NBA: Gríska fríkið sagðist hafa hugsað um LeBron í sturtunni eftir leik og komist að einu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2018 07:30 Giannis Antetokounmpo og LeBron James í leiknum í nótt. Vísir/Getty LeBron James átti enn einn stórleikinn með liði Cleveland Cavaliers í fyrsta leik liðsins eftir að þjálfari þess tók sér frí vegna veikinda. NBA-meistarar léku án þriggja lykilmanna, misstu þann fjórða meiddan af velli og náðu aðeins að skora 75 stig í tapi. LeBron James var með 40 stig og þrennu þegar Cleveland Cavaliers vann 124-117 sigur á Milwaukee Bucks en Tyronn Lue gat ekki stýrt Cavaliers liðinu vegna veikinda. LeBron James skoraði 17 af stigum sínum í þriðja leikhluta en hann var með 12 fráköst og 10 stoðsendingar sem skiluðu honum sextándu þrennu hans á leiktíðinni. Þetta var ennfremur þriðja þrenna hans í síðustu fjórum leikjum. LeBron James nýtti það á réttan hátt þegar hann fékk ekki dæmdar augljósar villur í byrjun þriðja leikhlutans. Í stað þess að missa sig í mótmælum þá skipti hann í túrbú-gírinn og tók algjörlega yfir leikinn. Kevin Love snéri aftur í Cleveland liðið eftir að hafa verið í sex vikur frá vegna handarbrots. Love stóð sig vel og skoraði 18 stig á 25 mínútum. Gríska fríkið Giannis Antetokounmpo skoraði 37 stig í leiknum en viðurkenndi eitt eftir leik. „Ég var að tala við sjálfan mig í sturtunni eftir leikinn og spyrja hvað ég gerði rangt. Hann er fyrsti leikmaðurinn sem skorar 40 stig á mig,“ sagði Antetokounmpo og bætti við: „LeBron er besti körfuboltamaður í heimi.“LaMarcus Aldridge skoraði 33 stig og tók 12 fráköst þegar San Antonio Spurs vann 89-75 sigur á meisturum Golden State Warriors. Það fylgir reyndar sögunni að Golden State Warriors lék án þeirra Stephen Curry, Kevin Durant og Klay Thompson auk þess sem Draymond Green meiddist í öðrum leikhlutanum. Spurs hefur leikið án stórstjörnunnar Kawhi Leonard mesta hluta tímabilsins og svo var einnig í nótt. Quinn Cook var stigahæstur hjá Golden State með 20 stig, Kevon Looney skoraði 12 stig og þeir Andre Iguodala og Nick Young voru báðir með 10 stig. James Johnson skoraði 31 stig og Kelly Olynyk kom með 30 stig inn af bekknum þegar Miami Heat vann 149-141 sigur á Denver Nuggets í tvíframlengdum leik. Þetta er það mesta sem lið Miami Heat hefur skorað í einum leik í sögunni og það mesta sem lið hefur skorað í einum leik á tímabilinu. Houston Rockets og Oklahoma City Thunder höfðu skorað mest áður 148 stig. Wayne Ellington skoraði 29 stig fyrir Miami sem lék án bæði Dwyane Wade og Hassan Whiteside. Nikola Jokic skoraði mest fyrir Denver eða 34 stig.Joel Embiid var með 25 stig og 19 fráköst og nýliðinn Ben Simmons var með þrennu (11 stig, 12 fráköst og 15 stoðsendingar) þegar Philadelphia 76ers vann 108-104 sigur á Charlotte Hornets.Úrslitin úr öllum leikjum NBA í nótt: Sacramento Kings - Detroit Pistons 90-106 San Antonio Spurs - Golden State Warriors 89-75 Brooklyn Nets - Memphis Grizzlies 118-115 Miami Heat - Denver Nuggets 149-141 (118 -118) New York Knicks - Chicago Bulls 110-92 Cleveland Cavaliers - Milwaukee Bucks 124-117 Indiana Pacers - Los Angeles Lakers 110-100 Philadelphia 76ers - Charlotte Hornets 108-94 NBA Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Sjá meira
LeBron James átti enn einn stórleikinn með liði Cleveland Cavaliers í fyrsta leik liðsins eftir að þjálfari þess tók sér frí vegna veikinda. NBA-meistarar léku án þriggja lykilmanna, misstu þann fjórða meiddan af velli og náðu aðeins að skora 75 stig í tapi. LeBron James var með 40 stig og þrennu þegar Cleveland Cavaliers vann 124-117 sigur á Milwaukee Bucks en Tyronn Lue gat ekki stýrt Cavaliers liðinu vegna veikinda. LeBron James skoraði 17 af stigum sínum í þriðja leikhluta en hann var með 12 fráköst og 10 stoðsendingar sem skiluðu honum sextándu þrennu hans á leiktíðinni. Þetta var ennfremur þriðja þrenna hans í síðustu fjórum leikjum. LeBron James nýtti það á réttan hátt þegar hann fékk ekki dæmdar augljósar villur í byrjun þriðja leikhlutans. Í stað þess að missa sig í mótmælum þá skipti hann í túrbú-gírinn og tók algjörlega yfir leikinn. Kevin Love snéri aftur í Cleveland liðið eftir að hafa verið í sex vikur frá vegna handarbrots. Love stóð sig vel og skoraði 18 stig á 25 mínútum. Gríska fríkið Giannis Antetokounmpo skoraði 37 stig í leiknum en viðurkenndi eitt eftir leik. „Ég var að tala við sjálfan mig í sturtunni eftir leikinn og spyrja hvað ég gerði rangt. Hann er fyrsti leikmaðurinn sem skorar 40 stig á mig,“ sagði Antetokounmpo og bætti við: „LeBron er besti körfuboltamaður í heimi.“LaMarcus Aldridge skoraði 33 stig og tók 12 fráköst þegar San Antonio Spurs vann 89-75 sigur á meisturum Golden State Warriors. Það fylgir reyndar sögunni að Golden State Warriors lék án þeirra Stephen Curry, Kevin Durant og Klay Thompson auk þess sem Draymond Green meiddist í öðrum leikhlutanum. Spurs hefur leikið án stórstjörnunnar Kawhi Leonard mesta hluta tímabilsins og svo var einnig í nótt. Quinn Cook var stigahæstur hjá Golden State með 20 stig, Kevon Looney skoraði 12 stig og þeir Andre Iguodala og Nick Young voru báðir með 10 stig. James Johnson skoraði 31 stig og Kelly Olynyk kom með 30 stig inn af bekknum þegar Miami Heat vann 149-141 sigur á Denver Nuggets í tvíframlengdum leik. Þetta er það mesta sem lið Miami Heat hefur skorað í einum leik í sögunni og það mesta sem lið hefur skorað í einum leik á tímabilinu. Houston Rockets og Oklahoma City Thunder höfðu skorað mest áður 148 stig. Wayne Ellington skoraði 29 stig fyrir Miami sem lék án bæði Dwyane Wade og Hassan Whiteside. Nikola Jokic skoraði mest fyrir Denver eða 34 stig.Joel Embiid var með 25 stig og 19 fráköst og nýliðinn Ben Simmons var með þrennu (11 stig, 12 fráköst og 15 stoðsendingar) þegar Philadelphia 76ers vann 108-104 sigur á Charlotte Hornets.Úrslitin úr öllum leikjum NBA í nótt: Sacramento Kings - Detroit Pistons 90-106 San Antonio Spurs - Golden State Warriors 89-75 Brooklyn Nets - Memphis Grizzlies 118-115 Miami Heat - Denver Nuggets 149-141 (118 -118) New York Knicks - Chicago Bulls 110-92 Cleveland Cavaliers - Milwaukee Bucks 124-117 Indiana Pacers - Los Angeles Lakers 110-100 Philadelphia 76ers - Charlotte Hornets 108-94
NBA Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins