Þú veist þetta allt Jóhannes Kr. Kristjánsson skrifar 12. apríl 2018 07:00 Opið bréf til Halldórs Haukssonar, sviðsstjóra meðferðarsviðs Barnaverndarstofu. Þú veist það, Halldór, að þegar börnin okkar veikjast lífshættulega þá er brunað með þau á barnaspítalann þar sem læknateymi tekur á móti þeim og hefur lífsbjargandi meðferð. Allt er gert til að bjarga barninu. Þú veist það líka, Halldór, að þegar barn í neyslu lífshættulegra fíkniefna þarf lífsbjargandi meðferð þá eru úrræðin fá og jafnvel ekki til staðar. Þú veist það, Halldór, að þínu starfi fylgir mjög mikil ábyrgð. Ef við berum saman barnaspítalann og meðferðarkerfi barna þá ert þú yfirlæknirinn yfir meðferðarkerfinu. Sem slíkur átt þú að finna allar mögulegar leiðir til að bjarga börnum í neyslu. Þú átt að hlusta á „læknana“ sem hafa skoðað og greint „sjúklingana“ og eru með rökstuddar tillögur um lífsbjargandi meðferð. Þú átt að sjá til þess að „sjúklingarnir“ fái viðeigandi meðferð og þú átt að sjá til þess að úrræðin til lækninga séu sem best og sem flest. Þitt eina markmið á að vera að finna leiðir til að bjarga börnum sem eru í neyslu lífshættulegra fíkniefna. Síðustu ár hefur þú látið loka meðferðarheimilum barna víðsvegar um landið. Á sama tíma hefur þú lagt alla þína krafta í MST-meðferðarkerfið sem gengur út á að barnið fái meðferð í sínu umhverfi – inni á heimilinu. Þú veist það jafnvel og ég að MST-kerfið virkar ekki fyrir börn sem eru komin í lífshættulega neyslu fíkniefna. Þú veist að MST getur virkað ágætlega fyrir börn sem eru á fyrstu stigum hegðunarvanda og það gæti hentað ágætlega sem eftirmeðferðarúrræði fyrir börn sem eru að koma úr langtímameðferð. Þú veist líka að MST-meðferðarkerfið er í eigu bandarísks fyrirtækis sem Barnaverndarstofa greiðir þóknanir fyrir að nota. Þú veist að það er til myndband af börnunum á meðferðarheimilinu Lækjarbakka sem voru að sniffa úr gaskút í helgarleyfi í sumarbústað með starfsmönnum meðferðarheimilisins. Ég veit að Barnaverndarstofa fékk upplýsingar um neyslu barnanna en kaus að láta barnaverndarnefndir þeirra sem áttu í hlut ekki vita. Þú veist hvað starfsmennirnir á meðferðargólfinu segja um ástandið í meðferðarmálum barna í dag! Þeir segja frá allt öðrum veruleika en þú sagðir frá í Kastljósi RÚV í vikunni. Þeir segja að MST-meðferðarkerfið virki ekki fyrir börn með mjög erfiðan hegðunarvanda eða börn í lífshættulegri neyslu fíkniefna. Þeir segja að það vanti sérhæfð meðferðarheimili. Þeir segja að ekki sé hlustað á þeirra tillögur um úrbætur í meðferðarkerfinu. Þeir segja að þú og aðrir starfsmenn Barnaverndarstofu þaggið niður í þeim þegar þeir vilji gagnrýna meðferðarkerfið sem þú stjórnar. Veistu hvað þú ert búinn að gera, Halldór? Þú hefur byggt upp kerfi sem stjórnað er af örfáum einstaklingum sem sitja við skrifborð í turni Barnaverndarstofu og gefa ordrur um hitt og þetta án samráðs við mikilvæga starfsfólkið sem vinnur við að reyna að bjarga börnunum okkar. Það fólk er að gefast upp í starfi sínu – það eina sem heldur í það eru þessir pínulitlu sigrar þegar það sér á eftir barni nokkuð visst um að það muni pluma sig næstu mánuði og jafnvel til langframa. Ég styð starfsfólkið í meðferðarkerfinu sem er að vinna með erfiðustu börn landsins oft við bágbornar aðstæður. Ég styð samtökin Olnbogabörn og Sigvalda og Öddu sem eru nú að berjast fyrir lífi sonar síns. Ég stóð einu sinni í þeirra sporum þegar ég var að reyna að bjarga stelpunni minni. Það tókst því miður ekki en þú hefur nú tækifæri til að gera allt sem í þínu valdi stendur til að byggja upp meðferðarkerfi sem hefur það eina markmið að bjarga börnunum okkar. Þú veist að það átt þú að gera, Halldór.Höfundur er blaðamaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Opið bréf til Halldórs Haukssonar, sviðsstjóra meðferðarsviðs Barnaverndarstofu. Þú veist það, Halldór, að þegar börnin okkar veikjast lífshættulega þá er brunað með þau á barnaspítalann þar sem læknateymi tekur á móti þeim og hefur lífsbjargandi meðferð. Allt er gert til að bjarga barninu. Þú veist það líka, Halldór, að þegar barn í neyslu lífshættulegra fíkniefna þarf lífsbjargandi meðferð þá eru úrræðin fá og jafnvel ekki til staðar. Þú veist það, Halldór, að þínu starfi fylgir mjög mikil ábyrgð. Ef við berum saman barnaspítalann og meðferðarkerfi barna þá ert þú yfirlæknirinn yfir meðferðarkerfinu. Sem slíkur átt þú að finna allar mögulegar leiðir til að bjarga börnum í neyslu. Þú átt að hlusta á „læknana“ sem hafa skoðað og greint „sjúklingana“ og eru með rökstuddar tillögur um lífsbjargandi meðferð. Þú átt að sjá til þess að „sjúklingarnir“ fái viðeigandi meðferð og þú átt að sjá til þess að úrræðin til lækninga séu sem best og sem flest. Þitt eina markmið á að vera að finna leiðir til að bjarga börnum sem eru í neyslu lífshættulegra fíkniefna. Síðustu ár hefur þú látið loka meðferðarheimilum barna víðsvegar um landið. Á sama tíma hefur þú lagt alla þína krafta í MST-meðferðarkerfið sem gengur út á að barnið fái meðferð í sínu umhverfi – inni á heimilinu. Þú veist það jafnvel og ég að MST-kerfið virkar ekki fyrir börn sem eru komin í lífshættulega neyslu fíkniefna. Þú veist að MST getur virkað ágætlega fyrir börn sem eru á fyrstu stigum hegðunarvanda og það gæti hentað ágætlega sem eftirmeðferðarúrræði fyrir börn sem eru að koma úr langtímameðferð. Þú veist líka að MST-meðferðarkerfið er í eigu bandarísks fyrirtækis sem Barnaverndarstofa greiðir þóknanir fyrir að nota. Þú veist að það er til myndband af börnunum á meðferðarheimilinu Lækjarbakka sem voru að sniffa úr gaskút í helgarleyfi í sumarbústað með starfsmönnum meðferðarheimilisins. Ég veit að Barnaverndarstofa fékk upplýsingar um neyslu barnanna en kaus að láta barnaverndarnefndir þeirra sem áttu í hlut ekki vita. Þú veist hvað starfsmennirnir á meðferðargólfinu segja um ástandið í meðferðarmálum barna í dag! Þeir segja frá allt öðrum veruleika en þú sagðir frá í Kastljósi RÚV í vikunni. Þeir segja að MST-meðferðarkerfið virki ekki fyrir börn með mjög erfiðan hegðunarvanda eða börn í lífshættulegri neyslu fíkniefna. Þeir segja að það vanti sérhæfð meðferðarheimili. Þeir segja að ekki sé hlustað á þeirra tillögur um úrbætur í meðferðarkerfinu. Þeir segja að þú og aðrir starfsmenn Barnaverndarstofu þaggið niður í þeim þegar þeir vilji gagnrýna meðferðarkerfið sem þú stjórnar. Veistu hvað þú ert búinn að gera, Halldór? Þú hefur byggt upp kerfi sem stjórnað er af örfáum einstaklingum sem sitja við skrifborð í turni Barnaverndarstofu og gefa ordrur um hitt og þetta án samráðs við mikilvæga starfsfólkið sem vinnur við að reyna að bjarga börnunum okkar. Það fólk er að gefast upp í starfi sínu – það eina sem heldur í það eru þessir pínulitlu sigrar þegar það sér á eftir barni nokkuð visst um að það muni pluma sig næstu mánuði og jafnvel til langframa. Ég styð starfsfólkið í meðferðarkerfinu sem er að vinna með erfiðustu börn landsins oft við bágbornar aðstæður. Ég styð samtökin Olnbogabörn og Sigvalda og Öddu sem eru nú að berjast fyrir lífi sonar síns. Ég stóð einu sinni í þeirra sporum þegar ég var að reyna að bjarga stelpunni minni. Það tókst því miður ekki en þú hefur nú tækifæri til að gera allt sem í þínu valdi stendur til að byggja upp meðferðarkerfi sem hefur það eina markmið að bjarga börnunum okkar. Þú veist að það átt þú að gera, Halldór.Höfundur er blaðamaður
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun