Mestu brottvísanir í áratugi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. mars 2018 06:00 Rannsakendur í Salisbury hafa klæðst hlífðarbúningum. Vísir/Getty Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í gær breska þinginu að til stæði að vísa 23 rússneskum erindrekum, sem væru í raun útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar, úr landi. Er það gert í tengslum við mál Sergeis Skripal og Yuliu dóttur hans sem enn liggja þungt haldin eftir að hafa komist í tæri við svokallað novichok-taugaeitur í Salisbury.* Brottvísanirnar eru þær umfangsmestu í rúma þrjá áratugi. 1985 vísuðu Bretar 31 sovéskum njósnara úr landi. Rússar segja ákvörðun May óásættanlega og óréttlætanlega. Skripal var njósnari fyrir Bretland og var dæmdur í fangelsi í Rússlandi 2006. Árið 2010 fékk hann hæli í Bretlandi eftir njósnaraskipti. Rússar fengu frest til miðnættis í fyrrinótt til að svara því hvernig eitrað hefði verið fyrir fyrrverandi njósnurum með efni sem er eingöngu framleitt í Rússlandi. Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði Rússa hafna afarkostum. Rússar hafi ekki átt þátt í tilræðinu. Til viðbótar munu Bretar ekki senda neina embættismenn á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Rússlandi. Öllum tvíhliða við- ræðum er aflýst, eignir rússneska ríkisins á Bretlandi hugsanlega frystar og aukið eftirlit verður með flugvélum og skipum frá Rússlandi. May var ómyrk í máli í gær. Sagði hún, nýkomin af fundi með forsprökkum leyniþjónustustofnana Breta, að ekki væri hægt að draga neina aðra ályktun en þá að Rússar væru sekir. Sorglegt væri að Pútín kysi að beita sér á þennan hátt. Þá sagði May forkastanlegt að Rússar beittu ólöglegum efnavopnum gegn almennum borgurum. Undir það tók Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins. Forsætisráðherrann sagði Breta myndu beita öðrum aðgerðum sem ekki væri hægt að segja frá opinberlega. Öryggisráð SÞ hefði þar að auki samþykkt að ráðast í niðurrif njósnanets Rússa á Bretlandi. Corbyn vakti ekki hrifningu ýmissa þingmanna er hann spurði hvernig ríkisstjórn May hefði brugðist við ósk Rússa um sýni af eitrinu. May sagðist hneyksluð á yfirlýsingu talsmanns Corbyns eftir þingfundinn um að formaðurinn tryði því ekki að tekist hefði að sanna sekt Rússa í málinu og að mögulegt væri að leyniþjónustustofnanir hefðu rangt fyrir sér. Bar Corbyn saman fullyrðingar Breta nú við fullyrðingar um meint gereyðingarvopn Saddams Hussein. Birtist í Fréttablaðinu Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52 Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32 Corbyn gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við ásökunum gegn Rússum Leiðtogi breska Verkamannaflokksins fordæmdi ekki stjórnvöld í Kreml fyrir taugaeiturstilræði í Bretlandi þegar viðbrögð breskra stjórnvalda voru rædd í þinginu í dag. 14. mars 2018 16:27 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í gær breska þinginu að til stæði að vísa 23 rússneskum erindrekum, sem væru í raun útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar, úr landi. Er það gert í tengslum við mál Sergeis Skripal og Yuliu dóttur hans sem enn liggja þungt haldin eftir að hafa komist í tæri við svokallað novichok-taugaeitur í Salisbury.* Brottvísanirnar eru þær umfangsmestu í rúma þrjá áratugi. 1985 vísuðu Bretar 31 sovéskum njósnara úr landi. Rússar segja ákvörðun May óásættanlega og óréttlætanlega. Skripal var njósnari fyrir Bretland og var dæmdur í fangelsi í Rússlandi 2006. Árið 2010 fékk hann hæli í Bretlandi eftir njósnaraskipti. Rússar fengu frest til miðnættis í fyrrinótt til að svara því hvernig eitrað hefði verið fyrir fyrrverandi njósnurum með efni sem er eingöngu framleitt í Rússlandi. Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði Rússa hafna afarkostum. Rússar hafi ekki átt þátt í tilræðinu. Til viðbótar munu Bretar ekki senda neina embættismenn á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Rússlandi. Öllum tvíhliða við- ræðum er aflýst, eignir rússneska ríkisins á Bretlandi hugsanlega frystar og aukið eftirlit verður með flugvélum og skipum frá Rússlandi. May var ómyrk í máli í gær. Sagði hún, nýkomin af fundi með forsprökkum leyniþjónustustofnana Breta, að ekki væri hægt að draga neina aðra ályktun en þá að Rússar væru sekir. Sorglegt væri að Pútín kysi að beita sér á þennan hátt. Þá sagði May forkastanlegt að Rússar beittu ólöglegum efnavopnum gegn almennum borgurum. Undir það tók Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins. Forsætisráðherrann sagði Breta myndu beita öðrum aðgerðum sem ekki væri hægt að segja frá opinberlega. Öryggisráð SÞ hefði þar að auki samþykkt að ráðast í niðurrif njósnanets Rússa á Bretlandi. Corbyn vakti ekki hrifningu ýmissa þingmanna er hann spurði hvernig ríkisstjórn May hefði brugðist við ósk Rússa um sýni af eitrinu. May sagðist hneyksluð á yfirlýsingu talsmanns Corbyns eftir þingfundinn um að formaðurinn tryði því ekki að tekist hefði að sanna sekt Rússa í málinu og að mögulegt væri að leyniþjónustustofnanir hefðu rangt fyrir sér. Bar Corbyn saman fullyrðingar Breta nú við fullyrðingar um meint gereyðingarvopn Saddams Hussein.
Birtist í Fréttablaðinu Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52 Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32 Corbyn gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við ásökunum gegn Rússum Leiðtogi breska Verkamannaflokksins fordæmdi ekki stjórnvöld í Kreml fyrir taugaeiturstilræði í Bretlandi þegar viðbrögð breskra stjórnvalda voru rædd í þinginu í dag. 14. mars 2018 16:27 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52
Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32
Corbyn gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við ásökunum gegn Rússum Leiðtogi breska Verkamannaflokksins fordæmdi ekki stjórnvöld í Kreml fyrir taugaeiturstilræði í Bretlandi þegar viðbrögð breskra stjórnvalda voru rædd í þinginu í dag. 14. mars 2018 16:27