Friða flugskýlisgrind frá hernámsárunum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. mars 2018 11:00 Stálburðarvirki Flugkýlis 1 er jafnvel talið geta verið einstakt á heimsvísu að mati Minjastofnunar Íslands. Vísir/Eyþór „Mjög fá önnur skýli af þessari gerð hafa varðveist og kann skýlið því að hafa varðveislugildi á heimsvísu,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúa Reykjavíkur vegna fyrirhugaðrar friðlýsingar á Flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli. Minjastofnun Íslands hefur tilkynnt Reykjavíkurborg að stofnunin sé að undirbúa tillögu til menntaog menningarmálaráðherra um að friðlýsa Flugskýli 1. „Lagt er til að friðlýsingin taki til stálburðargrindar skýlisins og upprunalegra rennihurða á göflum hússins,“ segir í bréfi þar sem borginni er lögum samkvæmt boðið að gera athugasemdir við áformin. „Burðargrind skýlisins er upprunaleg og afar sérstök. Mjög fá önnur skýli af þessari gerð hafa varðveist og kann skýlið því að hafa varðveislugildi á heimsvísu,“ segir Minjastofnun. Flugskýli 1 sé fyrsta flugskýlið sem byggt hafi verið á Reykjavíkurflugvelli. „Skýlið stendur við hlið gamla flugturnsins sem er friðlýst bygging. Saman mynda þau varðveisluheild sem hefur fágætisgildi á landsvísu,“ segir áfram um gildi skýlisins. Það stendur aftan við flugstjórnarmið- stöðina og er skammt frá Hótel Natura. „Það er eitt fjögurra breskra flugskýla af gerðinni T-2 sem smíðuð voru og sett upp á Reykjavíkurflugvelli fyrir breska herinn af fyrirtækinu Teeside Bridge and Engineering Co. Ltd. Í Middlesbrough. Sama fyrirtæki smíðaði og setti upp Ölfusárbrúna á Selfossi árið 1945,“ segir Minjastofnun. Þá er tekið fram að Flugskýli 1 sé eitt elsta mannvirkið á Reykjavíkurflugvelli. Sem slíkt tengist það sögu hernámsáranna og flugsögu Íslands. „Flest flugfélög sem starfað hafa hér á landi hafa haft aðstöðu í húsinu á ólíkum tímabilum.“ Málið var á dagskrá umhverfisog skipulagsráðs Reykjavíkur í vikunni. Þar var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa borgarinnar. Hún er stutt: „Ekki eru gerðar athugasemdir við tillögu Minjastofnunar um friðlýsingu Flugskýlis 1.“ Formleg afstaða borgarinnar liggur hins vegar ekki enn fyrir þar sem málið hefur ekki verið afgreitt. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
„Mjög fá önnur skýli af þessari gerð hafa varðveist og kann skýlið því að hafa varðveislugildi á heimsvísu,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúa Reykjavíkur vegna fyrirhugaðrar friðlýsingar á Flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli. Minjastofnun Íslands hefur tilkynnt Reykjavíkurborg að stofnunin sé að undirbúa tillögu til menntaog menningarmálaráðherra um að friðlýsa Flugskýli 1. „Lagt er til að friðlýsingin taki til stálburðargrindar skýlisins og upprunalegra rennihurða á göflum hússins,“ segir í bréfi þar sem borginni er lögum samkvæmt boðið að gera athugasemdir við áformin. „Burðargrind skýlisins er upprunaleg og afar sérstök. Mjög fá önnur skýli af þessari gerð hafa varðveist og kann skýlið því að hafa varðveislugildi á heimsvísu,“ segir Minjastofnun. Flugskýli 1 sé fyrsta flugskýlið sem byggt hafi verið á Reykjavíkurflugvelli. „Skýlið stendur við hlið gamla flugturnsins sem er friðlýst bygging. Saman mynda þau varðveisluheild sem hefur fágætisgildi á landsvísu,“ segir áfram um gildi skýlisins. Það stendur aftan við flugstjórnarmið- stöðina og er skammt frá Hótel Natura. „Það er eitt fjögurra breskra flugskýla af gerðinni T-2 sem smíðuð voru og sett upp á Reykjavíkurflugvelli fyrir breska herinn af fyrirtækinu Teeside Bridge and Engineering Co. Ltd. Í Middlesbrough. Sama fyrirtæki smíðaði og setti upp Ölfusárbrúna á Selfossi árið 1945,“ segir Minjastofnun. Þá er tekið fram að Flugskýli 1 sé eitt elsta mannvirkið á Reykjavíkurflugvelli. Sem slíkt tengist það sögu hernámsáranna og flugsögu Íslands. „Flest flugfélög sem starfað hafa hér á landi hafa haft aðstöðu í húsinu á ólíkum tímabilum.“ Málið var á dagskrá umhverfisog skipulagsráðs Reykjavíkur í vikunni. Þar var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa borgarinnar. Hún er stutt: „Ekki eru gerðar athugasemdir við tillögu Minjastofnunar um friðlýsingu Flugskýlis 1.“ Formleg afstaða borgarinnar liggur hins vegar ekki enn fyrir þar sem málið hefur ekki verið afgreitt.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira