Sýna kröfu bandarískra ungmenna um herta byssulöggjöf samstöðu í Reykjavík Sylvía Hall skrifar 24. mars 2018 12:15 Frá Austurvelli. Hersir Aron Ólafsson/Vísir Samstöðuganga verður gengin í Reykjavík í dag til stuðnings mótmæla ungmenna gegn skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna, sem fara fram í Washington-borg í dag. Mótmælin voru skipulögð í kjölfar skotárásar í framhaldsskóla í Flórída 14. febrúar. Búist er við að hundruð þúsunda ungmenna krefjist hertrar skotvopnalöggjafar í Bandaríkjunum í dag. Skipuleggjandi göngunnar missti vinkonu sína í blóðugri skotárás í Las Vegas í október. Gangan í dag fer fram undir yfirskriftinni „Göngum fyrir líf okkar“ [e. March for Our Lives]. Ungmenni frá Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland í Flórída skipulögðu gönguna en þau hafa gerst ötulir talsmenn fyrir hertri skotvopnalöggjöf eftir að sautján skólafélagar og starfsmenn skólans féllu í skotárás fyrrverandi nemanda á Valentínusardag. Átta hundruð samstöðugöngur hafa verið boðaðar víða um heim, þar á meðal í Reykjavík. Á Facebook-síðu göngunnar í Reykjavík segir að Gangan í hún sé haldin til að sýna samstöðu með ástvinum í Bandaríkjunum og fólki um heim allan sem vill koma í veg fyrir frekara byssuofbeldi og tryggja öryggi barna og ástvina. Skipuleggjandi göngunnar á Íslandi, Paula Gould, segist hafa ákveðið að efna til samstöðugöngu þegar hún heyrði af mótmælunum vestanhafs. „Þegar ljóst varð að mótmælin yrðu haldin í Bandaríkjunum fann ég mig knúna til þess að sýna samstöðu og spurðist fyrir í Facebook-hópi Bandaríkjamanna á Íslandi hvort áhugi væri fyrir slíku. Viðbrögðin voru ótrúlega jákvæð og ég ákvað að búa til viðburð í kjölfarið,“ segir hún.Paula Gould, skipuleggjandi göngunnar, ávarpar viðstadda í dag.Hersir Aron Ólafsson/VísirVandamálið ekki svo fjarlægt íslensku samfélagiPaula segir að skipulagning göngunnar hafi staðið yfir nú í tæpan mánuð og hafi stuðningurinn teygt sig víðar. Hún hefur meðal annars notið stuðnings Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Hún segir að sá stuðningur hafi verið kærkominn, en hún hafi viljað ná til ungs fólks í tengslum við gönguna. Hún segir ástæðu til að vekja athygli á baráttunni hérlendis, en mikill fjöldi Íslendinga er búsettur í Bandaríkjunum við nám eða vinnu. Vandamálið sé því ekki svo fjarlægt íslensku samfélagi og vísar hún meðal annars til starfsmanna íslenska fyrirtækisins NetApp, sem voru staddir á Mandalay Bay-hótelinu í Las Vegas þegar maður hóf skothríð á tónleikagesti úr glugga hótelsins. Alls létust 59 manns í árásinni. Paula, sem starfaði áður með nokkrum þeirra sem voru staddir á hótelinu, missti einnig kunningjakonu sína í þeirri árás. Hún segir málstaðinn standa nærri hjarta sínu. „Þegar skotárásin í Las Vegas átti sér stað vonaði ég að ég þekkti engan í árásinni, en því miður lét kunningjakona mín lífið í þeirri árás. Í dag þegar ég sé myndbönd frá þeirri árás hugsa ég aðeins um mann og börn sem misstu eiginkonu og móður í árásinni.“ Gangan í Reykjavík hefst kl. 15 í dag. Hún verður farin frá Arnarhóli að Austurvelli. Yvonne Kristín Fulbright, hálfíslenskur fræðimaður, sem upplifði skotárás þegar hún var nemandi við Ríkisháskóla Pennsylvaníu mun halda ávarp þar. Bandaríkin Tengdar fréttir Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41 Krefja stjórnmálamenn um herta byssulöggjöf í Washington Nemendur við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í Flórída, þar sem 17 létust í skotárás á miðvikudag, hafa boðað til kröfugöngu í Washington D.C. 18. febrúar 2018 18:47 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fær ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Sjá meira
Samstöðuganga verður gengin í Reykjavík í dag til stuðnings mótmæla ungmenna gegn skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna, sem fara fram í Washington-borg í dag. Mótmælin voru skipulögð í kjölfar skotárásar í framhaldsskóla í Flórída 14. febrúar. Búist er við að hundruð þúsunda ungmenna krefjist hertrar skotvopnalöggjafar í Bandaríkjunum í dag. Skipuleggjandi göngunnar missti vinkonu sína í blóðugri skotárás í Las Vegas í október. Gangan í dag fer fram undir yfirskriftinni „Göngum fyrir líf okkar“ [e. March for Our Lives]. Ungmenni frá Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland í Flórída skipulögðu gönguna en þau hafa gerst ötulir talsmenn fyrir hertri skotvopnalöggjöf eftir að sautján skólafélagar og starfsmenn skólans féllu í skotárás fyrrverandi nemanda á Valentínusardag. Átta hundruð samstöðugöngur hafa verið boðaðar víða um heim, þar á meðal í Reykjavík. Á Facebook-síðu göngunnar í Reykjavík segir að Gangan í hún sé haldin til að sýna samstöðu með ástvinum í Bandaríkjunum og fólki um heim allan sem vill koma í veg fyrir frekara byssuofbeldi og tryggja öryggi barna og ástvina. Skipuleggjandi göngunnar á Íslandi, Paula Gould, segist hafa ákveðið að efna til samstöðugöngu þegar hún heyrði af mótmælunum vestanhafs. „Þegar ljóst varð að mótmælin yrðu haldin í Bandaríkjunum fann ég mig knúna til þess að sýna samstöðu og spurðist fyrir í Facebook-hópi Bandaríkjamanna á Íslandi hvort áhugi væri fyrir slíku. Viðbrögðin voru ótrúlega jákvæð og ég ákvað að búa til viðburð í kjölfarið,“ segir hún.Paula Gould, skipuleggjandi göngunnar, ávarpar viðstadda í dag.Hersir Aron Ólafsson/VísirVandamálið ekki svo fjarlægt íslensku samfélagiPaula segir að skipulagning göngunnar hafi staðið yfir nú í tæpan mánuð og hafi stuðningurinn teygt sig víðar. Hún hefur meðal annars notið stuðnings Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Hún segir að sá stuðningur hafi verið kærkominn, en hún hafi viljað ná til ungs fólks í tengslum við gönguna. Hún segir ástæðu til að vekja athygli á baráttunni hérlendis, en mikill fjöldi Íslendinga er búsettur í Bandaríkjunum við nám eða vinnu. Vandamálið sé því ekki svo fjarlægt íslensku samfélagi og vísar hún meðal annars til starfsmanna íslenska fyrirtækisins NetApp, sem voru staddir á Mandalay Bay-hótelinu í Las Vegas þegar maður hóf skothríð á tónleikagesti úr glugga hótelsins. Alls létust 59 manns í árásinni. Paula, sem starfaði áður með nokkrum þeirra sem voru staddir á hótelinu, missti einnig kunningjakonu sína í þeirri árás. Hún segir málstaðinn standa nærri hjarta sínu. „Þegar skotárásin í Las Vegas átti sér stað vonaði ég að ég þekkti engan í árásinni, en því miður lét kunningjakona mín lífið í þeirri árás. Í dag þegar ég sé myndbönd frá þeirri árás hugsa ég aðeins um mann og börn sem misstu eiginkonu og móður í árásinni.“ Gangan í Reykjavík hefst kl. 15 í dag. Hún verður farin frá Arnarhóli að Austurvelli. Yvonne Kristín Fulbright, hálfíslenskur fræðimaður, sem upplifði skotárás þegar hún var nemandi við Ríkisháskóla Pennsylvaníu mun halda ávarp þar.
Bandaríkin Tengdar fréttir Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41 Krefja stjórnmálamenn um herta byssulöggjöf í Washington Nemendur við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í Flórída, þar sem 17 létust í skotárás á miðvikudag, hafa boðað til kröfugöngu í Washington D.C. 18. febrúar 2018 18:47 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fær ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Sjá meira
Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41
Krefja stjórnmálamenn um herta byssulöggjöf í Washington Nemendur við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í Flórída, þar sem 17 létust í skotárás á miðvikudag, hafa boðað til kröfugöngu í Washington D.C. 18. febrúar 2018 18:47