Varar við upplausnarástandi ráðist vesturveldin aftur á Sýrland Elín Margrét Böðvarsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 15. apríl 2018 19:56 Vladimir Pútín og Hassan Rouhani ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturveldanna hafa komið í veg fyrir að diplómatísk lausn næðist í málefnum Sýrlands. vísir/afp Vladimir Pútín, forseti Rússlands, varaði við því í dag að upplausnarástand myndi skapast í alþjóðakerfinu ef vesturveldin þrjú; Bandaríkin, Frakkland og Bretland ráðast aftur á Sýrland. Pútín og Hassan Rouhani, forseti Írans, ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturlanda hefðu dregið úr líkum á því að ná fram diplómatíska lausn í átökunum í Sýrlandi sem hafa varið í rúmlega sjö ár. Fréttastofa Reuters greinir frá þessu. Um helgina gerðu Bandaríkin, Bretland og Frakkland loftárásir á Sýrland til að reyna að koma í veg fyrir að stjórn Bashars al-Assad beitti efnavopnum á nýjan leik en Assad hefur verið sakaður um að hafa ráðist að íbúum Douma með efnavopnum. Í tilkynningu frá Efnavopnastofnuninni í Haag (OPCW) í gær sagði að þrátt fyrir árásir vesturveldanna stæði til að rannsaka meinta efnavopnaárás. Frá vettvangi einnar loftárásar vesturveldanna í Sýrlandi.Vísir/AFPGæti komið til frekari árásaLoftárásunum hefur verið mótmælt víða úti í heimi. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um frekari árásir að svo stöddu en til þess gæti þó komið ef Sýrlandsstjórn gerist sek um að beita aftur efnavopnum. Hernaðarandstæðingar komu meðal annars saman í Los Angeles og San Fransisco í dag og í Jórdaníu í gær til að mótmæla loftárásum ríkjanna þriggja í Sýrlandi í fyrrinótt.Keimlíkur málflutningur Pence og JohnsonLoftárásirnar voru gerðar á afmörkuð skotmörk sem sögð eru tengjast efnavopnabúri Sýrlandsstjórnar en enginn er talinn hafa fallið í árásunum. Ákvörðun um að grípa til loftárása var tekin í framhaldi af efnavopnaárásum í Sýrlandi, nú síðast í borginni Douma, sem vestræn ríki segja þarlend yfirvöld bera ábyrgð á.Utanríkisráðherra Bretlands segir það liggja fyrir að Bretar auk bandamanna munu skoða hvaða kostir verða fyrir hendi ef sú staða kemur upp að Assad beitir efnavopnum á ný.Vísir/afp„Það liggja ekki fyrir neina tillögur í augnablikinu um frekari árásir því sem betur fer hefur stjórn Assads ekki verið svo vitlaus að gera aðra efnavopnaárás. Ef og þegar slík árás yrði gerð myndum við ásamt bandamönnum okkar að sjálfsögðu athuga hvaða kostir væru í boði,“ segir Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands. Í svipaðan streng tekur Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.Varaforseti Bandaríkjanna var ómyrkur í máli þegar hann sagði að Bandaríkin myndu halda áfram árásum þangað til Assad hætti efnavopnaárásum.vísir/afp„Bandaríkin og bandamenn okkar munu halda áfram að samþætta öll tiltæk ráð sem við búum yfir á þessari stundu. Og eins og Trump forseti hefur tekið skýrt fram er landið okkar tilbúið að halda þessum viðbrögðum áfram þangað til sýrlenska stjórnin hættir að nota ólögleg efnavopn.“Stjórn Bashars al-Assad neitar sökSýrlandsstjórn hafnar þó ásökunum um að hafa beitt efnavopnum en rannsókn stendur yfir á meintum efnavopnaárásum. Það hefur verið gagnrýnt, einkum af hálfu stjórnarandstöðuþingmanna í ríkjunum þremur sem að loftárásunum stóðu, að ekki hafi verið haft samráð við þjóðþing ríkjanna. Sýrlandsstjórn og bandamenn þeirra hafa gagnrýnt árásirnar harðlega. Sýrland Tengdar fréttir Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja. 14. apríl 2018 08:36 Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54 Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, varaði við því í dag að upplausnarástand myndi skapast í alþjóðakerfinu ef vesturveldin þrjú; Bandaríkin, Frakkland og Bretland ráðast aftur á Sýrland. Pútín og Hassan Rouhani, forseti Írans, ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturlanda hefðu dregið úr líkum á því að ná fram diplómatíska lausn í átökunum í Sýrlandi sem hafa varið í rúmlega sjö ár. Fréttastofa Reuters greinir frá þessu. Um helgina gerðu Bandaríkin, Bretland og Frakkland loftárásir á Sýrland til að reyna að koma í veg fyrir að stjórn Bashars al-Assad beitti efnavopnum á nýjan leik en Assad hefur verið sakaður um að hafa ráðist að íbúum Douma með efnavopnum. Í tilkynningu frá Efnavopnastofnuninni í Haag (OPCW) í gær sagði að þrátt fyrir árásir vesturveldanna stæði til að rannsaka meinta efnavopnaárás. Frá vettvangi einnar loftárásar vesturveldanna í Sýrlandi.Vísir/AFPGæti komið til frekari árásaLoftárásunum hefur verið mótmælt víða úti í heimi. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um frekari árásir að svo stöddu en til þess gæti þó komið ef Sýrlandsstjórn gerist sek um að beita aftur efnavopnum. Hernaðarandstæðingar komu meðal annars saman í Los Angeles og San Fransisco í dag og í Jórdaníu í gær til að mótmæla loftárásum ríkjanna þriggja í Sýrlandi í fyrrinótt.Keimlíkur málflutningur Pence og JohnsonLoftárásirnar voru gerðar á afmörkuð skotmörk sem sögð eru tengjast efnavopnabúri Sýrlandsstjórnar en enginn er talinn hafa fallið í árásunum. Ákvörðun um að grípa til loftárása var tekin í framhaldi af efnavopnaárásum í Sýrlandi, nú síðast í borginni Douma, sem vestræn ríki segja þarlend yfirvöld bera ábyrgð á.Utanríkisráðherra Bretlands segir það liggja fyrir að Bretar auk bandamanna munu skoða hvaða kostir verða fyrir hendi ef sú staða kemur upp að Assad beitir efnavopnum á ný.Vísir/afp„Það liggja ekki fyrir neina tillögur í augnablikinu um frekari árásir því sem betur fer hefur stjórn Assads ekki verið svo vitlaus að gera aðra efnavopnaárás. Ef og þegar slík árás yrði gerð myndum við ásamt bandamönnum okkar að sjálfsögðu athuga hvaða kostir væru í boði,“ segir Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands. Í svipaðan streng tekur Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.Varaforseti Bandaríkjanna var ómyrkur í máli þegar hann sagði að Bandaríkin myndu halda áfram árásum þangað til Assad hætti efnavopnaárásum.vísir/afp„Bandaríkin og bandamenn okkar munu halda áfram að samþætta öll tiltæk ráð sem við búum yfir á þessari stundu. Og eins og Trump forseti hefur tekið skýrt fram er landið okkar tilbúið að halda þessum viðbrögðum áfram þangað til sýrlenska stjórnin hættir að nota ólögleg efnavopn.“Stjórn Bashars al-Assad neitar sökSýrlandsstjórn hafnar þó ásökunum um að hafa beitt efnavopnum en rannsókn stendur yfir á meintum efnavopnaárásum. Það hefur verið gagnrýnt, einkum af hálfu stjórnarandstöðuþingmanna í ríkjunum þremur sem að loftárásunum stóðu, að ekki hafi verið haft samráð við þjóðþing ríkjanna. Sýrlandsstjórn og bandamenn þeirra hafa gagnrýnt árásirnar harðlega.
Sýrland Tengdar fréttir Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja. 14. apríl 2018 08:36 Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54 Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja. 14. apríl 2018 08:36
Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54
Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21