Harpa í landsliðið að nýju │ Engin Berglind Björg Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 22. mars 2018 13:30 Harpa Þorsteinsdóttir skoraði 10 mörk í aðeins 6 leikjum í síðustu undankeppni landsliðsins fyrir EM 2017. mynd/ksí/hilmar þór Freyr Alexandersson tilkynnti á fréttamannafundi í dag 20 manna hóp sem mætir Slóveníu og Færeyjum í undankeppni HM 2019 í Frakklandi. Enginn nýliði er í hópnum í þetta skipti. Harpa Þorsteinsdóttir er komin aftur í landsliðshópinn en hún hefur ekki verið í hópnum það sem af er ári. Í janúar sagði Freyr að það væri „óljóst hvað verður um hennar feril,“ og vildi gefa henni tíma til þess að vinna úr því. Sigríður Lára Garðarsdóttir er einnig komin aftur í liðið en hún greindist með liðagigt í byrjun árs og hefur verið fáverandi vegna þessa. Þá er Elín Metta Jensen einnig komin til baka eftir meiðsli. Þær Selma Sól Magnúsdóttir og Sonný Lára Þráinsdóttir úr Breiðabliki eru með minnstu landsliðsreynsluna en báðar hafa leikið 4 landsleiki. Þá er Valskonan Hlín Eiríksdóttir með 5 landsleiki. Þær voru allar í hópnum sem fór til Algarve í Portúgal í lok febrúar. Eyjakonan Berglind Björg Þorvaldsdóttir er ekki í hópnum. Hún var ekki valin með á Algarve mótið vegna deilna við þáverandi félag sitt Verona á Ítalíu. Þegar þær deilur leystust fór hún þó á móts við liðið. Arna Sif Ásgrímsdóttir, sem var með Berglindi á Ítalíu, fór ekki til Algarve útaf áðurnefndum deilum. Hún er heldur ekki í hópnum hjá Frey í dag. Sex leikmenn sem fóru til Algarve eru ekki í hópnum. Það eru þær Anna Rakel Pétursdóttir, Guðný Árnadóttir, Andrea Mist Pálsdóttir, Andrea Rán Hauksdóttir, Sigrún Ella Einarsdóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir. Íslenski landsliðshópurinn sem mætir Slóveníu 6. apríl og Færeyjum 10. apríl er eftirfarandi:Markmenn: Guðbjörg Gunnarsdóttir, Djurgården Sandra Sigurðardóttir, Val Sonný Lára Þráinsdóttir, BreiðablikiVarnarmenn: Anna Björk Kristjánsdóttir, LB07 Glódís Perla Viggósdóttir, FC Rosengård Hallbera Guðný Gísladóttir, Val Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgården Selma Sól Magnúsdóttir, Breiðabliki, Sif Atladóttir, KristianstadMiðjumenn: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Utah Royals Rakel Hönnudóttir LB07 Sandra María Jessen, Slavia Prag Sara Björk Gunnarsdóttir, Wolfsburg Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBVSóknarmenn: Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki, Elín Metta Jensen, Val Fanndís Friðriksdóttir, Marseille Harpa Þorsteinsdóttir, Stjörnunni Hlín Eiríksdóttir, Val Svava Rós Guðmundsdóttir, Roa HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Í beinni: Freyr velur hópinn gegn Slóvenum og Færeyjum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta spilar tvo leiki í undankeppni HM 2019 í byrjun apríl. Vísir var með beina textalýsingu frá Laugardalsvelli þar sem Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari tilkynnir landsliðshópinn fyrir það verkefni. 22. mars 2018 13:30 Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjá meira
Freyr Alexandersson tilkynnti á fréttamannafundi í dag 20 manna hóp sem mætir Slóveníu og Færeyjum í undankeppni HM 2019 í Frakklandi. Enginn nýliði er í hópnum í þetta skipti. Harpa Þorsteinsdóttir er komin aftur í landsliðshópinn en hún hefur ekki verið í hópnum það sem af er ári. Í janúar sagði Freyr að það væri „óljóst hvað verður um hennar feril,“ og vildi gefa henni tíma til þess að vinna úr því. Sigríður Lára Garðarsdóttir er einnig komin aftur í liðið en hún greindist með liðagigt í byrjun árs og hefur verið fáverandi vegna þessa. Þá er Elín Metta Jensen einnig komin til baka eftir meiðsli. Þær Selma Sól Magnúsdóttir og Sonný Lára Þráinsdóttir úr Breiðabliki eru með minnstu landsliðsreynsluna en báðar hafa leikið 4 landsleiki. Þá er Valskonan Hlín Eiríksdóttir með 5 landsleiki. Þær voru allar í hópnum sem fór til Algarve í Portúgal í lok febrúar. Eyjakonan Berglind Björg Þorvaldsdóttir er ekki í hópnum. Hún var ekki valin með á Algarve mótið vegna deilna við þáverandi félag sitt Verona á Ítalíu. Þegar þær deilur leystust fór hún þó á móts við liðið. Arna Sif Ásgrímsdóttir, sem var með Berglindi á Ítalíu, fór ekki til Algarve útaf áðurnefndum deilum. Hún er heldur ekki í hópnum hjá Frey í dag. Sex leikmenn sem fóru til Algarve eru ekki í hópnum. Það eru þær Anna Rakel Pétursdóttir, Guðný Árnadóttir, Andrea Mist Pálsdóttir, Andrea Rán Hauksdóttir, Sigrún Ella Einarsdóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir. Íslenski landsliðshópurinn sem mætir Slóveníu 6. apríl og Færeyjum 10. apríl er eftirfarandi:Markmenn: Guðbjörg Gunnarsdóttir, Djurgården Sandra Sigurðardóttir, Val Sonný Lára Þráinsdóttir, BreiðablikiVarnarmenn: Anna Björk Kristjánsdóttir, LB07 Glódís Perla Viggósdóttir, FC Rosengård Hallbera Guðný Gísladóttir, Val Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgården Selma Sól Magnúsdóttir, Breiðabliki, Sif Atladóttir, KristianstadMiðjumenn: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Utah Royals Rakel Hönnudóttir LB07 Sandra María Jessen, Slavia Prag Sara Björk Gunnarsdóttir, Wolfsburg Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBVSóknarmenn: Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki, Elín Metta Jensen, Val Fanndís Friðriksdóttir, Marseille Harpa Þorsteinsdóttir, Stjörnunni Hlín Eiríksdóttir, Val Svava Rós Guðmundsdóttir, Roa
HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Í beinni: Freyr velur hópinn gegn Slóvenum og Færeyjum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta spilar tvo leiki í undankeppni HM 2019 í byrjun apríl. Vísir var með beina textalýsingu frá Laugardalsvelli þar sem Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari tilkynnir landsliðshópinn fyrir það verkefni. 22. mars 2018 13:30 Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjá meira
Í beinni: Freyr velur hópinn gegn Slóvenum og Færeyjum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta spilar tvo leiki í undankeppni HM 2019 í byrjun apríl. Vísir var með beina textalýsingu frá Laugardalsvelli þar sem Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari tilkynnir landsliðshópinn fyrir það verkefni. 22. mars 2018 13:30