Hrafnhildur: Stóru nöfnin fá að taka fleiri skref í deildinni Einar Sigurvinsson skrifar 11. apríl 2018 21:10 Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV. vísir/anton brink „Bara mjög leiðinlegt. Nú er bara að vera í fýlu í mánuð,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, en hún var hreint ekki sátt eftir tap liðsins gegn Fram í kvöld. Sigur Fram tryggði þeim sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil Olís-deildar kvenna á kostnað ÍBV. „Við spilum frábæran fyrri hálfleik og lítum bara virkilega vel út. Seinni hálfleikur, ég veit það ekki, við urðum minna áreiðanlegar en við vorum í fyrri hálfleik.“ Hrafnhildur er ekki þekkt fyrir að kvarta yfir dómurum leikja í vetur en í kvöld gat hún ekki setið á sér. „Mér fannst dómgæslan halla virkilega á okkur í þessum leik. Við erum að fá tvær mínútur fyrir brot sem þær eru stöðugt með og ekki litið við. Við erum reknar tvisvar eða þrisvar útaf fyrir það, en ekki þær.“ „Þær tóku svona fimmtán sinnum skref í leiknum. En ég meina, stóru nöfnin fá að taka fleiri skref í deildinni, það er bara þannig. Á meðan fengum við á okkur skref, í eina skiptið sem við tókum skref í leiknum. Þannig að mér fannst virkilega halla á okkur í dag. „Ég nenni örugglega ekki að horfa á þennan leik aftur en ef ég myndi gera það gæti ég örugglega klippt til fullt af atriðum.“ ÍBV var að spila öflugan varnaleik stærstan hluta leiksins en það fór að halla undan honum síðasta korterið. Aðspurð hvort leikurinn hafa tapast á síðustu fimmtán mínútunum var Hrafnhildur ekki viss. „Já örugglega, eða ég bara veit það ekki. Þetta er eiginlega bara allt í þoku. Ég get ekki hugsað eða talað eða neitt. Ég er bara ógeðslega fúl,“ sagði Hrafnhildur að lokum, að vonum vonsvikin með að lið hennar sé komið í sumarfrí. Olís-deild kvenna Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Sjá meira
„Bara mjög leiðinlegt. Nú er bara að vera í fýlu í mánuð,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, en hún var hreint ekki sátt eftir tap liðsins gegn Fram í kvöld. Sigur Fram tryggði þeim sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil Olís-deildar kvenna á kostnað ÍBV. „Við spilum frábæran fyrri hálfleik og lítum bara virkilega vel út. Seinni hálfleikur, ég veit það ekki, við urðum minna áreiðanlegar en við vorum í fyrri hálfleik.“ Hrafnhildur er ekki þekkt fyrir að kvarta yfir dómurum leikja í vetur en í kvöld gat hún ekki setið á sér. „Mér fannst dómgæslan halla virkilega á okkur í þessum leik. Við erum að fá tvær mínútur fyrir brot sem þær eru stöðugt með og ekki litið við. Við erum reknar tvisvar eða þrisvar útaf fyrir það, en ekki þær.“ „Þær tóku svona fimmtán sinnum skref í leiknum. En ég meina, stóru nöfnin fá að taka fleiri skref í deildinni, það er bara þannig. Á meðan fengum við á okkur skref, í eina skiptið sem við tókum skref í leiknum. Þannig að mér fannst virkilega halla á okkur í dag. „Ég nenni örugglega ekki að horfa á þennan leik aftur en ef ég myndi gera það gæti ég örugglega klippt til fullt af atriðum.“ ÍBV var að spila öflugan varnaleik stærstan hluta leiksins en það fór að halla undan honum síðasta korterið. Aðspurð hvort leikurinn hafa tapast á síðustu fimmtán mínútunum var Hrafnhildur ekki viss. „Já örugglega, eða ég bara veit það ekki. Þetta er eiginlega bara allt í þoku. Ég get ekki hugsað eða talað eða neitt. Ég er bara ógeðslega fúl,“ sagði Hrafnhildur að lokum, að vonum vonsvikin með að lið hennar sé komið í sumarfrí.
Olís-deild kvenna Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Sjá meira