Las upp nöfn fallinna skólafélaga og þagði Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. mars 2018 22:51 Emma González stóð á sviðinu og þagði þangað til sex mínútur og tuttugu sekúndur voru liðnar af ræðu hennar. Vísir/Getty Emma González var ein þeirra sem steig á svið í Washington D.C. í dag eftir kröfugönguna March for Our Lives. Gonzalez lifði af skotárás í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Parkland í Flórída þann 14. febrúar síðastliðinn. Margir höfðu beðið eftir ræðu González sem hefur verið áberandi í hópi þeirra nemenda sem skipulögðu gönguna og hafa kallað eftir hertri byssulöggjöf í kjölfar árásarinnar. Ræða hennar á fjöldafundi í Flórída stuttu eftir árásina vakti til að mynda athygli um heim allan þegar hún sagði öllum stjórnmálamönnum sem þiggja fé frá Samtökum skotvopnaeigenda, NRA, að skammast sín. Ræða González í dag mun eflaust einnig vera mörgum minnisstæð. „Sex mínútur og tuttugu sekúndur,“ sagði hún í upphafi. „Á rétt rúmum sex mínútum voru 17 vinir okkar teknir frá okkur, fimmtán voru særðir og enginn í Douglas samfélaginu yrði samur á ný.“ Hún hélt áfram og sagði að klukkutímarnir sem hafi fylgt á eftir hafi verið langir, kaótískir og erfiðir þegar enginn vissi nákvæmlega hvað hefði gerst. „Enginn gat trúað að það voru lík í byggingunni sem átti eftir að bera kennsl á í meira en einn dag. Enginn vissi að þeir sem væri saknað höfðu hætt að anda löngu áður en nokkurt okkar vissi að rauð viðvörun hefði verið gefin út.“Myndi aldrei aftur heilsa á göngunum Hún sagði að enginn hefði skilið hversu miklar og alvarlegar afleiðingar árásin myndi hafa. „Sex mínútur og tuttugu sekúndur með AR-15 riffil og Carmen vinkona mín myndi aldrei kvarta aftur undan píanóæfingu.“ González hélt áfram og nefndi alla skólafélaga sína á nafn sem fórust í árásinni og að þeir myndu aldrei aftur heilsa aftur á göngunum eða mæta á hafnaboltaleiki. Þegar því var lokið starði hún út í mannmergðina og þagði í um það bil fjórar mínútur. Hundruð þúsunda voru samankomin í borginni og mannfjöldinn virtist ekki viss hvernig bregðast ætti við þögninni. Einhverjir hrópuðu og klöppuðu. Eftir smá stund byrjaði fjöldinn að kalla „Aldrei aftur! Aldrei aftur!“ Emma stóð og starði, lokaði augunum um stund og grét þar til að píp heyrðist úr pontunni. „Síðan ég kom hingað eru liðnar sex mínútur og tuttugu sekúndur,“ sagði González. „Byssumaðurinn er hættur að skjóta og mun bráðum yfirgefa riffilinn sinn og blandast inn í nemendahópinn þegar þeir komast burt og hann mun ganga frjáls í klukkutíma þangað til hann er handtekinn.“ Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Hundruð þúsunda krefjast úrbóta á byssulöggjöf Fjölmargir eru samankomnir í Washington D.C. vegna kröfugöngunnar March for Our Lives. Samskonar göngur eru víðsvegar um heiminn í dag. 24. mars 2018 16:45 Sýna kröfu bandarískra ungmenna um herta byssulöggjöf samstöðu í Reykjavík Gengið verður frá Arnarhóli að Austurvelli. Bandarísk kona búsett á Íslandi segist hafa ákveðið að efna til samstöðugöngu þegar hún heyrði af mótmælunum vestanhafs. 24. mars 2018 12:15 „Skammist ykkar“ Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær. 18. febrúar 2018 07:55 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Emma González var ein þeirra sem steig á svið í Washington D.C. í dag eftir kröfugönguna March for Our Lives. Gonzalez lifði af skotárás í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Parkland í Flórída þann 14. febrúar síðastliðinn. Margir höfðu beðið eftir ræðu González sem hefur verið áberandi í hópi þeirra nemenda sem skipulögðu gönguna og hafa kallað eftir hertri byssulöggjöf í kjölfar árásarinnar. Ræða hennar á fjöldafundi í Flórída stuttu eftir árásina vakti til að mynda athygli um heim allan þegar hún sagði öllum stjórnmálamönnum sem þiggja fé frá Samtökum skotvopnaeigenda, NRA, að skammast sín. Ræða González í dag mun eflaust einnig vera mörgum minnisstæð. „Sex mínútur og tuttugu sekúndur,“ sagði hún í upphafi. „Á rétt rúmum sex mínútum voru 17 vinir okkar teknir frá okkur, fimmtán voru særðir og enginn í Douglas samfélaginu yrði samur á ný.“ Hún hélt áfram og sagði að klukkutímarnir sem hafi fylgt á eftir hafi verið langir, kaótískir og erfiðir þegar enginn vissi nákvæmlega hvað hefði gerst. „Enginn gat trúað að það voru lík í byggingunni sem átti eftir að bera kennsl á í meira en einn dag. Enginn vissi að þeir sem væri saknað höfðu hætt að anda löngu áður en nokkurt okkar vissi að rauð viðvörun hefði verið gefin út.“Myndi aldrei aftur heilsa á göngunum Hún sagði að enginn hefði skilið hversu miklar og alvarlegar afleiðingar árásin myndi hafa. „Sex mínútur og tuttugu sekúndur með AR-15 riffil og Carmen vinkona mín myndi aldrei kvarta aftur undan píanóæfingu.“ González hélt áfram og nefndi alla skólafélaga sína á nafn sem fórust í árásinni og að þeir myndu aldrei aftur heilsa aftur á göngunum eða mæta á hafnaboltaleiki. Þegar því var lokið starði hún út í mannmergðina og þagði í um það bil fjórar mínútur. Hundruð þúsunda voru samankomin í borginni og mannfjöldinn virtist ekki viss hvernig bregðast ætti við þögninni. Einhverjir hrópuðu og klöppuðu. Eftir smá stund byrjaði fjöldinn að kalla „Aldrei aftur! Aldrei aftur!“ Emma stóð og starði, lokaði augunum um stund og grét þar til að píp heyrðist úr pontunni. „Síðan ég kom hingað eru liðnar sex mínútur og tuttugu sekúndur,“ sagði González. „Byssumaðurinn er hættur að skjóta og mun bráðum yfirgefa riffilinn sinn og blandast inn í nemendahópinn þegar þeir komast burt og hann mun ganga frjáls í klukkutíma þangað til hann er handtekinn.“
Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Hundruð þúsunda krefjast úrbóta á byssulöggjöf Fjölmargir eru samankomnir í Washington D.C. vegna kröfugöngunnar March for Our Lives. Samskonar göngur eru víðsvegar um heiminn í dag. 24. mars 2018 16:45 Sýna kröfu bandarískra ungmenna um herta byssulöggjöf samstöðu í Reykjavík Gengið verður frá Arnarhóli að Austurvelli. Bandarísk kona búsett á Íslandi segist hafa ákveðið að efna til samstöðugöngu þegar hún heyrði af mótmælunum vestanhafs. 24. mars 2018 12:15 „Skammist ykkar“ Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær. 18. febrúar 2018 07:55 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Hundruð þúsunda krefjast úrbóta á byssulöggjöf Fjölmargir eru samankomnir í Washington D.C. vegna kröfugöngunnar March for Our Lives. Samskonar göngur eru víðsvegar um heiminn í dag. 24. mars 2018 16:45
Sýna kröfu bandarískra ungmenna um herta byssulöggjöf samstöðu í Reykjavík Gengið verður frá Arnarhóli að Austurvelli. Bandarísk kona búsett á Íslandi segist hafa ákveðið að efna til samstöðugöngu þegar hún heyrði af mótmælunum vestanhafs. 24. mars 2018 12:15
„Skammist ykkar“ Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær. 18. febrúar 2018 07:55
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“