Belgísk fyrirtæki sökuð um að flytja bönnuð efni til Sýrlands Samúel Karl Ólason skrifar 18. apríl 2018 14:45 Réttarhöld vegna málsins hefjast í Antwerp þann 15. maí. Vísir/GEtty Yfirvöld Belgíu hafa sakað þrjú fyrirtæki um að hafa flutt efni, sem mögulega væri hægt að nota til efnavopnaframleiðslu, til Sýrlands í trássi við viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins gegn stjórnvöldum Sýrlands. Eitt efnið sem um ræðir, isopropanol, er meðal annars notað við framleiðslu saríngass. Rannsakendur Efnavopnastofnunarinnar, OPCW, komust að þeirri niðurstöðu í fyrra að ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hefði beitt saríngasi gegn íbúum Khan Sheikhoun fyrir rúmu ári síðan. Allt að hundrað manns dóu í árásinni og komst OPCW að þeirri niðurstöðu að isopropanol hefði verið notað við framleiðslu sarínsins. Viðskiptin eiga að hafa átt sér stað á árunum 2014 til 2016. Samkvæmt belgíska tímaritinu Knack, munu réttarhöld vegna málsins hefjast þann 15. maí.Blaðamenn Knack segja umrædd fyrirtæki hafa flutt 96 tonn af isopropanol af 95 prósenta eða hærri hreinleika til Sýrlands á áðurnefndu tímabili. Eftir að ríkisstjórn Assad gerði mannskæða efnavopnaárás í Ghouta árið 2013, þar sem meðal annars var notast við sarín, gerði ríkisstjórnin samkomulag með aðkomu Rússa um að eyða öllum sínum efnavopnum og efnum sem nauðsynleg eru til framleiðslu efnavopna. Þá vara 133 tonnum af isopropanol eytt.Upplýsingar Knack, sem byggja á gagnagrunni Sameinuðu þjóðanna, benda til að rúmlega þúsund tonn af isopropanol hafi verið flutt til Sýrlands frá 2014. Mest frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Líbanon. Belgía var eina ESB-ríkið sem flutti seldi efnið til Sýrlands. Talsmaður tollyfirvalda Belgíu sagði blaðamönnum Knack að fyrirtækin þrjú hefðu ekki haft leyfi fyrir þessum flutningum. Forsvarsmenn fyrirtækjanna segjast ekki hafa vitað af því að þörf hefði verið á sérstökum leyfum vegna útflutningsins, þar sem þeir hefðu selt efnið til Sýrlands í rúman áratug. Sýrland Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira
Yfirvöld Belgíu hafa sakað þrjú fyrirtæki um að hafa flutt efni, sem mögulega væri hægt að nota til efnavopnaframleiðslu, til Sýrlands í trássi við viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins gegn stjórnvöldum Sýrlands. Eitt efnið sem um ræðir, isopropanol, er meðal annars notað við framleiðslu saríngass. Rannsakendur Efnavopnastofnunarinnar, OPCW, komust að þeirri niðurstöðu í fyrra að ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hefði beitt saríngasi gegn íbúum Khan Sheikhoun fyrir rúmu ári síðan. Allt að hundrað manns dóu í árásinni og komst OPCW að þeirri niðurstöðu að isopropanol hefði verið notað við framleiðslu sarínsins. Viðskiptin eiga að hafa átt sér stað á árunum 2014 til 2016. Samkvæmt belgíska tímaritinu Knack, munu réttarhöld vegna málsins hefjast þann 15. maí.Blaðamenn Knack segja umrædd fyrirtæki hafa flutt 96 tonn af isopropanol af 95 prósenta eða hærri hreinleika til Sýrlands á áðurnefndu tímabili. Eftir að ríkisstjórn Assad gerði mannskæða efnavopnaárás í Ghouta árið 2013, þar sem meðal annars var notast við sarín, gerði ríkisstjórnin samkomulag með aðkomu Rússa um að eyða öllum sínum efnavopnum og efnum sem nauðsynleg eru til framleiðslu efnavopna. Þá vara 133 tonnum af isopropanol eytt.Upplýsingar Knack, sem byggja á gagnagrunni Sameinuðu þjóðanna, benda til að rúmlega þúsund tonn af isopropanol hafi verið flutt til Sýrlands frá 2014. Mest frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Líbanon. Belgía var eina ESB-ríkið sem flutti seldi efnið til Sýrlands. Talsmaður tollyfirvalda Belgíu sagði blaðamönnum Knack að fyrirtækin þrjú hefðu ekki haft leyfi fyrir þessum flutningum. Forsvarsmenn fyrirtækjanna segjast ekki hafa vitað af því að þörf hefði verið á sérstökum leyfum vegna útflutningsins, þar sem þeir hefðu selt efnið til Sýrlands í rúman áratug.
Sýrland Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira