Segir forréttindi að fá að búa í Grímsey Jóhann K. Jóhannsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 10. mars 2018 20:35 Jóhannes Henningsson útgerðarmaður í Grímsey. Mynd/Stöð 2 Raunveruleg hætta er á að íbúabyggð í Grímsey geti lagst af haldi íbúum áfram að fækka og áfram verði skorið niður í aflaheimildum. Íbúar sem búa í eyjunni allt árið um kring vilja blása til sóknar. Mikil fólksfækkun hefur verið í Grímsey á undanförnum árum þó sérstaklega frá aldamótum en þá voru 98 einstaklingar skráðir með lögheimili í eyjunni. Samkvæmt nýjustu tölum frá Hagstofu Íslands voru þeir færri en 70 í loks árs 2016. Þeir eru svo enn færri sem hafa fasta búsetu í eyjunni allt árið um kring. Þrátt fyrir þessa fækkun eru íbúar bjartsýnir á framhaldið hvað varðar búsetu og atvinnuþróun. „Auðvitað eru menn bjartsýnir, það þýðir ekkert annað, menn verða bara að vera það,“ segir Jóhannes Henningsson útgerðarmaður í Grímsey. Hann segir að lífið í þar sé gott. „Ég myndi segja að það séu bara forréttindi að fá að búa hérna.“Miklu meira líf áður fyrr Grímsey er einn átta byggðarkjarna sem flokkast sem „Brothætt byggð“ sem Byggðastofnun hefur haldið þétt utan um vegna þeirra þróunar sem hefur átt sér stað varðandi fólksfækkun og þverrandi atvinnutækifæri. Verkefnið í eyjunni er nefnt Glæðum Grímsey. Grímsey sameinaðist Akureyrarbæ árið 2009 en í áratugi var Bjarni Reykjalín Magnússon, hreppstjóri í eyjunni. „Þetta var miklu meira líf þá heldur en núna. Maður finnur orðið mikið fyrir því, þetta er orðið miklu færra,“ segir Bjarni. Bjarni segir að Grímseyingar hafi verið flestir þegar seinni heimsstyrjöldin byrjaði, þá voru þar kannski í kringum 140 íbúar. „Þetta var ömurlegt þegar það voru kannski þrjár vikur á milli ferða eins og þegar ég var ungur maður.“ Halla Ingólfsdóttir ferðamálafræðingur sem býr í Grímsey segir að nú sem mikil tækifæri til þess að fólk nýtt fólk til Grímseyjar og gamla heima menn til þess að snúa til baka. „Ég vil meina að það sé hægt og það sé allavega þess virði að reyna það.“ Grímsey Tengdar fréttir Góð veiði undanfarið hjá sjómönnum í Grímsey Skerðing fiskkvóta hefur haft mikið að segja um þá fólksfækkun sem hefur orðið í Grímsey. 2. mars 2018 21:00 Jarðskjálftahrina við Grímsey: Stærstu skjálftarnir eins og keyrt sé á húsið Íbúar í Grímsey taka jarðhræringum í og við eyjuna af æðruleysi og stressa sig ekkert endilega á því þó að talað sé um að stærri skjálfti geti orðið. 22. febrúar 2018 22:00 Óvissustigi aflétt vegna jarðskjálfta í Grímsey Eftir sem áður mun Veðurstofan halda áfram að vakta jarðskjálftavirkni á og við Ísland og upplýsa almannavarnir eftir því sem tilefni er til. 1. mars 2018 15:56 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira
Raunveruleg hætta er á að íbúabyggð í Grímsey geti lagst af haldi íbúum áfram að fækka og áfram verði skorið niður í aflaheimildum. Íbúar sem búa í eyjunni allt árið um kring vilja blása til sóknar. Mikil fólksfækkun hefur verið í Grímsey á undanförnum árum þó sérstaklega frá aldamótum en þá voru 98 einstaklingar skráðir með lögheimili í eyjunni. Samkvæmt nýjustu tölum frá Hagstofu Íslands voru þeir færri en 70 í loks árs 2016. Þeir eru svo enn færri sem hafa fasta búsetu í eyjunni allt árið um kring. Þrátt fyrir þessa fækkun eru íbúar bjartsýnir á framhaldið hvað varðar búsetu og atvinnuþróun. „Auðvitað eru menn bjartsýnir, það þýðir ekkert annað, menn verða bara að vera það,“ segir Jóhannes Henningsson útgerðarmaður í Grímsey. Hann segir að lífið í þar sé gott. „Ég myndi segja að það séu bara forréttindi að fá að búa hérna.“Miklu meira líf áður fyrr Grímsey er einn átta byggðarkjarna sem flokkast sem „Brothætt byggð“ sem Byggðastofnun hefur haldið þétt utan um vegna þeirra þróunar sem hefur átt sér stað varðandi fólksfækkun og þverrandi atvinnutækifæri. Verkefnið í eyjunni er nefnt Glæðum Grímsey. Grímsey sameinaðist Akureyrarbæ árið 2009 en í áratugi var Bjarni Reykjalín Magnússon, hreppstjóri í eyjunni. „Þetta var miklu meira líf þá heldur en núna. Maður finnur orðið mikið fyrir því, þetta er orðið miklu færra,“ segir Bjarni. Bjarni segir að Grímseyingar hafi verið flestir þegar seinni heimsstyrjöldin byrjaði, þá voru þar kannski í kringum 140 íbúar. „Þetta var ömurlegt þegar það voru kannski þrjár vikur á milli ferða eins og þegar ég var ungur maður.“ Halla Ingólfsdóttir ferðamálafræðingur sem býr í Grímsey segir að nú sem mikil tækifæri til þess að fólk nýtt fólk til Grímseyjar og gamla heima menn til þess að snúa til baka. „Ég vil meina að það sé hægt og það sé allavega þess virði að reyna það.“
Grímsey Tengdar fréttir Góð veiði undanfarið hjá sjómönnum í Grímsey Skerðing fiskkvóta hefur haft mikið að segja um þá fólksfækkun sem hefur orðið í Grímsey. 2. mars 2018 21:00 Jarðskjálftahrina við Grímsey: Stærstu skjálftarnir eins og keyrt sé á húsið Íbúar í Grímsey taka jarðhræringum í og við eyjuna af æðruleysi og stressa sig ekkert endilega á því þó að talað sé um að stærri skjálfti geti orðið. 22. febrúar 2018 22:00 Óvissustigi aflétt vegna jarðskjálfta í Grímsey Eftir sem áður mun Veðurstofan halda áfram að vakta jarðskjálftavirkni á og við Ísland og upplýsa almannavarnir eftir því sem tilefni er til. 1. mars 2018 15:56 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira
Góð veiði undanfarið hjá sjómönnum í Grímsey Skerðing fiskkvóta hefur haft mikið að segja um þá fólksfækkun sem hefur orðið í Grímsey. 2. mars 2018 21:00
Jarðskjálftahrina við Grímsey: Stærstu skjálftarnir eins og keyrt sé á húsið Íbúar í Grímsey taka jarðhræringum í og við eyjuna af æðruleysi og stressa sig ekkert endilega á því þó að talað sé um að stærri skjálfti geti orðið. 22. febrúar 2018 22:00
Óvissustigi aflétt vegna jarðskjálfta í Grímsey Eftir sem áður mun Veðurstofan halda áfram að vakta jarðskjálftavirkni á og við Ísland og upplýsa almannavarnir eftir því sem tilefni er til. 1. mars 2018 15:56