Njarðvík vann loksins deildarleik í 27. tilraun | Öll úrslit kvöldsins Anton Ingi Leifsson skrifar 21. mars 2018 20:58 Njarðvík vann loksins deildarleik. vísir/anton Njarðvík vann sin fyrsta leik í Dominos-deild kvenna þegar liðið skellti Breiðablik, 77-59, í Kópavoginum í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Njarðvíkur í 27. tilraunum í deildinni þetta tímabilið. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Breiðablik var með fimm stiga forskot í hálfleik, 42-37. Í síðari hálfleik skelltu hins vegar leikmenn Njarðvíkur í lás, fengu einungis á sig sautján stig og unnu leikinn með átján stigum, 77-59. Shalonda Winton gerði 31 stig fyrir Njarðvík og tók sautján fráköst. Ína María Einarsdóttir gerði 13 stig fyrir Njarðvík sem er á botninum með tvö stig en þær höfðu barist við að vinna leik þetta tímabilið. Hann kom í 27. tilraun. Whitney Knight skoraði 24 stig fyrir Breiðablik sem féll niður í sjöunda sætið eftir að Snæfell vann Val, 59-58, í dramatískum leik í Valshöllinni í kvöld. Eftir frábæran fjórða leikhluta tryggði Kristen McCarthy Snæfell sigur með þrist hálfri mínútu fyrir leikslok. Kristen Denise McCarthy gerði 24 stig fyrir Snæfell og Alda Leif Jónsdóttir ellefu en Snæfell er í sjötta sæti deildarinnar. Aalyah Whiteside gerði 20 stig fyrir Val sem féll niður í þriðja sætið með tapinu. Keflavík rúllaði yfir deildarmeistara Hauka í Keflavík í kvöld, 90-70. Keflavík var yfir í hálfleik, 41-38, en voru mun sterkari aðilinn í fjórða leikhlutanum og náðu þar upp góðu forskoti sem varð að endingu tuttugu stig. Brittanny Dinkins var ótrúleg í liði Keflavíkur í kvöld. Hún skoraði 40 stig, tók ellefu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Næst kom Birna Valgerður Benónýsdóttir með fimmtán stig. Keflavík er í öðru sæti deildarinnar. Helena Sverrisdóttir skoraði 21 stig fyrir Hauka auk þess að taka átta fráköst og gefa þrjár stoðsendingar. Ragnheiður Björk Einarsdóttir skoraði fimmtán stig en Haukarnir eru eins og áður segir orðnar deildarmeistarar. Dominos-deild kvenna Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Fleiri fréttir Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Sjá meira
Njarðvík vann sin fyrsta leik í Dominos-deild kvenna þegar liðið skellti Breiðablik, 77-59, í Kópavoginum í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Njarðvíkur í 27. tilraunum í deildinni þetta tímabilið. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Breiðablik var með fimm stiga forskot í hálfleik, 42-37. Í síðari hálfleik skelltu hins vegar leikmenn Njarðvíkur í lás, fengu einungis á sig sautján stig og unnu leikinn með átján stigum, 77-59. Shalonda Winton gerði 31 stig fyrir Njarðvík og tók sautján fráköst. Ína María Einarsdóttir gerði 13 stig fyrir Njarðvík sem er á botninum með tvö stig en þær höfðu barist við að vinna leik þetta tímabilið. Hann kom í 27. tilraun. Whitney Knight skoraði 24 stig fyrir Breiðablik sem féll niður í sjöunda sætið eftir að Snæfell vann Val, 59-58, í dramatískum leik í Valshöllinni í kvöld. Eftir frábæran fjórða leikhluta tryggði Kristen McCarthy Snæfell sigur með þrist hálfri mínútu fyrir leikslok. Kristen Denise McCarthy gerði 24 stig fyrir Snæfell og Alda Leif Jónsdóttir ellefu en Snæfell er í sjötta sæti deildarinnar. Aalyah Whiteside gerði 20 stig fyrir Val sem féll niður í þriðja sætið með tapinu. Keflavík rúllaði yfir deildarmeistara Hauka í Keflavík í kvöld, 90-70. Keflavík var yfir í hálfleik, 41-38, en voru mun sterkari aðilinn í fjórða leikhlutanum og náðu þar upp góðu forskoti sem varð að endingu tuttugu stig. Brittanny Dinkins var ótrúleg í liði Keflavíkur í kvöld. Hún skoraði 40 stig, tók ellefu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Næst kom Birna Valgerður Benónýsdóttir með fimmtán stig. Keflavík er í öðru sæti deildarinnar. Helena Sverrisdóttir skoraði 21 stig fyrir Hauka auk þess að taka átta fráköst og gefa þrjár stoðsendingar. Ragnheiður Björk Einarsdóttir skoraði fimmtán stig en Haukarnir eru eins og áður segir orðnar deildarmeistarar.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Fleiri fréttir Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Sjá meira