Íslendingar eru ekki lengur hamingjusamasta þjóð í heimi Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. mars 2018 08:00 Vísbendingar eru um að einmanaleiki sé að aukast. Þeir þættir sem spá helst fyrir um óhamingju eru fjárhagserfiðleikar og einmanaleiki. Í ríki eins og Íslandi getur verið neikvæð fylgni milli hagvaxtar og hamingju. Vísir/Daníel Íslendingar eru ekki lengur hamingjusamasta þjóð í heimi. Þetta eru niðurstöður Alþjóða hamingjurannsóknarinnar, World Happiness Report, fyrir árið 2018. Þar eru Íslendingar í fjórða sæti. Niðurstöður rannsókna á hamingju Íslendinga verða kynntar á málþingi í Hátíðarsal Háskóla Íslands sem haldið er í tilefni af Alþjóðlega hamingjudeginum, sem haldinn er árlega 20. mars. Á málþinginu sem fer fram klukkan hálf eitt í dag verður rætt um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til ársins 2030 og hvernig þau samræmast áherslum Heilsueflandi samfélags um vellíðan fyrir alla. „Það er ekki mikill munur á okkur og hinum Norðurlöndunum en ástæðan fyrir því að Noregur og Finnland eru komin upp fyrir okkur er að við höfum lækkað. Það er ekki af því að þau hafi hækkað,“ segir Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá embætti Landlæknis.Dóra Guðrún GuðmundsdóttirDóra segir að verið sé að skoða hvaða þættir það eru sem valdi aukinni vanlíðan, þá sérstaklega meðal ungs fólks. Rannsóknir bendi ítrekað til þess að það sé einkum ungt fólk sem sé ekki eins hamingjusamt og áður. Þó sé ekki hægt að fullyrða að nokkur aldurshópur sé sérstaklega óhamingjusamur. Á fundi með norrænum sérfræðingum um geðheilsu og vellíðan sem fór fram um daginn kom fram að niðurstöður vellíðanarmælinga sýna að líðan ungs fólks á Norðurlöndunum fer almennt versnandi nema í Finnlandi. Nú séu Finnar í fyrsta sinn í fyrsta sæti á World Happiness Report. Dóra Guðrún bendir á að Finnar séu ekki með heimanám og ekki með samræmd próf, en segir þó ekki hægt að fullyrða að það sé ástæða þess að þeir mælist nú efstir. „Við vitum ekki svarið en þetta er hvatning til okkar sem vinnum í lýðheilsustarfi að skoða hvað það er sem orsakar þetta.“ Dóra bendir á að á árunum eftir bankahrun hafi aukin hamingja verið tengd við fleiri samverustundir fjölskyldunnar og minni áherslu á veraldleg gæði. Ekki sé búið að sýna fram á orsakasamhengi á milli hagvaxtar og hamingju en rannsóknir bendi til að þarna kunni að vera neikvæð fylgni á milli í ríku samfélagi eins og á Íslandi. „En þetta er ekki línulegt samband. Það er flóknara en svo. Við vitum nefnilega líka að það er erfitt að eiga ekki í sig og á.“ Dóra Guðrún bendir á að í nýjum Talnabrunni Landlæknis séu vísbendingar um að einmanaleiki sé að aukast. „Þeir þættir sem spá helst fyrir um óhamingju eru fjárhagserfiðleikar og einmanaleiki.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Finnar hamingjusamasta þjóð heims Íslendingar eru fjórða hamingjusamasta þjóðin samkvæmt Heimshamingjuskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 15. mars 2018 08:52 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Innlent Fleiri fréttir Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Sjá meira
Íslendingar eru ekki lengur hamingjusamasta þjóð í heimi. Þetta eru niðurstöður Alþjóða hamingjurannsóknarinnar, World Happiness Report, fyrir árið 2018. Þar eru Íslendingar í fjórða sæti. Niðurstöður rannsókna á hamingju Íslendinga verða kynntar á málþingi í Hátíðarsal Háskóla Íslands sem haldið er í tilefni af Alþjóðlega hamingjudeginum, sem haldinn er árlega 20. mars. Á málþinginu sem fer fram klukkan hálf eitt í dag verður rætt um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til ársins 2030 og hvernig þau samræmast áherslum Heilsueflandi samfélags um vellíðan fyrir alla. „Það er ekki mikill munur á okkur og hinum Norðurlöndunum en ástæðan fyrir því að Noregur og Finnland eru komin upp fyrir okkur er að við höfum lækkað. Það er ekki af því að þau hafi hækkað,“ segir Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá embætti Landlæknis.Dóra Guðrún GuðmundsdóttirDóra segir að verið sé að skoða hvaða þættir það eru sem valdi aukinni vanlíðan, þá sérstaklega meðal ungs fólks. Rannsóknir bendi ítrekað til þess að það sé einkum ungt fólk sem sé ekki eins hamingjusamt og áður. Þó sé ekki hægt að fullyrða að nokkur aldurshópur sé sérstaklega óhamingjusamur. Á fundi með norrænum sérfræðingum um geðheilsu og vellíðan sem fór fram um daginn kom fram að niðurstöður vellíðanarmælinga sýna að líðan ungs fólks á Norðurlöndunum fer almennt versnandi nema í Finnlandi. Nú séu Finnar í fyrsta sinn í fyrsta sæti á World Happiness Report. Dóra Guðrún bendir á að Finnar séu ekki með heimanám og ekki með samræmd próf, en segir þó ekki hægt að fullyrða að það sé ástæða þess að þeir mælist nú efstir. „Við vitum ekki svarið en þetta er hvatning til okkar sem vinnum í lýðheilsustarfi að skoða hvað það er sem orsakar þetta.“ Dóra bendir á að á árunum eftir bankahrun hafi aukin hamingja verið tengd við fleiri samverustundir fjölskyldunnar og minni áherslu á veraldleg gæði. Ekki sé búið að sýna fram á orsakasamhengi á milli hagvaxtar og hamingju en rannsóknir bendi til að þarna kunni að vera neikvæð fylgni á milli í ríku samfélagi eins og á Íslandi. „En þetta er ekki línulegt samband. Það er flóknara en svo. Við vitum nefnilega líka að það er erfitt að eiga ekki í sig og á.“ Dóra Guðrún bendir á að í nýjum Talnabrunni Landlæknis séu vísbendingar um að einmanaleiki sé að aukast. „Þeir þættir sem spá helst fyrir um óhamingju eru fjárhagserfiðleikar og einmanaleiki.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Finnar hamingjusamasta þjóð heims Íslendingar eru fjórða hamingjusamasta þjóðin samkvæmt Heimshamingjuskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 15. mars 2018 08:52 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Innlent Fleiri fréttir Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Sjá meira
Finnar hamingjusamasta þjóð heims Íslendingar eru fjórða hamingjusamasta þjóðin samkvæmt Heimshamingjuskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 15. mars 2018 08:52