Ragnar Þór um ASÍ: Hallarbyltingin hefur þegar átt sér stað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. mars 2018 14:27 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Vísir/Stefán Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ekki sé þörf á hallarbyltingu innan ASÍ, hún hafi nú þegar átt sér stað. Þó þurfi að skipta um forystu til þess að ná fram breytingum innan sambandsins. „Við þurfum svo sem enga hallarbyltingu þar inni, hún hefur í rauninin átt sér stað. Það eru fjögur félög, Framsýn á Húsavík, Verkalýðsfélag Akraness, Efling og svo VR, sem að mynda 53 prósent af ASÍ þannig að hallarbyltingin hefur nú þegar átt sér stað,“ sagði Ragnar Þór í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hann, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar hittust í gær á fundi til að stilla saman strengi sína. Segir Ragnar Þór að stefnt sé að því að þessir fundir verði vikulegir. Ragnar segir að sigur hans í formannskjöri VR, sem og sigur Sólveigar Önnu í eflingu sýni að verkalýðshreyfingin sé að kalla á breytingar á ASÍ.Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ.Vísir/Vilhelm„Það er klárt mál að þetta kallar á ákveðnar breytingar þá innan ASÍ. Við erum að tala um þau málefni sem við höfum verið að ræða einna helst, verðtrygginguna, vextina, húsnæðismálin. Bara vaxtamálin hafa bara ekki komist á dagskrá vegna þess að það er bara til ein leið ASÍ að lægra vaxtarstigi og afnámi verðtryggingar,“ sagði Ragnar Þór. Undir stjórn Ragnars Þórs hefur VR hafið undirbúning að úrsögn úr ASÍ en sagði hann í Víglínunni að eftir sigur Sólveigar Önnu væri hann til að endurskoða þá afstöðu. Tækifæri væri að myndast til að auka samstöðu innan verkalýðshreyfingarinnar. „Ég held reyndar að með þessum sigri Sólveigar sé að myndast færi hjá stéttarfélögunum að einmitt, þétta raðirnar og standa saman í kringum þessa niðurstöðu. Þetta er gullið tækifæri fyrir okkur í hreyfingunni að standa þétt saman um þessa niðurstöðu,“ sagði Ragnar Þór. Til þess væri þó þörf á breytingum og að forysta ASÍ þyrfti að víkja. Aðspurður hvort að verið væri að leggja drög að því að fella Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, úr stóli sagði Ragnar að slíkt hefði þó ekki verið rætt sérstaklega. „Það þarf að skipta út fólki í forystunni til þess að ná þessum nýja tón og breytingum fram sem að fólki er að kalla eftir,“ sagði Ragnar Þór í Víglínunni í dag. Kjaramál Tengdar fréttir Nýkjörinn formaður boðar breytta tíma Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, hefur ekki kynnt sér eigin launakjör sem forystumaður í verkalýðshreyfingunni. Hún boðar breytingar í verkalýðsbaráttunni. Segir yfirburði framboðs síns hafa komið á óvart. 8. mars 2018 06:00 VR vill segja upp kjarasamningum: „Einfaldlega verið að hafa okkur að fíflum“ Stjórnar- og trúnaðarráð VR lítur svo á að forsendur kjarasamninga séu brostnar og að öllu óbreyttu beri að segja þeim upp. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundi ráðsins í kvöld. 27. febrúar 2018 21:30 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ekki sé þörf á hallarbyltingu innan ASÍ, hún hafi nú þegar átt sér stað. Þó þurfi að skipta um forystu til þess að ná fram breytingum innan sambandsins. „Við þurfum svo sem enga hallarbyltingu þar inni, hún hefur í rauninin átt sér stað. Það eru fjögur félög, Framsýn á Húsavík, Verkalýðsfélag Akraness, Efling og svo VR, sem að mynda 53 prósent af ASÍ þannig að hallarbyltingin hefur nú þegar átt sér stað,“ sagði Ragnar Þór í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hann, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar hittust í gær á fundi til að stilla saman strengi sína. Segir Ragnar Þór að stefnt sé að því að þessir fundir verði vikulegir. Ragnar segir að sigur hans í formannskjöri VR, sem og sigur Sólveigar Önnu í eflingu sýni að verkalýðshreyfingin sé að kalla á breytingar á ASÍ.Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ.Vísir/Vilhelm„Það er klárt mál að þetta kallar á ákveðnar breytingar þá innan ASÍ. Við erum að tala um þau málefni sem við höfum verið að ræða einna helst, verðtrygginguna, vextina, húsnæðismálin. Bara vaxtamálin hafa bara ekki komist á dagskrá vegna þess að það er bara til ein leið ASÍ að lægra vaxtarstigi og afnámi verðtryggingar,“ sagði Ragnar Þór. Undir stjórn Ragnars Þórs hefur VR hafið undirbúning að úrsögn úr ASÍ en sagði hann í Víglínunni að eftir sigur Sólveigar Önnu væri hann til að endurskoða þá afstöðu. Tækifæri væri að myndast til að auka samstöðu innan verkalýðshreyfingarinnar. „Ég held reyndar að með þessum sigri Sólveigar sé að myndast færi hjá stéttarfélögunum að einmitt, þétta raðirnar og standa saman í kringum þessa niðurstöðu. Þetta er gullið tækifæri fyrir okkur í hreyfingunni að standa þétt saman um þessa niðurstöðu,“ sagði Ragnar Þór. Til þess væri þó þörf á breytingum og að forysta ASÍ þyrfti að víkja. Aðspurður hvort að verið væri að leggja drög að því að fella Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, úr stóli sagði Ragnar að slíkt hefði þó ekki verið rætt sérstaklega. „Það þarf að skipta út fólki í forystunni til þess að ná þessum nýja tón og breytingum fram sem að fólki er að kalla eftir,“ sagði Ragnar Þór í Víglínunni í dag.
Kjaramál Tengdar fréttir Nýkjörinn formaður boðar breytta tíma Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, hefur ekki kynnt sér eigin launakjör sem forystumaður í verkalýðshreyfingunni. Hún boðar breytingar í verkalýðsbaráttunni. Segir yfirburði framboðs síns hafa komið á óvart. 8. mars 2018 06:00 VR vill segja upp kjarasamningum: „Einfaldlega verið að hafa okkur að fíflum“ Stjórnar- og trúnaðarráð VR lítur svo á að forsendur kjarasamninga séu brostnar og að öllu óbreyttu beri að segja þeim upp. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundi ráðsins í kvöld. 27. febrúar 2018 21:30 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Nýkjörinn formaður boðar breytta tíma Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, hefur ekki kynnt sér eigin launakjör sem forystumaður í verkalýðshreyfingunni. Hún boðar breytingar í verkalýðsbaráttunni. Segir yfirburði framboðs síns hafa komið á óvart. 8. mars 2018 06:00
VR vill segja upp kjarasamningum: „Einfaldlega verið að hafa okkur að fíflum“ Stjórnar- og trúnaðarráð VR lítur svo á að forsendur kjarasamninga séu brostnar og að öllu óbreyttu beri að segja þeim upp. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundi ráðsins í kvöld. 27. febrúar 2018 21:30