Lögreglumenn reknir í Argentínu eftir að hafa fullyrt að mýs hefðu étið hálft tonn af kannabisefnum Birgir Olgeirsson skrifar 11. apríl 2018 23:44 Samkvæmt skráningu lögreglunnar áttu 6.000 kíló af kannabisefnum að vera í geymslunni en aðeins 5.460 kíló fundust. Vísir/Getty Átta argentínskum lögreglumönnum hefur verið vikið úr starfi eftir að þeir héldu því fram að mýs hefðu étið hálft tonn af kannabisefnum sem höfðu horfið úr geymslu lögreglunnar.Greint er frá þessu á vef breska dagblaðsins The Guradian en málið komst upp við skoðun á geymslu lögreglunnar í borgarinnar Pilar sem er í sextíu kílómetra fjarlægð frá höfuðborg Argentínu, Buenos Aires. Samkvæmt skráningu lögreglunnar áttu 6.000 kíló af kannabisefnum að vera í geymslunni en aðeins 5.460 kíló fundust. Grunur beindist strax að fyrrverandi lögreglustjóra borgarinnar, Javier Specia, sem lagði ekki nafn sitt við birgðatalningu þegar hann lét af störfum í apríl í fyrra líkt og reglur gera ráð fyrir. Eftirmaður hans, Emilio Portero, uppgötvaði þennan skort og lét innra eftirlit vita sem rannsakaði geymsluna. Málið rataði fyrir dómara en þar héldu Specia og undirmenn hans því fram að mýs hefðu étið kannabisefnin. Sérfræðingar sem voru kallaðir til töldu þá skýringu nánast ómögulega og sögðu litlar líkur á að nagdýr myndi telja kannabisefni vera fæðu. Ef sú væri rauninni þá hefði þurft ansi margar mýs til að torga hálfu tonni af kannabisefnum. Ummerkin yrðu nokkuð greinileg að mati sérfræðinganna því hræin hefðu átt að liggja á víð og dreif um geymsluna vegna þess að mýsnar hefðu drepist við að leggja sér slík efni til munns í svo miklu mæli. Réttarhöldunum verður framhaldið í maí en The Guardian segir dómarann ætla að fá úr því skorið hvort ásetningur eða vanræksla sé ástæða þess að efnin hurfu. Argentína Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira
Átta argentínskum lögreglumönnum hefur verið vikið úr starfi eftir að þeir héldu því fram að mýs hefðu étið hálft tonn af kannabisefnum sem höfðu horfið úr geymslu lögreglunnar.Greint er frá þessu á vef breska dagblaðsins The Guradian en málið komst upp við skoðun á geymslu lögreglunnar í borgarinnar Pilar sem er í sextíu kílómetra fjarlægð frá höfuðborg Argentínu, Buenos Aires. Samkvæmt skráningu lögreglunnar áttu 6.000 kíló af kannabisefnum að vera í geymslunni en aðeins 5.460 kíló fundust. Grunur beindist strax að fyrrverandi lögreglustjóra borgarinnar, Javier Specia, sem lagði ekki nafn sitt við birgðatalningu þegar hann lét af störfum í apríl í fyrra líkt og reglur gera ráð fyrir. Eftirmaður hans, Emilio Portero, uppgötvaði þennan skort og lét innra eftirlit vita sem rannsakaði geymsluna. Málið rataði fyrir dómara en þar héldu Specia og undirmenn hans því fram að mýs hefðu étið kannabisefnin. Sérfræðingar sem voru kallaðir til töldu þá skýringu nánast ómögulega og sögðu litlar líkur á að nagdýr myndi telja kannabisefni vera fæðu. Ef sú væri rauninni þá hefði þurft ansi margar mýs til að torga hálfu tonni af kannabisefnum. Ummerkin yrðu nokkuð greinileg að mati sérfræðinganna því hræin hefðu átt að liggja á víð og dreif um geymsluna vegna þess að mýsnar hefðu drepist við að leggja sér slík efni til munns í svo miklu mæli. Réttarhöldunum verður framhaldið í maí en The Guardian segir dómarann ætla að fá úr því skorið hvort ásetningur eða vanræksla sé ástæða þess að efnin hurfu.
Argentína Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira