NFL-stjarna valdi að fara í frí til Íslands og sá ekki eftir því Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2018 14:45 Larry Fitzgerald. Vísir/Getty Það reynir mikið á menn að spila í NFL-deildinni og þeir þurfa nauðsynlega á góðum fríum að halda eftir öll átökin. Ein af þeim allra bestu úr hópi útherja fór ekki suður í sólina í frí heldur ákvað hann að fara til Íslands og Svíþjóðar. Larry Fitzgerald er einn af öflugustu útherjunum í sögu ameríska fótboltans og á að baki fjórtán tímabil í NFL-deildinni. Larry Fitzgerald mætti í sjónvarpsviðtal á dögunum og sagði frá ferð sinni til Íslands og Svíþjóðar. Fitzgerald vildi reyndar helst bara tala um Íslandsferðina og sótti hann á sömu slóðir og Game of Thrones þættirnir voru teknir upp. Fitzgerald sagði frá ferðum sínum inn í jökul sem og kappakstri á ís sem hann hafði mjög gaman af.Hann fór líka til Svíþjóðar í þessari ferð og sagði líka frá ævintýrum sínum þar í viðtalinu sem má sjá hér fyrir neðan. Fitzgerald hefur alla tíð spilað með liði Arizona Cardinals og hefur frá 2004 komist upp í þriðja sætið yfir flestar gripnar sendingar í sögu NFL. Larry Fitzgerald er einnig í þriðja sæti yfir flesta jarda og er í áttunda sæti yfir flest snertimörk. Hann var kosinn í stjörnuleik deildarinnar í ellefta sinn á síðasta tímabili. Fitzgerald hefur unnið sér inn mikla virðingu með löngum og glæsilegum ferli auk þess að vera til fyrirmyndar utan vallar. Hann er ein af þeim leikmönnum deildarinnar sem eru hvað mest áberandi í auglýsingum í bandarísku sjónvarpi. NFL Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Sjá meira
Það reynir mikið á menn að spila í NFL-deildinni og þeir þurfa nauðsynlega á góðum fríum að halda eftir öll átökin. Ein af þeim allra bestu úr hópi útherja fór ekki suður í sólina í frí heldur ákvað hann að fara til Íslands og Svíþjóðar. Larry Fitzgerald er einn af öflugustu útherjunum í sögu ameríska fótboltans og á að baki fjórtán tímabil í NFL-deildinni. Larry Fitzgerald mætti í sjónvarpsviðtal á dögunum og sagði frá ferð sinni til Íslands og Svíþjóðar. Fitzgerald vildi reyndar helst bara tala um Íslandsferðina og sótti hann á sömu slóðir og Game of Thrones þættirnir voru teknir upp. Fitzgerald sagði frá ferðum sínum inn í jökul sem og kappakstri á ís sem hann hafði mjög gaman af.Hann fór líka til Svíþjóðar í þessari ferð og sagði líka frá ævintýrum sínum þar í viðtalinu sem má sjá hér fyrir neðan. Fitzgerald hefur alla tíð spilað með liði Arizona Cardinals og hefur frá 2004 komist upp í þriðja sætið yfir flestar gripnar sendingar í sögu NFL. Larry Fitzgerald er einnig í þriðja sæti yfir flesta jarda og er í áttunda sæti yfir flest snertimörk. Hann var kosinn í stjörnuleik deildarinnar í ellefta sinn á síðasta tímabili. Fitzgerald hefur unnið sér inn mikla virðingu með löngum og glæsilegum ferli auk þess að vera til fyrirmyndar utan vallar. Hann er ein af þeim leikmönnum deildarinnar sem eru hvað mest áberandi í auglýsingum í bandarísku sjónvarpi.
NFL Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Sjá meira