Bretar sagðir íhuga að hefta aðgengi rússneskra auðkýfinga að „Londongrad“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. mars 2018 22:38 Bresk yfirvöld velta fyrir sér aðgerðum eftir að eitrað var fyrir fyrrverandi njósnara. Vísir/Getty Breskur þingmaður hefur lagt til að aðgengi rússneskra auðjöfra að London verði heft eftir að eitrað var fyrir fyrrverandi rússneskum njósnara og dóttur hans. Njósnarinn fyrrverandi heitir Sergei Skripal, 66 ára, en dóttir hans heitir Yulia, 33 ára. Þau fundust meðvitundarlaus á bekk í verslunarmiðstöð í Salisbury í Wiltshire í suðurhluta Englands. Engir sjáanlegir áverkar voru á þeim. Þau liggja nú þungt haldin á sjúkrahúsi en líðan þeirra er sögð stöðug. Skripal var dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir njósnir í þágu Breta í Rússlandi árið 2006. Honum var sleppt fjórum áður síðar og veitt hæli á Bretlandi. Taugaeitrið sem þeim var byrlað er af tegundinni Novichok en það var þróað í Sovétríkjunum sálugu. Theresa May, forsætisráðherra Breta, sagði á breska þinginu í gær að grunur breskra yfirvalda beindist að Rússum í þessu máli. Sagði hún afar líklegt að rússnesk yfirvöld bæru annað hvort beina ábyrgð á tilræðinu eða þá að yfirvöld þar í landi hafi komið því í kring að eitrið hafnaði í höndum tilræðismanna. Rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich.Vísir/GettyBresk yfirvöld hafa gefið Vladimir Putin, forseta Rússlands, frest fram á miðnætti í kvöld til að veita útskýringar á þessari árás. Íhuga bresk yfirvöld aðgerðir gegn Rússum vegna málsins en bresk þingmaðurinn Tom Tugendhat lagði fram tillögu sem gæti gert það að verkum að aðgengi olígarka, sem stórauðugustu á einkavæðingu í Rússlandi eftir fall Sovétríkjanna, að höfuðborg Breta, London, verði heft.Greint er frá þessu á vef Reuters en þar segir að margir af þessum olígörkum hafi flutt auðæfi sín, fyrirtæki og fjölskyldur til London. Á meðal þekktra olígarka sem þar eru má nefna Roman Abramovich og Alisher Usmanov sem eru stærstu eigendur knattspyrnuliðanna Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Í frétt Reuters er London sögð hafa fengið viðurnefnið „Londongrad“ vegna vinsælda hennar hjá rússneskum auðjöfrum. Bandaríska fjármálaráðuneytið birti í janúar síðastliðnum lista yfir 96 rússneska olígarka og segir Reuters að um tíu til fimmtán prósent séu í nánum tengslum við Bretland. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Telur afar líklegt að Rússar beri ábyrgð á því að eitrað var fyrir njósnara May tilkynnti þessa niðurstöðu á breska þinginu í dag 12. mars 2018 17:57 Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00 Skripal og dóttir hans urðu fyrir taugaeitri Talið er að um árás hafi verið að ræða og er málið rannsakað sem morðtilraun. 7. mars 2018 17:41 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Sjá meira
Breskur þingmaður hefur lagt til að aðgengi rússneskra auðjöfra að London verði heft eftir að eitrað var fyrir fyrrverandi rússneskum njósnara og dóttur hans. Njósnarinn fyrrverandi heitir Sergei Skripal, 66 ára, en dóttir hans heitir Yulia, 33 ára. Þau fundust meðvitundarlaus á bekk í verslunarmiðstöð í Salisbury í Wiltshire í suðurhluta Englands. Engir sjáanlegir áverkar voru á þeim. Þau liggja nú þungt haldin á sjúkrahúsi en líðan þeirra er sögð stöðug. Skripal var dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir njósnir í þágu Breta í Rússlandi árið 2006. Honum var sleppt fjórum áður síðar og veitt hæli á Bretlandi. Taugaeitrið sem þeim var byrlað er af tegundinni Novichok en það var þróað í Sovétríkjunum sálugu. Theresa May, forsætisráðherra Breta, sagði á breska þinginu í gær að grunur breskra yfirvalda beindist að Rússum í þessu máli. Sagði hún afar líklegt að rússnesk yfirvöld bæru annað hvort beina ábyrgð á tilræðinu eða þá að yfirvöld þar í landi hafi komið því í kring að eitrið hafnaði í höndum tilræðismanna. Rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich.Vísir/GettyBresk yfirvöld hafa gefið Vladimir Putin, forseta Rússlands, frest fram á miðnætti í kvöld til að veita útskýringar á þessari árás. Íhuga bresk yfirvöld aðgerðir gegn Rússum vegna málsins en bresk þingmaðurinn Tom Tugendhat lagði fram tillögu sem gæti gert það að verkum að aðgengi olígarka, sem stórauðugustu á einkavæðingu í Rússlandi eftir fall Sovétríkjanna, að höfuðborg Breta, London, verði heft.Greint er frá þessu á vef Reuters en þar segir að margir af þessum olígörkum hafi flutt auðæfi sín, fyrirtæki og fjölskyldur til London. Á meðal þekktra olígarka sem þar eru má nefna Roman Abramovich og Alisher Usmanov sem eru stærstu eigendur knattspyrnuliðanna Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Í frétt Reuters er London sögð hafa fengið viðurnefnið „Londongrad“ vegna vinsælda hennar hjá rússneskum auðjöfrum. Bandaríska fjármálaráðuneytið birti í janúar síðastliðnum lista yfir 96 rússneska olígarka og segir Reuters að um tíu til fimmtán prósent séu í nánum tengslum við Bretland.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Telur afar líklegt að Rússar beri ábyrgð á því að eitrað var fyrir njósnara May tilkynnti þessa niðurstöðu á breska þinginu í dag 12. mars 2018 17:57 Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00 Skripal og dóttir hans urðu fyrir taugaeitri Talið er að um árás hafi verið að ræða og er málið rannsakað sem morðtilraun. 7. mars 2018 17:41 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Sjá meira
Telur afar líklegt að Rússar beri ábyrgð á því að eitrað var fyrir njósnara May tilkynnti þessa niðurstöðu á breska þinginu í dag 12. mars 2018 17:57
Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00
Skripal og dóttir hans urðu fyrir taugaeitri Talið er að um árás hafi verið að ræða og er málið rannsakað sem morðtilraun. 7. mars 2018 17:41