Framkvæmdarstjóri Amnesty segir glæpavæðingu fóstureyðinga ofbeldi Sylvía Hall skrifar 15. apríl 2018 11:09 Salil Shetty, framkvæmdarstjóri Amnesty International. Vísir/AFP Ströng fóstureyðingarlög í Suður-Ameríku hefur leitt til óþarfa dauðsfalla þúsunda kvenna segir Salil Shetty, framkvæmdarstjóri Amnesty International. Hann hefur kallað eftir lagasetningu í kringum málefnið sem gerir aðgerðina löglega og aðgengilega og gagnrýnir stjórnvöld þeirra landa sem banna aðgerðina með öllu. Hann segir glæpavæðingu fóstureyðinga vera ofbeldi gegn konum sem dragi ekki úr fóstureyðingum, heldur geri þær aðeins hættusamari og leiði af sér dauðsföll. Einnig kennir hann öfgum gagnstæðra fylkinga í stjórnmálum, vantraust á lýðræðið og efnahagslegri hnignun um mannréttindakrísu á svæðinu, að því er segir í frétt The Guardian. „Suður-Ameríka þótti alltaf framar hvað varðar mannréttindi en Asía eða Afríka, en mikil afturför hefur átt sér stað á stuttum tíma“ sagði Shetty. Sex lönd álfunnar banna fóstureyðingar undir öllum kringumstæðum, á meðan níu leyfa aðgerðina aðeins ef líf konunnar er í hættu. Argentína hefur tekið sín lög til endurskoðunar, í landinu má einungis framkvæma aðgerðina ef andleg eða líkamleg heilsa konunnar er í hættu. Shetty benti á að rúmlega þrjú þúsund konur hafa látið lífið í Argentínu síðustu 25 ár vegna ólöglegra fóstureyðinga sem uppfylla ekki öryggiskröfur og telur hann að fjöldi ólöglegra aðgerða sé um hálf milljón á ári. „Á meðan umræðan á sér stað eru konur að deyja“ sagði Shetty. Shetty fundaði með Mauricio Macri, forseta Argentínu, um málið en forsetinn segist vera mótfallinn lagasetningu í kringum fóstureyðingar. Hann hefur þó leyft samflokksmönnum sínum í miðju-hægriflokknum PRO að kjósa eftir eigin sannfæringu þegar frumvarp sem leggur til að leyfa fóstureyðingar að 14. viku verður lagt fyrir þingið. Shetty sagði forsetann eiga taka skýra afstöðu með lagasetningu til að vernda heilsu og réttindi kvenna og að hlutleysi í málinu væri ekki boðlegt. Argentína Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Ströng fóstureyðingarlög í Suður-Ameríku hefur leitt til óþarfa dauðsfalla þúsunda kvenna segir Salil Shetty, framkvæmdarstjóri Amnesty International. Hann hefur kallað eftir lagasetningu í kringum málefnið sem gerir aðgerðina löglega og aðgengilega og gagnrýnir stjórnvöld þeirra landa sem banna aðgerðina með öllu. Hann segir glæpavæðingu fóstureyðinga vera ofbeldi gegn konum sem dragi ekki úr fóstureyðingum, heldur geri þær aðeins hættusamari og leiði af sér dauðsföll. Einnig kennir hann öfgum gagnstæðra fylkinga í stjórnmálum, vantraust á lýðræðið og efnahagslegri hnignun um mannréttindakrísu á svæðinu, að því er segir í frétt The Guardian. „Suður-Ameríka þótti alltaf framar hvað varðar mannréttindi en Asía eða Afríka, en mikil afturför hefur átt sér stað á stuttum tíma“ sagði Shetty. Sex lönd álfunnar banna fóstureyðingar undir öllum kringumstæðum, á meðan níu leyfa aðgerðina aðeins ef líf konunnar er í hættu. Argentína hefur tekið sín lög til endurskoðunar, í landinu má einungis framkvæma aðgerðina ef andleg eða líkamleg heilsa konunnar er í hættu. Shetty benti á að rúmlega þrjú þúsund konur hafa látið lífið í Argentínu síðustu 25 ár vegna ólöglegra fóstureyðinga sem uppfylla ekki öryggiskröfur og telur hann að fjöldi ólöglegra aðgerða sé um hálf milljón á ári. „Á meðan umræðan á sér stað eru konur að deyja“ sagði Shetty. Shetty fundaði með Mauricio Macri, forseta Argentínu, um málið en forsetinn segist vera mótfallinn lagasetningu í kringum fóstureyðingar. Hann hefur þó leyft samflokksmönnum sínum í miðju-hægriflokknum PRO að kjósa eftir eigin sannfæringu þegar frumvarp sem leggur til að leyfa fóstureyðingar að 14. viku verður lagt fyrir þingið. Shetty sagði forsetann eiga taka skýra afstöðu með lagasetningu til að vernda heilsu og réttindi kvenna og að hlutleysi í málinu væri ekki boðlegt.
Argentína Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira