Samfylkingin vill banna plastpokanotkun í verslunum Sylvía Hall skrifar 30. mars 2018 11:25 Guðmundur Andri Thorsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Vísir/Getty Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem skorað er á umhverfisráðherra að banna plastpokanotkun í verslunum. Einnig er farið fram á að innflytjendum og framleiðendum verði skylt að merkja vörur sem hafa í sér plastagnir. Guðmundur Andri Thorsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Í greinargerð tillögunnar kemur fram að Íslendingum beri að vera í fararbroddi þeirra þjóða sem láta sig verndun hafsins varða og bann við plastpokum sé vel til þess fallið að draga úr notkun plasts og vekja athygli á vandanum sem steðjar að lífríki þess. Þar kemur einnig fram að plastmengun sé ein stærsta ógn við vistkerfi jarðar“ „Plastagnir eru óuppleysanlegar, innan við 5 mm að stærð og brotna ekki niður í lífverum. Þær er að finna í ýmsum vörum, til að mynda snyrtivörum og tannkremi, og enda því iðulega í niðurföllum, vöskum og sturtubotnum. Þaðan eiga þær greiða leið út í sjó. Þær eru í drykkjarvatni okkar og finnast, eins og fyrr segir, í sífellt ríkara mæli í fiskum og öðrum sjávardýrum.“ segir í tillögunni. Vísað er í ritgerð Guðfinns Sigurvinssonar um plastmengun í hafi þar sem hann dregur upp skýra mynd af vandanum og bendir á að Íslendingar noti um 70 milljónir einnota plastpoka á ári, en hver poki sé aðeins notaður í um það bil 25 mínútur. Talið er að 8 milljörðum plastpoka sé hent árlega í Evrópu.Fagna vitundarvakningu meðal almennings Í tillögunni fagnar þingflokkurinn vitundarvakningu í samfélaginu og bendir á að víða bjóða verslanir upp á fjölnotapoka. Þingflokkurinn hrósar einnig almenningi fyrir sitt framlag í hreinsun strandlengjunnar og segir þetta vera jákvæða þróun. Vitundarvakningin í umhverfismálum virðist vera að ná mikilli útbreiðslu, en upp á síðkastið hefur svokallað „plogging“ vakið athygli hér á landi. Þar samtvinnir fólk líkamsrækt og ruslatínslu með því að tína upp rusl á meðan útihlaupum stendur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Samfylkingin reynir að berjast gegn plastpokanotkun, en árið 2015 samþykkti Alþingi tillögu Oddnýjar G. Harðardóttur um að draga úr plastpokanotkun hér á landi. Árið 2016 var samningur þess efnis undirritaður milli Samtaka verslunar og þjónustu og umhverfis- og auðlindaráðuneytis, en samningurinn var ekki endurnýjaður ári seinna. Umhverfismál Tengdar fréttir Sorpa mælir með glærum pokum fyrir „plokkara“ Þá er einnig gott að halda plasti frá öðru rusli. 26. mars 2018 20:30 Plogging er nýjasta líkamsræktaræðið Nýjasta líkamsræktaræðið kallast plogging og snýst um að hlaupa og tína upp rusl á sama tíma. Æðið er upprunið frá Svíþjóð. Stefán Gíslason, hlaupari og umhverfisstjórnunarfræðingur, er ánægður með þetta nýja æði sem hefur 2. febrúar 2018 09:30 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem skorað er á umhverfisráðherra að banna plastpokanotkun í verslunum. Einnig er farið fram á að innflytjendum og framleiðendum verði skylt að merkja vörur sem hafa í sér plastagnir. Guðmundur Andri Thorsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Í greinargerð tillögunnar kemur fram að Íslendingum beri að vera í fararbroddi þeirra þjóða sem láta sig verndun hafsins varða og bann við plastpokum sé vel til þess fallið að draga úr notkun plasts og vekja athygli á vandanum sem steðjar að lífríki þess. Þar kemur einnig fram að plastmengun sé ein stærsta ógn við vistkerfi jarðar“ „Plastagnir eru óuppleysanlegar, innan við 5 mm að stærð og brotna ekki niður í lífverum. Þær er að finna í ýmsum vörum, til að mynda snyrtivörum og tannkremi, og enda því iðulega í niðurföllum, vöskum og sturtubotnum. Þaðan eiga þær greiða leið út í sjó. Þær eru í drykkjarvatni okkar og finnast, eins og fyrr segir, í sífellt ríkara mæli í fiskum og öðrum sjávardýrum.“ segir í tillögunni. Vísað er í ritgerð Guðfinns Sigurvinssonar um plastmengun í hafi þar sem hann dregur upp skýra mynd af vandanum og bendir á að Íslendingar noti um 70 milljónir einnota plastpoka á ári, en hver poki sé aðeins notaður í um það bil 25 mínútur. Talið er að 8 milljörðum plastpoka sé hent árlega í Evrópu.Fagna vitundarvakningu meðal almennings Í tillögunni fagnar þingflokkurinn vitundarvakningu í samfélaginu og bendir á að víða bjóða verslanir upp á fjölnotapoka. Þingflokkurinn hrósar einnig almenningi fyrir sitt framlag í hreinsun strandlengjunnar og segir þetta vera jákvæða þróun. Vitundarvakningin í umhverfismálum virðist vera að ná mikilli útbreiðslu, en upp á síðkastið hefur svokallað „plogging“ vakið athygli hér á landi. Þar samtvinnir fólk líkamsrækt og ruslatínslu með því að tína upp rusl á meðan útihlaupum stendur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Samfylkingin reynir að berjast gegn plastpokanotkun, en árið 2015 samþykkti Alþingi tillögu Oddnýjar G. Harðardóttur um að draga úr plastpokanotkun hér á landi. Árið 2016 var samningur þess efnis undirritaður milli Samtaka verslunar og þjónustu og umhverfis- og auðlindaráðuneytis, en samningurinn var ekki endurnýjaður ári seinna.
Umhverfismál Tengdar fréttir Sorpa mælir með glærum pokum fyrir „plokkara“ Þá er einnig gott að halda plasti frá öðru rusli. 26. mars 2018 20:30 Plogging er nýjasta líkamsræktaræðið Nýjasta líkamsræktaræðið kallast plogging og snýst um að hlaupa og tína upp rusl á sama tíma. Æðið er upprunið frá Svíþjóð. Stefán Gíslason, hlaupari og umhverfisstjórnunarfræðingur, er ánægður með þetta nýja æði sem hefur 2. febrúar 2018 09:30 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Sorpa mælir með glærum pokum fyrir „plokkara“ Þá er einnig gott að halda plasti frá öðru rusli. 26. mars 2018 20:30
Plogging er nýjasta líkamsræktaræðið Nýjasta líkamsræktaræðið kallast plogging og snýst um að hlaupa og tína upp rusl á sama tíma. Æðið er upprunið frá Svíþjóð. Stefán Gíslason, hlaupari og umhverfisstjórnunarfræðingur, er ánægður með þetta nýja æði sem hefur 2. febrúar 2018 09:30