„Látbragðsleikur og vonbrigði“ í Damaskus Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. apríl 2018 23:30 Myndin er tekin í bænum Douma í útjaðri Damaskus í dag. Þann 7. apríl síðastliðinn varð Douma fyrir eiturvopnaárás, sem vesturveldin svöruðu fyrir með loftárásum í nótt. Vísir/AFP Vesturveldin þrjú; Bandaríkin, Bretland og Frakkland, gerðu loftárásir á sýrlenskar borgir í nótt. Sprengingar heyrðust í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, skömmu eftir ávarp Donalds Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann tilkynnti um árásirnar. Íbúar Damaskus, sem breska dagblaðið The Guardian ræddi við í dag, virtust flestir hafa búist við árásunum. „Ég svaf í gegnum þær. Þetta var hvort sem er látbragðsleikur,“ sagði Khalil Abu Hamza, íbúi á svæðinu í kringum Damaskus þar sem árás var gerð í nótt, í samtali við Guardian. Annar íbúi, Taha, sagði íbúa Damaskus vana tíðum árásum og sprengingum. „Enginn yfirgaf heimili sitt. Móðir mín, sem býr á móti okkur, lét þetta ekki einu sinni á sig fá. Athugið að við erum vön þessu.“Sjá einnig: Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Árásirnar í nótt voru gerðar á þremur stöðum í Sýrlandi, í grennd við Damaskus annars vegar og borgina Homs hins vegar, eins og sjá má á meðfylgjandi korti. Miðað var á stofnanir sem tengdust framleiðslu efnavopna í Sýrlandi og gáfu árásarþjóðir það út að reynt hefði verið að takmarka mannfall.Kort bandaríska varnarmálaráðuneytisins sýnir staðsetningar loftárásanna sem gerðar voru á Sýrland í nótt.Mynd/Varnarmálaráðuneyti BandaríkjannaÍ umfjöllun Guardian var einnig rætt við fylgismenn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Einn þeirra, Abu Haidar, sagðist hafa beðið eftir árásinni síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti birti fyrsta tístið um væntanlegar loftárásir í vikunni. „Þegar við heyrðum sprengingarnar vissum við að þetta væru Bandaríkjamennirnir. Fólk leitaði ekki skjóls í loftvarnarbyrgjum, fólk hvorki öskraði né faldi sig. Við vorum á þökum húsanna okkar.“ Hussam, stuðningsmaður stjórnarandstöðunnar í Sýrlandi, sagði árásina þrungna vonbrigðum. „Því miður eru vonbrigði það eina sem fer okkur á milli. Þetta var ekki jafn umfangsmikið og þeir vilja vera láta. Við höfum misst alla trú á alþjóðasamfélaginu,“ sagði Hussam og gagnrýndi auk þess Donald Trump harkalega fyrir að svo gott sem vara Sýrlandsforseta við árásunum.Að svo stöddu hafa ekki borist fregnir af mannfalli í árásunum. Eins og áður hefur komið fram voru það Bandaríkin, Bretland og Frakkland sem stóðu að hernaðaraðgerðum í Sýrlandi í nótt en ekki önnur aðildarríki NATO, sem þó styðja ákvörðunina, eins og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Öll aðildarríki NATO lýsa yfir fullum stuðningi við aðgerðirnar í nótt sem var ætlað að draga úr efnavopnamætti sýrlensku stjórnarinnar og að hindra frekari efnavopnaárásir á sýrlensku þjóðina,“ sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO á blaðamannafundi í dag. Íslensk stjórnvöld hafa ekki verið eins afdráttalaus í stuðningi sínum við árásirnar á Sýrland. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði það mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að leita lausna í Sýrlandi eftir diplómatískum leiðum. Aftur á móti sé skiljanlegt að Frakkar, Bretar og Bandaríkjamenn hafi gripið til hernaðaraðgerða í ljósi alvarleika efnavopnaárásarinnar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók undir orð utanríkisráðherra í dag og sagði árásirnar hafa verið viðbúnar en að íslensk stjórnvöld leggi áherslu á að leita pólitískra lausna. Sýrland Tengdar fréttir Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27 Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54 Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Guðlaugur Þór segir að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í nótt skiljanlegar en harmar að diplómatísk lausn hafi ekki fundist áður. 14. apríl 2018 12:05 Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Vesturveldin þrjú; Bandaríkin, Bretland og Frakkland, gerðu loftárásir á sýrlenskar borgir í nótt. Sprengingar heyrðust í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, skömmu eftir ávarp Donalds Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann tilkynnti um árásirnar. Íbúar Damaskus, sem breska dagblaðið The Guardian ræddi við í dag, virtust flestir hafa búist við árásunum. „Ég svaf í gegnum þær. Þetta var hvort sem er látbragðsleikur,“ sagði Khalil Abu Hamza, íbúi á svæðinu í kringum Damaskus þar sem árás var gerð í nótt, í samtali við Guardian. Annar íbúi, Taha, sagði íbúa Damaskus vana tíðum árásum og sprengingum. „Enginn yfirgaf heimili sitt. Móðir mín, sem býr á móti okkur, lét þetta ekki einu sinni á sig fá. Athugið að við erum vön þessu.“Sjá einnig: Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Árásirnar í nótt voru gerðar á þremur stöðum í Sýrlandi, í grennd við Damaskus annars vegar og borgina Homs hins vegar, eins og sjá má á meðfylgjandi korti. Miðað var á stofnanir sem tengdust framleiðslu efnavopna í Sýrlandi og gáfu árásarþjóðir það út að reynt hefði verið að takmarka mannfall.Kort bandaríska varnarmálaráðuneytisins sýnir staðsetningar loftárásanna sem gerðar voru á Sýrland í nótt.Mynd/Varnarmálaráðuneyti BandaríkjannaÍ umfjöllun Guardian var einnig rætt við fylgismenn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Einn þeirra, Abu Haidar, sagðist hafa beðið eftir árásinni síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti birti fyrsta tístið um væntanlegar loftárásir í vikunni. „Þegar við heyrðum sprengingarnar vissum við að þetta væru Bandaríkjamennirnir. Fólk leitaði ekki skjóls í loftvarnarbyrgjum, fólk hvorki öskraði né faldi sig. Við vorum á þökum húsanna okkar.“ Hussam, stuðningsmaður stjórnarandstöðunnar í Sýrlandi, sagði árásina þrungna vonbrigðum. „Því miður eru vonbrigði það eina sem fer okkur á milli. Þetta var ekki jafn umfangsmikið og þeir vilja vera láta. Við höfum misst alla trú á alþjóðasamfélaginu,“ sagði Hussam og gagnrýndi auk þess Donald Trump harkalega fyrir að svo gott sem vara Sýrlandsforseta við árásunum.Að svo stöddu hafa ekki borist fregnir af mannfalli í árásunum. Eins og áður hefur komið fram voru það Bandaríkin, Bretland og Frakkland sem stóðu að hernaðaraðgerðum í Sýrlandi í nótt en ekki önnur aðildarríki NATO, sem þó styðja ákvörðunina, eins og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Öll aðildarríki NATO lýsa yfir fullum stuðningi við aðgerðirnar í nótt sem var ætlað að draga úr efnavopnamætti sýrlensku stjórnarinnar og að hindra frekari efnavopnaárásir á sýrlensku þjóðina,“ sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO á blaðamannafundi í dag. Íslensk stjórnvöld hafa ekki verið eins afdráttalaus í stuðningi sínum við árásirnar á Sýrland. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði það mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að leita lausna í Sýrlandi eftir diplómatískum leiðum. Aftur á móti sé skiljanlegt að Frakkar, Bretar og Bandaríkjamenn hafi gripið til hernaðaraðgerða í ljósi alvarleika efnavopnaárásarinnar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók undir orð utanríkisráðherra í dag og sagði árásirnar hafa verið viðbúnar en að íslensk stjórnvöld leggi áherslu á að leita pólitískra lausna.
Sýrland Tengdar fréttir Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27 Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54 Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Guðlaugur Þór segir að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í nótt skiljanlegar en harmar að diplómatísk lausn hafi ekki fundist áður. 14. apríl 2018 12:05 Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27
Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54
Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Guðlaugur Þór segir að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í nótt skiljanlegar en harmar að diplómatísk lausn hafi ekki fundist áður. 14. apríl 2018 12:05
Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21