Framkonur klúðruðu bókstaflega titlinum | Geta ekki orðið deildarmeistarar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2018 10:00 Haukakonur enduðu deildarmeistaradrauma Framliðsins í gær. vísir/valgarður Spennan er rosaleg fyrir lokaumferð Olís-deildar kvenna í handbolta en Íslands- og bikarmeistarar Fram fá þó ekki tækifæri til að fagna um komandi helgi. Bikarmeistarar Fram eru aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Vals þegar ein umferð er eftir af Olís deild kvenna en þær geta samt ekki orðið deildarmeistarar á laugardaginn. Framkonur klúðruðu bókstaflega deildarmeistaratitlinum með því að tapa á Ásvöllum í gær en nokkrum dögum fyrr hafði Fram unnið bikarúrslitaleik liðanna með fjórtán mörkum. Þrjú lið eiga einn möguleika á deildarmeistaratitlinum en það eru lið Vals, Hauka og ÍBV. Tap Framliðsins á Ásvöllum í gær þýðir að möguleikar Fram eru úr sögunni. Fram-liðið getur aðeins endað með jafnmörg stig og Valur og Haukar en Framkonur verða þó alltaf neðstar af þessum þremur liðum vegna slaks árangurs í innbyrðisleikjum efstu liðanna. Haukakonur voru nefnilega að vinna Fram í þriðja sinn í deildinni í gær og það kemur í bakið á Safamýrarkonum. Haukakonur þurfa bæði að treysta á sjálfan sig og Fram í lokaumferðinni. Haukaliðið þarf nefnilega að vinna sinn leik á móti Val með meira en einu marki og treysta síðan á það að Eyjakonur nái þeim ekki að stigum. Takist það verður Haukaliðið deildarmeistari. Verði ÍBV með jafnmörg stig og lið Vals og Hauka þá verður ÍBV deildarmeistari enda með bestan árangur í innbyrðisleikjum þessara þriggja liða. Til að breyta því þyrftu Haukakonur að vinna sextán marka sigur á Val í lokaumferðinni. Hérna vegur ellefu marka sigur ÍBV á Haukum í byrjun febrúar þungt. Valskonur eru eina liðið sem þarf bara að treysta á sig sjálfar en Valsliðinu nægir stig í lokaleiknum sínum á móti Haukum.Eyjakonan Ester Óskarsdóttir.Vísir/StefánSvona er staðanValur (32 stig) verður deildarmeistari - Með því að fá stig í lokaleiknum á móti HaukumHaukar (30 stig) verður deildarmeistari - Með því að vinna Val með meira en einu marki ef ÍBV vinnur ekki FramÍBV (30 stig) verður deildarmeistari - Með því að vinna Fram og að Valur fái ekki stigFram (30 stig) verður deildarmeistari - Getur ekki orðið deildarmeistariStaðan í innbyrðisleikjum liðanna:Valur og Haukar Valur 3 stig (+1) Haukar 1 stig (-1)Valur, Haukar og Fram Haukar 7 stig (+10) Valur 5 stig (-5) Fram 4 stig (-5)Valur, Haukar og ÍBV ÍBV 6 stig (+7) Valur 6 stig (+1) Haukar 4 stig (-8) Olís-deild kvenna Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Sjá meira
Spennan er rosaleg fyrir lokaumferð Olís-deildar kvenna í handbolta en Íslands- og bikarmeistarar Fram fá þó ekki tækifæri til að fagna um komandi helgi. Bikarmeistarar Fram eru aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Vals þegar ein umferð er eftir af Olís deild kvenna en þær geta samt ekki orðið deildarmeistarar á laugardaginn. Framkonur klúðruðu bókstaflega deildarmeistaratitlinum með því að tapa á Ásvöllum í gær en nokkrum dögum fyrr hafði Fram unnið bikarúrslitaleik liðanna með fjórtán mörkum. Þrjú lið eiga einn möguleika á deildarmeistaratitlinum en það eru lið Vals, Hauka og ÍBV. Tap Framliðsins á Ásvöllum í gær þýðir að möguleikar Fram eru úr sögunni. Fram-liðið getur aðeins endað með jafnmörg stig og Valur og Haukar en Framkonur verða þó alltaf neðstar af þessum þremur liðum vegna slaks árangurs í innbyrðisleikjum efstu liðanna. Haukakonur voru nefnilega að vinna Fram í þriðja sinn í deildinni í gær og það kemur í bakið á Safamýrarkonum. Haukakonur þurfa bæði að treysta á sjálfan sig og Fram í lokaumferðinni. Haukaliðið þarf nefnilega að vinna sinn leik á móti Val með meira en einu marki og treysta síðan á það að Eyjakonur nái þeim ekki að stigum. Takist það verður Haukaliðið deildarmeistari. Verði ÍBV með jafnmörg stig og lið Vals og Hauka þá verður ÍBV deildarmeistari enda með bestan árangur í innbyrðisleikjum þessara þriggja liða. Til að breyta því þyrftu Haukakonur að vinna sextán marka sigur á Val í lokaumferðinni. Hérna vegur ellefu marka sigur ÍBV á Haukum í byrjun febrúar þungt. Valskonur eru eina liðið sem þarf bara að treysta á sig sjálfar en Valsliðinu nægir stig í lokaleiknum sínum á móti Haukum.Eyjakonan Ester Óskarsdóttir.Vísir/StefánSvona er staðanValur (32 stig) verður deildarmeistari - Með því að fá stig í lokaleiknum á móti HaukumHaukar (30 stig) verður deildarmeistari - Með því að vinna Val með meira en einu marki ef ÍBV vinnur ekki FramÍBV (30 stig) verður deildarmeistari - Með því að vinna Fram og að Valur fái ekki stigFram (30 stig) verður deildarmeistari - Getur ekki orðið deildarmeistariStaðan í innbyrðisleikjum liðanna:Valur og Haukar Valur 3 stig (+1) Haukar 1 stig (-1)Valur, Haukar og Fram Haukar 7 stig (+10) Valur 5 stig (-5) Fram 4 stig (-5)Valur, Haukar og ÍBV ÍBV 6 stig (+7) Valur 6 stig (+1) Haukar 4 stig (-8)
Olís-deild kvenna Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Sjá meira