Sigurður Ingi endurkjörinn: Vill nýta fjármuni úr bönkunum í samgöngumál Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifa 10. mars 2018 20:01 Sigurður Ingi Jóhansson hlaut endurkjör sem formaður Framsóknarflokksins á flokksþingi sem fram fór í dag. Sigurður Ingi fékk 94 prósent atkvæða sem formaður, Lilja Alfreðsdóttir fékk 97 prósent atkvæða sem varaformaður og Jón Björn Hákonarson var endurkjörinn ritari með 95 prósentum atkvæða. Sigurður Ingi hélt yfirlitsræðu á þinginu þar sem hann boðaði stóraukin útgjöld til samgöngumála sem ekki var gert ráð fyrir í áætlun þessa árs. Hann segir að ný fjármálaáætlun til fimm ára komi fram um páskana og samgönguáætlun komi fram í haust og þá ráðist endanlega hvar verði hafist handa. „Umferðaröryggi myndi þar skipta mjög miklu máli, hvort sem við erum að tala um Vesturlandsveg, Suðurlandsveg eða Reykjanesbraut. En við erum líka að tala um aðra vegi eins og Grindavíkurveg og aðra vegi sem umferðaröryggi er ekki nægilegt,“ segir Sigurður og nefnir Vestfjarðavegina, vegi við Dettifoss og einbreiðar brýr í því samhengi. Hann segir að fjármunir frá bönkunum verði notaðir í framkvæmdirnar. „Þar sem ríkið á nú tvo af bönkunum þá munu arðgreiðslur falla til frá þeim. Á sama tíma hefur líka orðið sala á þriðja bankanum þannig að það eru fjármunir til. Hvernig við nýtum þá og hversu háar upphæðir – það mun koma í ljós.“ Sigurður Ingi boðar jafnframt niðurgreiðslu á innanlandsflugi og í fyrsta áfanga verði fimm til sjöhundruð milljónum varið í verkefnið. „Nákvæmlega hverju það mun skila í lækkunum get ég ekki fullyrt um á þessum tíma. Við erum að skoða þetta með það fyrir augum að flugið verið einn liður í almenningssamgöngum.“ Í ræðu Sigurðar Inga í morgun kom fram að ætlunin sé að gistináttagjald færist alfarið yfir til sveitarfélaga. „Á sama tíma er líka verið að koma á komugjöldum í samstarfi við ferðaþjónustuna og aðra samstarfsaðila,“ segir Sigurður. Stj.mál Tengdar fréttir Samgönguráðherra segir ekki koma til greina að flytja innanlandsflug til Keflavíkur Jón Gunnarsson, samgönguráðherra vill leita lausna í deilunni um framtíð Reykjavíkurflugvallar. 13. janúar 2017 14:38 Borgin með aðgerðaáætlun í fjármálum: Vill að gistináttaskattur renni til sveitarfélaga Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun nýja aðgerðaáætlun sem miðar að því að draga úr rekstrarhalla hjá borginni. 8. október 2015 14:58 Sigurður Ingi vill leyfa hjónum að eiga sitt hvort lögheimilið Leggur fram frumvarp til breytingar á lögum um lögheimili í mars næstkomandi. 19. febrúar 2018 13:53 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhansson hlaut endurkjör sem formaður Framsóknarflokksins á flokksþingi sem fram fór í dag. Sigurður Ingi fékk 94 prósent atkvæða sem formaður, Lilja Alfreðsdóttir fékk 97 prósent atkvæða sem varaformaður og Jón Björn Hákonarson var endurkjörinn ritari með 95 prósentum atkvæða. Sigurður Ingi hélt yfirlitsræðu á þinginu þar sem hann boðaði stóraukin útgjöld til samgöngumála sem ekki var gert ráð fyrir í áætlun þessa árs. Hann segir að ný fjármálaáætlun til fimm ára komi fram um páskana og samgönguáætlun komi fram í haust og þá ráðist endanlega hvar verði hafist handa. „Umferðaröryggi myndi þar skipta mjög miklu máli, hvort sem við erum að tala um Vesturlandsveg, Suðurlandsveg eða Reykjanesbraut. En við erum líka að tala um aðra vegi eins og Grindavíkurveg og aðra vegi sem umferðaröryggi er ekki nægilegt,“ segir Sigurður og nefnir Vestfjarðavegina, vegi við Dettifoss og einbreiðar brýr í því samhengi. Hann segir að fjármunir frá bönkunum verði notaðir í framkvæmdirnar. „Þar sem ríkið á nú tvo af bönkunum þá munu arðgreiðslur falla til frá þeim. Á sama tíma hefur líka orðið sala á þriðja bankanum þannig að það eru fjármunir til. Hvernig við nýtum þá og hversu háar upphæðir – það mun koma í ljós.“ Sigurður Ingi boðar jafnframt niðurgreiðslu á innanlandsflugi og í fyrsta áfanga verði fimm til sjöhundruð milljónum varið í verkefnið. „Nákvæmlega hverju það mun skila í lækkunum get ég ekki fullyrt um á þessum tíma. Við erum að skoða þetta með það fyrir augum að flugið verið einn liður í almenningssamgöngum.“ Í ræðu Sigurðar Inga í morgun kom fram að ætlunin sé að gistináttagjald færist alfarið yfir til sveitarfélaga. „Á sama tíma er líka verið að koma á komugjöldum í samstarfi við ferðaþjónustuna og aðra samstarfsaðila,“ segir Sigurður.
Stj.mál Tengdar fréttir Samgönguráðherra segir ekki koma til greina að flytja innanlandsflug til Keflavíkur Jón Gunnarsson, samgönguráðherra vill leita lausna í deilunni um framtíð Reykjavíkurflugvallar. 13. janúar 2017 14:38 Borgin með aðgerðaáætlun í fjármálum: Vill að gistináttaskattur renni til sveitarfélaga Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun nýja aðgerðaáætlun sem miðar að því að draga úr rekstrarhalla hjá borginni. 8. október 2015 14:58 Sigurður Ingi vill leyfa hjónum að eiga sitt hvort lögheimilið Leggur fram frumvarp til breytingar á lögum um lögheimili í mars næstkomandi. 19. febrúar 2018 13:53 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Samgönguráðherra segir ekki koma til greina að flytja innanlandsflug til Keflavíkur Jón Gunnarsson, samgönguráðherra vill leita lausna í deilunni um framtíð Reykjavíkurflugvallar. 13. janúar 2017 14:38
Borgin með aðgerðaáætlun í fjármálum: Vill að gistináttaskattur renni til sveitarfélaga Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun nýja aðgerðaáætlun sem miðar að því að draga úr rekstrarhalla hjá borginni. 8. október 2015 14:58
Sigurður Ingi vill leyfa hjónum að eiga sitt hvort lögheimilið Leggur fram frumvarp til breytingar á lögum um lögheimili í mars næstkomandi. 19. febrúar 2018 13:53