Tesla segir sjálfstýribúnað gera heiminn öruggari þrátt fyrir banaslys Kjartan Kjartansson skrifar 1. apríl 2018 00:01 Ætlast er til þess að ökumenn Tesla-bíla séu með hendur á stýri jafnvel þó að sjálfstýringin sé í gangi. Vísir/AFP Forsvarsmenn rafbílaframleiðandans Tesla fullyrða að sjálfstýribúnaður í bílum fyrirtækisins geri heiminn „tvímælalaust öruggari“. Tesla-jepplingur sem ók á vegartálma með þeim afleiðingum að ökumaðurinn lést fyrir rúmri viku var á sjálfstýringu þegar slysið átti sér stað. Tveggja barna faðir á fertugsaldri sem starfaði sem verkfræðingur hjá tæknirisanum Apple lést í slysinu í Kaliforníu í Bandaríkjunum 23. mars. Fjölskylda hans segir að hann hafi sagt starfsmönnum Tesla-bílaumboðs að bíllinn tæki alltaf sveigju að steinsteypuöryggistálmi sem hann rakst á endanum á, að því er segir í frétt Washington Post. Tesla segist harma dauða ökumannsins en að nokkrir þættir hafi leitt til slyssins. Þannig hafi öryggistálmi orðið fyrir höggi í öðrum árekstri og því hafi hann ekki dreift högginu sem skyldi þegar Teslan rakst á hann. Ökumaðurinn sjálfur hafi einnig borið nokkra sök. Þannig virðist hann ekki hafa haft augun með akstrinum þrátt fyrir að ökumenn Tesla-bíla eigi alltaf að hafa hendur á stýri jafnvel þó að sjálfstýring sé í gangi. „Ökumaðurinn hafði fengið nokkrar sjón- og eina hljóðviðvörun um að taka við stýrinu fyrr í ökuferðinni og hendur bílsstjórans greindust ekki á stýrinu í sex sekúndur fyrir áreksturinn,“ segir í yfirlýsingu Tesla. Tálminn hafi blasað við 150 metrum fyrir framan bílinn og í um það bil fimm sekúndur áður en hann skall á honum.Ekki hægt að koma í veg fyrir öll slysFyrirtækið stendur með sjálfstýringu sinni og segir hana fækka árekstrum um allt að 40%. Ökumaður bíls með sjálfstýrihugbúnaðr sé 3,7 sinnum ólíklegri til þess að lenda í banaslysi en aðrir. „Tesla-sjálfstýring kemur ekki í veg fyrir öll slys, slík viðmið væru ómöguleg, en hún gerir þau mun ólíklegri. Hún gerir heiminn tvímælalaust öruggari fyrir farþega bíla, gangandi vegfarendur og hjólreiðarfólk,“ segir fyrirtækið. Tesla Tengdar fréttir Tesla-bifreið var á sjálfstýringu þegar hún hafnaði á vegartálma Bíllinn hafnaði á vegatrálma og fórst ökumaður hans. 31. mars 2018 17:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Sjá meira
Forsvarsmenn rafbílaframleiðandans Tesla fullyrða að sjálfstýribúnaður í bílum fyrirtækisins geri heiminn „tvímælalaust öruggari“. Tesla-jepplingur sem ók á vegartálma með þeim afleiðingum að ökumaðurinn lést fyrir rúmri viku var á sjálfstýringu þegar slysið átti sér stað. Tveggja barna faðir á fertugsaldri sem starfaði sem verkfræðingur hjá tæknirisanum Apple lést í slysinu í Kaliforníu í Bandaríkjunum 23. mars. Fjölskylda hans segir að hann hafi sagt starfsmönnum Tesla-bílaumboðs að bíllinn tæki alltaf sveigju að steinsteypuöryggistálmi sem hann rakst á endanum á, að því er segir í frétt Washington Post. Tesla segist harma dauða ökumannsins en að nokkrir þættir hafi leitt til slyssins. Þannig hafi öryggistálmi orðið fyrir höggi í öðrum árekstri og því hafi hann ekki dreift högginu sem skyldi þegar Teslan rakst á hann. Ökumaðurinn sjálfur hafi einnig borið nokkra sök. Þannig virðist hann ekki hafa haft augun með akstrinum þrátt fyrir að ökumenn Tesla-bíla eigi alltaf að hafa hendur á stýri jafnvel þó að sjálfstýring sé í gangi. „Ökumaðurinn hafði fengið nokkrar sjón- og eina hljóðviðvörun um að taka við stýrinu fyrr í ökuferðinni og hendur bílsstjórans greindust ekki á stýrinu í sex sekúndur fyrir áreksturinn,“ segir í yfirlýsingu Tesla. Tálminn hafi blasað við 150 metrum fyrir framan bílinn og í um það bil fimm sekúndur áður en hann skall á honum.Ekki hægt að koma í veg fyrir öll slysFyrirtækið stendur með sjálfstýringu sinni og segir hana fækka árekstrum um allt að 40%. Ökumaður bíls með sjálfstýrihugbúnaðr sé 3,7 sinnum ólíklegri til þess að lenda í banaslysi en aðrir. „Tesla-sjálfstýring kemur ekki í veg fyrir öll slys, slík viðmið væru ómöguleg, en hún gerir þau mun ólíklegri. Hún gerir heiminn tvímælalaust öruggari fyrir farþega bíla, gangandi vegfarendur og hjólreiðarfólk,“ segir fyrirtækið.
Tesla Tengdar fréttir Tesla-bifreið var á sjálfstýringu þegar hún hafnaði á vegartálma Bíllinn hafnaði á vegatrálma og fórst ökumaður hans. 31. mars 2018 17:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Sjá meira
Tesla-bifreið var á sjálfstýringu þegar hún hafnaði á vegartálma Bíllinn hafnaði á vegatrálma og fórst ökumaður hans. 31. mars 2018 17:30