Hafa skal það sem sannara reynist Heiða Björg Pálmadóttir skrifar 18. apríl 2018 07:00 Svar við grein Jóhannesar Kr. Kristjánssonar í Fréttablaðinu 12. apríl 2018. Umræða um gæði þjónustu við börn sem glíma við alvarlegan vanda snertir strengi hjá almenningi og mikilvægt er að umræða fari fram í samfélagi hverju sinni um þau úrræði sem í boði eru og það hvort og þá hvernig megi gera betur í þjónustu við börn. Mikilvægt er hins vegar að almenningur sé ekki afvegaleiddur í slíkri umræðu og hún sé byggð á staðreyndum en ekki dylgjum og hálfsannleik eða að tilteknir einstaklingar séu dregnir ranglega til ábyrgðar á ákvörðunum sem stjórnvöld taka.Ákvarðanir á ábyrgð forstjóra Allar ákvarðanir um þróun meðferðarstarfs Barnaverndarstofu, s.s. innihald meðferðar, tegund meðferðarúrræða eða hvort opna eða loka eigi tilteknu meðferðarúrræði, eru teknar af og eru á ábyrgð forstjóra Barnaverndarstofu en ekki á herðum tiltekinna starfsmanna, hversu mikilli þekkingu og færni sem þeir búa yfir. Ákvörðun um innleiðslu fjölkerfameðferðar, MST, var tekin af Barnaverndarstofu áður en núverandi sviðsstjóri meðferðar- og fóstursviðs stofunnar hóf þar störf, og raunar áður en sviðið varð formlega til. Að sama skapi hefur meðferðarheimilum eingöngu verið lokað vegna samdráttar í umsóknum til Barnaverndarstofu um stofnanameðferð. Fullyrðingar um annað eru ósannar og eingöngu til þess fallnar að slá ryki í augu almennings og gera ákvarðanir opinberrar stofnunar tortryggilegar að ósekju. MST-meðferð bylting í þjónustu fyrir börn Frá árinu 2008 hefur Barnaverndarstofa boðið fjölskyldum barna sem sýna alvarlega áhættuhegðun upp á MST-meðferð, sem fer fram á heimavelli barnsins og án þess að fjarlægja þurfi barnið af heimili sínu. Meðferðin hefur verið margrannsökuð og endurtekið sýnt árangur. Eins og eðlilegt er greiðir Barnaverndarstofa hóflegt gjald fyrir að fá að nýta sér þetta úrræði, sem felur í sér vikulegt eftirlit og ráðgjöf og reglulega fræðslu erlendra sérfræðinga til þess að tryggja gæði meðferðarstarfsins og þjálfa starfsfólk. Tilkoma MST á Íslandi hefur gert Barnaverndarstofu kleift að gjörbylta þjónustu vegna barna sem eiga í alvarlegum vanda og hefur tryggt börnum bestu þjónustu sem völ er á, á sama tíma og samfélagið stóð frammi fyrir fordæmalausum niðurskurði í velferðarþjónustu í kjölfar efnahagshruns síðasta áratugar. MST skilar árangri Um 560 börn og fjölskyldur hafa lokið MST-meðferð hér á landi. Eingöngu um 25% þeirra sem ljúka MST þurfa vistun utan heimilis á næstu 18 mánuðum, ýmist á meðferðardeild Stuðla, á meðferðarheimili eða hjá fósturforeldrum. Einnig sýna tölur um stöðu barnanna 18 mánuðum eftir lok meðferðar að verulegur árangur hefur náðst hvað varðar vímuefnaneyslu, skólasókn og vinnu, afskipti lögreglu og ofbeldishegðun. Mikilvægi meðferðarheimila Mikilvægt er að hægt sé að bjóða upp á fjölbreytta flóru úrræða, enda ljóst að ekki hafa allir foreldrar burði til að nýta sér MST-meðferð og vandi sumra barna er alvarlegri en hægt er að takast á við í MST. Á meðferðarheimilum er veitt þjónusta sem Barnaverndarstofa og samfélagið allt getur verið stolt af. Þar er starfsfólk og börn sem leggur mikið á sig til að ná árangri og sárnar ósönn umræða um það góða starf sem þar er unnið. Frá því að MST tók til starfa hefur samsetning barna á meðferðarheimilum Barnaverndarstofu breyst. Algengara er að þar dveljist börn sem glíma við allra alvarlegasta vandann og/eða koma frá heimilum sem glíma við vanda. Slíkt kallar á aukna sérfræðivinnu inni á meðferðarheimilum, öfluga eftirmeðferð og annan stuðning í kjölfar vistunar. Hefur Barnaverndarstofa haldið áfram að þróa meðferðarkerfi sitt og er það nú stigskiptara en áður. Undirbúningur nýs meðferðarheimilis Allt frá árinu 2011 hefur Barnaverndarstofa bent á þörf fyrir sérhæfða meðferðarstofnun í jaðri byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Ákvörðun um að koma slíku heimili á fót var tekin af félags- og húsnæðismálaráðherra á árinu 2015. Hefur fjármagn verið tryggt í verkefnið. Hægt var að hefja leit að lóð fyrir heimilið í ársbyrjun 2017 en ekki hefur fundist heppileg lóð. Leitin stendur nú yfir af auknum þunga og í góðri samvinnu við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Þar til nýja heimilið verður opnað mun Barnaverndarstofa halda áfram að veita börnum þjónustu á þeim meðferðarheimilum sem starfandi eru, en þar eru laus pláss á sumum og litlir sem engir biðlistar á öðrum.Höfundur er starfandi forstjóri Barnaverndarstofu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þú veist þetta allt Opið bréf til Halldórs Haukssonar, sviðsstjóra meðferðarsviðs Barnaverndarstofu. 12. apríl 2018 07:00 Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Svar við grein Jóhannesar Kr. Kristjánssonar í Fréttablaðinu 12. apríl 2018. Umræða um gæði þjónustu við börn sem glíma við alvarlegan vanda snertir strengi hjá almenningi og mikilvægt er að umræða fari fram í samfélagi hverju sinni um þau úrræði sem í boði eru og það hvort og þá hvernig megi gera betur í þjónustu við börn. Mikilvægt er hins vegar að almenningur sé ekki afvegaleiddur í slíkri umræðu og hún sé byggð á staðreyndum en ekki dylgjum og hálfsannleik eða að tilteknir einstaklingar séu dregnir ranglega til ábyrgðar á ákvörðunum sem stjórnvöld taka.Ákvarðanir á ábyrgð forstjóra Allar ákvarðanir um þróun meðferðarstarfs Barnaverndarstofu, s.s. innihald meðferðar, tegund meðferðarúrræða eða hvort opna eða loka eigi tilteknu meðferðarúrræði, eru teknar af og eru á ábyrgð forstjóra Barnaverndarstofu en ekki á herðum tiltekinna starfsmanna, hversu mikilli þekkingu og færni sem þeir búa yfir. Ákvörðun um innleiðslu fjölkerfameðferðar, MST, var tekin af Barnaverndarstofu áður en núverandi sviðsstjóri meðferðar- og fóstursviðs stofunnar hóf þar störf, og raunar áður en sviðið varð formlega til. Að sama skapi hefur meðferðarheimilum eingöngu verið lokað vegna samdráttar í umsóknum til Barnaverndarstofu um stofnanameðferð. Fullyrðingar um annað eru ósannar og eingöngu til þess fallnar að slá ryki í augu almennings og gera ákvarðanir opinberrar stofnunar tortryggilegar að ósekju. MST-meðferð bylting í þjónustu fyrir börn Frá árinu 2008 hefur Barnaverndarstofa boðið fjölskyldum barna sem sýna alvarlega áhættuhegðun upp á MST-meðferð, sem fer fram á heimavelli barnsins og án þess að fjarlægja þurfi barnið af heimili sínu. Meðferðin hefur verið margrannsökuð og endurtekið sýnt árangur. Eins og eðlilegt er greiðir Barnaverndarstofa hóflegt gjald fyrir að fá að nýta sér þetta úrræði, sem felur í sér vikulegt eftirlit og ráðgjöf og reglulega fræðslu erlendra sérfræðinga til þess að tryggja gæði meðferðarstarfsins og þjálfa starfsfólk. Tilkoma MST á Íslandi hefur gert Barnaverndarstofu kleift að gjörbylta þjónustu vegna barna sem eiga í alvarlegum vanda og hefur tryggt börnum bestu þjónustu sem völ er á, á sama tíma og samfélagið stóð frammi fyrir fordæmalausum niðurskurði í velferðarþjónustu í kjölfar efnahagshruns síðasta áratugar. MST skilar árangri Um 560 börn og fjölskyldur hafa lokið MST-meðferð hér á landi. Eingöngu um 25% þeirra sem ljúka MST þurfa vistun utan heimilis á næstu 18 mánuðum, ýmist á meðferðardeild Stuðla, á meðferðarheimili eða hjá fósturforeldrum. Einnig sýna tölur um stöðu barnanna 18 mánuðum eftir lok meðferðar að verulegur árangur hefur náðst hvað varðar vímuefnaneyslu, skólasókn og vinnu, afskipti lögreglu og ofbeldishegðun. Mikilvægi meðferðarheimila Mikilvægt er að hægt sé að bjóða upp á fjölbreytta flóru úrræða, enda ljóst að ekki hafa allir foreldrar burði til að nýta sér MST-meðferð og vandi sumra barna er alvarlegri en hægt er að takast á við í MST. Á meðferðarheimilum er veitt þjónusta sem Barnaverndarstofa og samfélagið allt getur verið stolt af. Þar er starfsfólk og börn sem leggur mikið á sig til að ná árangri og sárnar ósönn umræða um það góða starf sem þar er unnið. Frá því að MST tók til starfa hefur samsetning barna á meðferðarheimilum Barnaverndarstofu breyst. Algengara er að þar dveljist börn sem glíma við allra alvarlegasta vandann og/eða koma frá heimilum sem glíma við vanda. Slíkt kallar á aukna sérfræðivinnu inni á meðferðarheimilum, öfluga eftirmeðferð og annan stuðning í kjölfar vistunar. Hefur Barnaverndarstofa haldið áfram að þróa meðferðarkerfi sitt og er það nú stigskiptara en áður. Undirbúningur nýs meðferðarheimilis Allt frá árinu 2011 hefur Barnaverndarstofa bent á þörf fyrir sérhæfða meðferðarstofnun í jaðri byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Ákvörðun um að koma slíku heimili á fót var tekin af félags- og húsnæðismálaráðherra á árinu 2015. Hefur fjármagn verið tryggt í verkefnið. Hægt var að hefja leit að lóð fyrir heimilið í ársbyrjun 2017 en ekki hefur fundist heppileg lóð. Leitin stendur nú yfir af auknum þunga og í góðri samvinnu við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Þar til nýja heimilið verður opnað mun Barnaverndarstofa halda áfram að veita börnum þjónustu á þeim meðferðarheimilum sem starfandi eru, en þar eru laus pláss á sumum og litlir sem engir biðlistar á öðrum.Höfundur er starfandi forstjóri Barnaverndarstofu
Þú veist þetta allt Opið bréf til Halldórs Haukssonar, sviðsstjóra meðferðarsviðs Barnaverndarstofu. 12. apríl 2018 07:00
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun