Neyðarástand gæti skapast á fæðingardeildum í sumar Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Hall skrifa 7. apríl 2018 19:48 Nokkrar af þeim ljósmæðrum sem hafa sagt upp störfum sínum hafa þegar ráðið sig til annarra starfa að sögn formanns kjaranefndar ljósmæðra. Ef ekki takist að semja í kjaradeilunni á næstu mánuðum gæti skapast neyðarástand á fæðingardeildum í sumar. Kjaradeila Ljósmæðrafélags Ísland og ríkisins harðnar dag frá degi og hafa á þriðja tug ljósmæðra sagt upp störfum á Landsspítalanum af þeim ríflega 150 sem þar starfa. Flestar uppsagnirnar taka gildi 1. júlí. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, hvatti samningsaðila í pistli sínum í gær til þess að klára samningsgerð sem allra fyrst því þetta væri óþolandi staða. Næsti fundur í deilunni er boðaður hjá ríkissáttasemjara þann 16. apríl. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, sagði í samtali við fréttastofu að hluti af þeim ljósmæðrum sem hefðu sagt upp væru búnar að fá aðra vinnu. Ef ekki takist að semja sé hætta á neyðarástandi á fæðingardeildum í sumar. Sagði starfi sínu lausu eftir 12 ár Guðrún Fema Ágústsdóttir, ljósmóðir á meðgöngu- og sængurkvennadeild Landspítalans, sem hefur unnið sem ljósmóðir í tólf ár sagði upp starfi sínu um síðustu mánaðarmót til að undirstrika óánægju með kjör sín. „Þetta er skemmtilegasta vinna sem til er og mest gefandi vinna sem til er, en við lifum náttúrulega ekki bara af á því að vera í kærleiksríku starfi. Við verðum að fá laun – og réttlát laun.” Guðrún segist hafa miklar áhyggjur af sumrinu ef takist ekki að semja við ljósmæður áður en að uppsagnir taki gildi. „Sumarið yfir höfuð er annamesti tími ársins í fæðingum þannig að sjálfsögðu er þetta mjög slæmt mál.” Að sögn Guðrúnar ætla nýútskrifaðar ljósmæður ekki að koma til starfa fyrr en búið er að leiðrétta kjörin. Það sama eigi við hjá henni. Kjaramál Tengdar fréttir Yfir 30 ljósmæður hafa sagt upp Deila ljósmæðra harðnar dag frá degi. 6. apríl 2018 19:45 Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. 1. apríl 2018 19:30 Þungt hljóð í ljósmæðrum fyrir fund hjá sáttasemjara Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, kveðst ekkert alltof bjartsýn fyrir fund með samninganefnd ríkisins í dag. 3. apríl 2018 11:32 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Sjá meira
Nokkrar af þeim ljósmæðrum sem hafa sagt upp störfum sínum hafa þegar ráðið sig til annarra starfa að sögn formanns kjaranefndar ljósmæðra. Ef ekki takist að semja í kjaradeilunni á næstu mánuðum gæti skapast neyðarástand á fæðingardeildum í sumar. Kjaradeila Ljósmæðrafélags Ísland og ríkisins harðnar dag frá degi og hafa á þriðja tug ljósmæðra sagt upp störfum á Landsspítalanum af þeim ríflega 150 sem þar starfa. Flestar uppsagnirnar taka gildi 1. júlí. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, hvatti samningsaðila í pistli sínum í gær til þess að klára samningsgerð sem allra fyrst því þetta væri óþolandi staða. Næsti fundur í deilunni er boðaður hjá ríkissáttasemjara þann 16. apríl. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, sagði í samtali við fréttastofu að hluti af þeim ljósmæðrum sem hefðu sagt upp væru búnar að fá aðra vinnu. Ef ekki takist að semja sé hætta á neyðarástandi á fæðingardeildum í sumar. Sagði starfi sínu lausu eftir 12 ár Guðrún Fema Ágústsdóttir, ljósmóðir á meðgöngu- og sængurkvennadeild Landspítalans, sem hefur unnið sem ljósmóðir í tólf ár sagði upp starfi sínu um síðustu mánaðarmót til að undirstrika óánægju með kjör sín. „Þetta er skemmtilegasta vinna sem til er og mest gefandi vinna sem til er, en við lifum náttúrulega ekki bara af á því að vera í kærleiksríku starfi. Við verðum að fá laun – og réttlát laun.” Guðrún segist hafa miklar áhyggjur af sumrinu ef takist ekki að semja við ljósmæður áður en að uppsagnir taki gildi. „Sumarið yfir höfuð er annamesti tími ársins í fæðingum þannig að sjálfsögðu er þetta mjög slæmt mál.” Að sögn Guðrúnar ætla nýútskrifaðar ljósmæður ekki að koma til starfa fyrr en búið er að leiðrétta kjörin. Það sama eigi við hjá henni.
Kjaramál Tengdar fréttir Yfir 30 ljósmæður hafa sagt upp Deila ljósmæðra harðnar dag frá degi. 6. apríl 2018 19:45 Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. 1. apríl 2018 19:30 Þungt hljóð í ljósmæðrum fyrir fund hjá sáttasemjara Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, kveðst ekkert alltof bjartsýn fyrir fund með samninganefnd ríkisins í dag. 3. apríl 2018 11:32 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Sjá meira
Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. 1. apríl 2018 19:30
Þungt hljóð í ljósmæðrum fyrir fund hjá sáttasemjara Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, kveðst ekkert alltof bjartsýn fyrir fund með samninganefnd ríkisins í dag. 3. apríl 2018 11:32