Stjarna Valgarðs skein skært í Höllinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. apríl 2018 06:15 Valgarð Reinharðsson úr Gerplu sýndi góð tilþrif í Laugardalshöllinni um helgina. Vísir/Eyþór Íslandsmótinu í fimleikum lauk um helgina. Á laugardaginn var keppt í fjölþraut í áhaldafimleikum og í gær var keppt á einstökum áhöldum. Glæsileg tilþrif sáust á fjölum Laugardalshallarinnar og umgjörðin var með besta móti. Valgarð Reinhardsson úr Gerplu átti góða helgi og getur gengið afar sáttur frá borði. Hann varð Íslandsmeistari í fjölþraut og vann Íslandsmeistaratitilinn á fjórum áhöldum í gær. Í fjölþrautinni hafði Valgarð betur í baráttu við liðsfélaga sinn hjá Gerplu, Eyþór Örn Baldursson. Valgarð fékk 74,232 stig á móti 72,697 stigum Eyþórs. Stefán Ingvarsson úr Björk varð þriðji með 67,431 stig. Í gær vann Valgarð sigur á svifrá, tvíslá, gólfi og hringjum. Hann endaði svo í 2. sæti á bogahesti á eftir Arnþóri Jónassyni úr Gerplu. Annar Gerplumaður, Guðjón Bjarki Hildarson, varð hlutskarpastur í stökki. Ólympíufarinn Irina Sazanova varði Íslandsmeistaratitil sinn í fjölþraut. Hún fékk 50,050 stig. Liðsfélagi hennar úr Ármanni, Dominiqua Alma Belányi, varð önnur með 48,200 stig. Agnes Suto Tuuha og Thelma Aðalsteinsdóttir úr Gerplu voru jafnar í 3. og 4. sæti með 48,150 stig. Vigdís Pálmadóttir varð Íslandsmeistari unglinga í fjölþraut. Guðrún Edda Min Harðardóttir og Emilía Sigurjónsdóttir, einnig úr Björk, lentu í 2. og 3. sæti. Martin Bjarni Guðmundsson úr Gerplu varð Íslandsmeistari unglinga í fjölþraut karlamegin. Í 2. og 3. sæti urðu Jónas Ingi Þórisson, Ármanni, og Breki Snorrason, Björk. Stjarna gærdagsins í kvennaflokki var hin 15 ára Margrét Lea Kristinsdóttir úr Björk. Hún sýndi frábær tilþrif og hrósaði sigri á slá og gólfi, eða báðum áhöldunum sem hún keppti á. Margrét Lea er á sínu fyrsta ári í fullorðinsflokki. Irina varð Íslandsmeistari á tvíslá og Agnes vann sigur í stökki. Fimleikar Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sjá meira
Íslandsmótinu í fimleikum lauk um helgina. Á laugardaginn var keppt í fjölþraut í áhaldafimleikum og í gær var keppt á einstökum áhöldum. Glæsileg tilþrif sáust á fjölum Laugardalshallarinnar og umgjörðin var með besta móti. Valgarð Reinhardsson úr Gerplu átti góða helgi og getur gengið afar sáttur frá borði. Hann varð Íslandsmeistari í fjölþraut og vann Íslandsmeistaratitilinn á fjórum áhöldum í gær. Í fjölþrautinni hafði Valgarð betur í baráttu við liðsfélaga sinn hjá Gerplu, Eyþór Örn Baldursson. Valgarð fékk 74,232 stig á móti 72,697 stigum Eyþórs. Stefán Ingvarsson úr Björk varð þriðji með 67,431 stig. Í gær vann Valgarð sigur á svifrá, tvíslá, gólfi og hringjum. Hann endaði svo í 2. sæti á bogahesti á eftir Arnþóri Jónassyni úr Gerplu. Annar Gerplumaður, Guðjón Bjarki Hildarson, varð hlutskarpastur í stökki. Ólympíufarinn Irina Sazanova varði Íslandsmeistaratitil sinn í fjölþraut. Hún fékk 50,050 stig. Liðsfélagi hennar úr Ármanni, Dominiqua Alma Belányi, varð önnur með 48,200 stig. Agnes Suto Tuuha og Thelma Aðalsteinsdóttir úr Gerplu voru jafnar í 3. og 4. sæti með 48,150 stig. Vigdís Pálmadóttir varð Íslandsmeistari unglinga í fjölþraut. Guðrún Edda Min Harðardóttir og Emilía Sigurjónsdóttir, einnig úr Björk, lentu í 2. og 3. sæti. Martin Bjarni Guðmundsson úr Gerplu varð Íslandsmeistari unglinga í fjölþraut karlamegin. Í 2. og 3. sæti urðu Jónas Ingi Þórisson, Ármanni, og Breki Snorrason, Björk. Stjarna gærdagsins í kvennaflokki var hin 15 ára Margrét Lea Kristinsdóttir úr Björk. Hún sýndi frábær tilþrif og hrósaði sigri á slá og gólfi, eða báðum áhöldunum sem hún keppti á. Margrét Lea er á sínu fyrsta ári í fullorðinsflokki. Irina varð Íslandsmeistari á tvíslá og Agnes vann sigur í stökki.
Fimleikar Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sjá meira