBA Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira