Áhyggjuefni ef ekki má refsa fyrir brot Sigurður Mikael Jónsson skrifar 26. mars 2018 06:00 Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. Formaður Félags framhaldsskólakennara (FF) segir brýnt að fara yfir hvaða úrræði skólastjórnendur hafi til að bregðast við brotum á skólareglum í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis á dögunum. Umboðsmaður komst að því að brottvísun 16 ára pilts vorið 2015 hefði verið ólögmæt af hálfu viðkomandi framhaldsskóla og ráðuneytisins. Pilturinn deildi mynd af fáklæddri skólasystur í lokuðum Facebookhópi og var staðinn að vopnaburði í skólanum sem skólinn áleit alvarleg brot. Umboðsmaður taldi meðal annars að brotið hefði verið gegn rétti piltsins til náms með því að vísa honum úr skólanum og að grípa hefði átt til annarra ráðstafana fyrst.Sjá einnig: Menntamálaráðuneytið braut lög þegar sextán ára pilti var vikið úr skóla Ráðuneytið segist taka undir ábendingar umboðsmanns um verklag og forvarnir gegn kynbundnu ofbeldi og boðar vinnu í þá veru„Ráðuneytið hefur nú þegar hafið vinnu við að endurskoða forvarnir gegn kynbundnu ofbeldi í heild sinni þar sem þær hafi ekki haldið í við breyttan veruleika samtímans. Hið sama á við um stafrænt kynferðisofbeldi þar sem stefnu skortir.“ Áhyggjur eru þó af fordæmisgildi niðurstöðunnar og segir Guðríður Arnardóttir, formaður FF, hana vekja áleitnar spurningar. „Við erum með reglur um hvernig nemendur eiga að haga sér í skólanum en ef nemandi brýtur þær og engin viðurlög eru við því, hvað heldur þá nemendum réttum megin við reglurnar?“ Guðríður segir málið snúið því pilturinn hafi verið barn samkvæmt lögum. Áleitnar spurningar vakni þó um úrræði sem stjórnendur geti gripið til í alvarlegum brotum. „Mér finnst við þurfa að setja skýrari línur um hvenær tilefni er til brottvikningar og hvenær gefa á annað tækifæri.“ Ekki megi gleyma þolendum. „Hver er staða þolandans ef ekki er heimilt að víkja geranda úr skólanum? Við getum ekki búið við að nemendur geti brotið skólareglur, án þess að tryggt sé að viðurlög sem sett eru við því séu ekki ómerk.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Menntamálaráðuneytið braut lög þegar sextán ára pilti var vikið úr skóla Pilturinn hafði orðið uppvís að því að bera hníf í skólanum og birta óviðeigandi mynd af skólasystur sinni í lokuðum Facebook hópi. 23. mars 2018 11:34 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Formaður Félags framhaldsskólakennara (FF) segir brýnt að fara yfir hvaða úrræði skólastjórnendur hafi til að bregðast við brotum á skólareglum í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis á dögunum. Umboðsmaður komst að því að brottvísun 16 ára pilts vorið 2015 hefði verið ólögmæt af hálfu viðkomandi framhaldsskóla og ráðuneytisins. Pilturinn deildi mynd af fáklæddri skólasystur í lokuðum Facebookhópi og var staðinn að vopnaburði í skólanum sem skólinn áleit alvarleg brot. Umboðsmaður taldi meðal annars að brotið hefði verið gegn rétti piltsins til náms með því að vísa honum úr skólanum og að grípa hefði átt til annarra ráðstafana fyrst.Sjá einnig: Menntamálaráðuneytið braut lög þegar sextán ára pilti var vikið úr skóla Ráðuneytið segist taka undir ábendingar umboðsmanns um verklag og forvarnir gegn kynbundnu ofbeldi og boðar vinnu í þá veru„Ráðuneytið hefur nú þegar hafið vinnu við að endurskoða forvarnir gegn kynbundnu ofbeldi í heild sinni þar sem þær hafi ekki haldið í við breyttan veruleika samtímans. Hið sama á við um stafrænt kynferðisofbeldi þar sem stefnu skortir.“ Áhyggjur eru þó af fordæmisgildi niðurstöðunnar og segir Guðríður Arnardóttir, formaður FF, hana vekja áleitnar spurningar. „Við erum með reglur um hvernig nemendur eiga að haga sér í skólanum en ef nemandi brýtur þær og engin viðurlög eru við því, hvað heldur þá nemendum réttum megin við reglurnar?“ Guðríður segir málið snúið því pilturinn hafi verið barn samkvæmt lögum. Áleitnar spurningar vakni þó um úrræði sem stjórnendur geti gripið til í alvarlegum brotum. „Mér finnst við þurfa að setja skýrari línur um hvenær tilefni er til brottvikningar og hvenær gefa á annað tækifæri.“ Ekki megi gleyma þolendum. „Hver er staða þolandans ef ekki er heimilt að víkja geranda úr skólanum? Við getum ekki búið við að nemendur geti brotið skólareglur, án þess að tryggt sé að viðurlög sem sett eru við því séu ekki ómerk.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Menntamálaráðuneytið braut lög þegar sextán ára pilti var vikið úr skóla Pilturinn hafði orðið uppvís að því að bera hníf í skólanum og birta óviðeigandi mynd af skólasystur sinni í lokuðum Facebook hópi. 23. mars 2018 11:34 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Menntamálaráðuneytið braut lög þegar sextán ára pilti var vikið úr skóla Pilturinn hafði orðið uppvís að því að bera hníf í skólanum og birta óviðeigandi mynd af skólasystur sinni í lokuðum Facebook hópi. 23. mars 2018 11:34