Sneri aftur eftir erfið meiðsli en hélt að fólkið væri að hylla annan mann | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. mars 2018 07:30 Markelle Fultz skoraði tíu stig í endurkomunni. vísir/getty Nóttin í NBA-deildinni í körfubolta vestanhafs snerist alfarið um endurkomu Markelle Fultz í lið Philadelphia 76ers en Fultz sneri aftur í nótt eftir margra mánaða meiðsli. Fultz var valinn fyrstur í nýliðavalinu á síðasta ári en hann spilaði aðeins nokkra leik fyrir Philadelphia áður en hann meiddist í október og hefur verið frá síðan. Þjálfari liðsins greindi frá því skömmu fyrir leik að Fultz yrði með og skoraði hann tíu stig í endurkomunni sem var þó misjöfn. Hann skaut einum svakalegum loftbolta og lét verja frá sér þrjú skot en einhvers staðar verða menn að byrja á ný. Stuðningsmenn Philadelphia-liðsins voru heldur betur ánægðir með að fá strákinn aftur og öskruðu: „Fultz!, Fultz!, Fultz!“ Hann fattaði þó ekki að þeir væru að kalla nafn hans. „Ég hélt þeir væru að segja Nick Foles [leikstjórnandi NFL-meistara Philadelphia Eagles]. En síðan fattaði ég að þeir voru að kalla mitt nafn. Það var geggjað. Ég elska þetta fólk,“ sagði Markelle Fultz eftir leik. 76ers-liðið hefur verið í mikilli uppbyggingu undanfarin ár sem er heldur betur að skila sér en liðið er í fjórða sæti austursins með 43 sigra og 30 töp og á leiðinni í úrslitakeppnina.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets 137-128 Detroit Pistons - LA Lakers 112-106 Philadelphia 76ers - Denver Nuggets 123-104 Minnesota Timberwolves - Memphis Grizzlies 93-101 Phoenix Suns - Boston Celtics 94-102 NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Sjá meira
Nóttin í NBA-deildinni í körfubolta vestanhafs snerist alfarið um endurkomu Markelle Fultz í lið Philadelphia 76ers en Fultz sneri aftur í nótt eftir margra mánaða meiðsli. Fultz var valinn fyrstur í nýliðavalinu á síðasta ári en hann spilaði aðeins nokkra leik fyrir Philadelphia áður en hann meiddist í október og hefur verið frá síðan. Þjálfari liðsins greindi frá því skömmu fyrir leik að Fultz yrði með og skoraði hann tíu stig í endurkomunni sem var þó misjöfn. Hann skaut einum svakalegum loftbolta og lét verja frá sér þrjú skot en einhvers staðar verða menn að byrja á ný. Stuðningsmenn Philadelphia-liðsins voru heldur betur ánægðir með að fá strákinn aftur og öskruðu: „Fultz!, Fultz!, Fultz!“ Hann fattaði þó ekki að þeir væru að kalla nafn hans. „Ég hélt þeir væru að segja Nick Foles [leikstjórnandi NFL-meistara Philadelphia Eagles]. En síðan fattaði ég að þeir voru að kalla mitt nafn. Það var geggjað. Ég elska þetta fólk,“ sagði Markelle Fultz eftir leik. 76ers-liðið hefur verið í mikilli uppbyggingu undanfarin ár sem er heldur betur að skila sér en liðið er í fjórða sæti austursins með 43 sigra og 30 töp og á leiðinni í úrslitakeppnina.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets 137-128 Detroit Pistons - LA Lakers 112-106 Philadelphia 76ers - Denver Nuggets 123-104 Minnesota Timberwolves - Memphis Grizzlies 93-101 Phoenix Suns - Boston Celtics 94-102
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Sjá meira