Danny Boyle staðfestir að hann sé að skrifa Bond-handrit Birgir Olgeirsson skrifar 15. mars 2018 18:49 Leikstjórinn Danny Boyle. Vísir/Getty Óskarsverðlaunahafinn Danny Boyle hefur staðfest að hann sé að vinna að handriti næstu kvikmyndar um njósnarann James Bond. Myndin verður sú tuttugasta og fimmta í röðinni en Boyle vinnur að handritinu ásamt handritshöfundinum John Hodge en sama skrifuðu þeir Trainspotting. Orðrómur hefur verið á kreiki þess efnis að Boyle væri að vinna að Bond-handriti en hann staðfesti það á forsýningu á nýjustu þáttaröð hans Trust í vikunni. Á vef Deadline kemur fram að þegar þeir Boyle og Hodge skila inn handritinu þá hafi framleiðslufyrirtækið MGM um tvennt að velja. Annars vegar að notast við handrit Boyle og Hodges og fá þannig Danny Boyle sem leikstjóra myndarinnar. Ef forsvarsmenn MGM verða ekki hrifnir af hugmyndinni eiga þeir þó enn handrit Neal Purvis og Robert Wade, en þeir höfðu áður skrifað handrit Bond-myndanna Skyfall, Spectre og Casino Royale. Ef það handrit verður fyrir valinu eru þeir með lista af leikstjórum sem þeir vilja að taki við verkinu en það eru þeir Yann Demange, Denis Villeneuve og David Mackenzie. Boyle hefur áður unnið með Daniel Craig, sem hefur leikið Bond í undanförnum myndum. Það var þegar Boyle sá um að leikstýra opnunarhátíð Ólympíuleikanna í London árið 2012. Áætlað er að næsta Bond-mynd veðri frumsýnd í nóvember 2019. James Bond Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunahafinn Danny Boyle hefur staðfest að hann sé að vinna að handriti næstu kvikmyndar um njósnarann James Bond. Myndin verður sú tuttugasta og fimmta í röðinni en Boyle vinnur að handritinu ásamt handritshöfundinum John Hodge en sama skrifuðu þeir Trainspotting. Orðrómur hefur verið á kreiki þess efnis að Boyle væri að vinna að Bond-handriti en hann staðfesti það á forsýningu á nýjustu þáttaröð hans Trust í vikunni. Á vef Deadline kemur fram að þegar þeir Boyle og Hodge skila inn handritinu þá hafi framleiðslufyrirtækið MGM um tvennt að velja. Annars vegar að notast við handrit Boyle og Hodges og fá þannig Danny Boyle sem leikstjóra myndarinnar. Ef forsvarsmenn MGM verða ekki hrifnir af hugmyndinni eiga þeir þó enn handrit Neal Purvis og Robert Wade, en þeir höfðu áður skrifað handrit Bond-myndanna Skyfall, Spectre og Casino Royale. Ef það handrit verður fyrir valinu eru þeir með lista af leikstjórum sem þeir vilja að taki við verkinu en það eru þeir Yann Demange, Denis Villeneuve og David Mackenzie. Boyle hefur áður unnið með Daniel Craig, sem hefur leikið Bond í undanförnum myndum. Það var þegar Boyle sá um að leikstýra opnunarhátíð Ólympíuleikanna í London árið 2012. Áætlað er að næsta Bond-mynd veðri frumsýnd í nóvember 2019.
James Bond Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein