Sjálfstæðismenn bæta verulega við sig Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. mars 2018 06:00 Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir leiða lista Sjálfstæðismanna í borginni. VISIR/ANTON BRINK „Það sem mér finnst athyglisverðast er að ef maður skiptir þessu upp í mögulega meirihluta þá birtast þessar tvær blokkir, rauð og blá, sem eru mjög jafnar miðað við það hversu langt er í kosningar,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Eins og greint var frá í gær sýnir ný könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is að meirihlutinn í borgarstjórn, með Samfylkingunni, VG og Pírötum, myndi naumlega halda. Björt framtíð myndi þó hverfa úr borgarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn myndi bæta við sig tæpum 10 prósentustigum frá kosningunum 2014 ef niðurstöður borgarstjórnarkosninga í vor yrðu í takti við könnunina. Flokkurinn bætir við sig einu prósentustigi frá því að Fréttablaðið kannaði stuðning við framboð í Reykjavík í lok ágúst. Flokkurinn mælist núna með 35,2 prósenta fylgi. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar tapar Samfylkingin tæpum fimm prósentustigum frá síðustu kosningum en tvöfaldar fylgi sitt frá síðustu könnun Fréttablaðsins. Flokkurinn mælist núna með 27,2 prósent.Eiríkur bendir á að staðan sé enn þannig að ekki sé komið á upphafsreit kosningabaráttunnar. „Við erum ekki einu sinni alveg komin á hann. Það eiga nokkrir flokkar eftir að kynna sína lista og svo framvegis. Þannig að við erum ekki enn komin með þá mynd sem blasir við í upphafi kosningabaráttunnar,“ segir hann og bætir við að staða Viðreisnar, sem er með rúm fjögur prósent í könnuninni og fengi einn fulltrúa kjörinn, sé athyglisverð í ljósi þess að framboðslisti hefur ekki verið kynntur. María Rut Kristinsdóttir, formaður uppstillingarnefndar Viðreisnar, segir að listinn verði kynntur innan fárra daga. Samkvæmt skoðanakönnuninni er staða Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík mun sterkari en staðan var í Reykjavíkurkjördæmunum í alþingiskosningunum í haust, en flokkurinn fékk um 23 prósent í hvoru kjördæmi fyrir sig. „En þannig var alltaf gamla myndin. Sjálfstæðisflokkurinn hafði alltaf miklu meira fylgi í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík en hann fékk í þingkosningum og það hefur oft verið þannig þó að það hafi ekki verið þannig í einhverjum kosningum undanfarið,“ segir Eiríkur Bergmann. Samfylkingin kemur líka miklu betur út í þessari könnun en niðurstaðan varð í Reykjavíkurkjördæmunum í þingkosningum. Flokkurinn fékk um 13 prósent í Reykjavíkurkjördæmunum. VG er hins vegar með mun minna fylgi en flokkurinn fékk í þingkosningunum í Reykjavíkurkjördæmunum. Hann er með tólf prósent í könnuninni en var með tæp 19 prósent í Reykjavík suður og tæp 22 í Reykjavík norður. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Meirihlutinn í borginni myndi halda Samfylkingin, VG og Píratar myndu fá 12 menn kjörna samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is. Sjálfstæðisflokkur stærstur. Hvorki Framsóknarflokkurinn né Björt framtíð fengju fulltrúa. 28. febrúar 2018 05:45 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fleiri fréttir Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Sjá meira
„Það sem mér finnst athyglisverðast er að ef maður skiptir þessu upp í mögulega meirihluta þá birtast þessar tvær blokkir, rauð og blá, sem eru mjög jafnar miðað við það hversu langt er í kosningar,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Eins og greint var frá í gær sýnir ný könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is að meirihlutinn í borgarstjórn, með Samfylkingunni, VG og Pírötum, myndi naumlega halda. Björt framtíð myndi þó hverfa úr borgarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn myndi bæta við sig tæpum 10 prósentustigum frá kosningunum 2014 ef niðurstöður borgarstjórnarkosninga í vor yrðu í takti við könnunina. Flokkurinn bætir við sig einu prósentustigi frá því að Fréttablaðið kannaði stuðning við framboð í Reykjavík í lok ágúst. Flokkurinn mælist núna með 35,2 prósenta fylgi. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar tapar Samfylkingin tæpum fimm prósentustigum frá síðustu kosningum en tvöfaldar fylgi sitt frá síðustu könnun Fréttablaðsins. Flokkurinn mælist núna með 27,2 prósent.Eiríkur bendir á að staðan sé enn þannig að ekki sé komið á upphafsreit kosningabaráttunnar. „Við erum ekki einu sinni alveg komin á hann. Það eiga nokkrir flokkar eftir að kynna sína lista og svo framvegis. Þannig að við erum ekki enn komin með þá mynd sem blasir við í upphafi kosningabaráttunnar,“ segir hann og bætir við að staða Viðreisnar, sem er með rúm fjögur prósent í könnuninni og fengi einn fulltrúa kjörinn, sé athyglisverð í ljósi þess að framboðslisti hefur ekki verið kynntur. María Rut Kristinsdóttir, formaður uppstillingarnefndar Viðreisnar, segir að listinn verði kynntur innan fárra daga. Samkvæmt skoðanakönnuninni er staða Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík mun sterkari en staðan var í Reykjavíkurkjördæmunum í alþingiskosningunum í haust, en flokkurinn fékk um 23 prósent í hvoru kjördæmi fyrir sig. „En þannig var alltaf gamla myndin. Sjálfstæðisflokkurinn hafði alltaf miklu meira fylgi í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík en hann fékk í þingkosningum og það hefur oft verið þannig þó að það hafi ekki verið þannig í einhverjum kosningum undanfarið,“ segir Eiríkur Bergmann. Samfylkingin kemur líka miklu betur út í þessari könnun en niðurstaðan varð í Reykjavíkurkjördæmunum í þingkosningum. Flokkurinn fékk um 13 prósent í Reykjavíkurkjördæmunum. VG er hins vegar með mun minna fylgi en flokkurinn fékk í þingkosningunum í Reykjavíkurkjördæmunum. Hann er með tólf prósent í könnuninni en var með tæp 19 prósent í Reykjavík suður og tæp 22 í Reykjavík norður.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Meirihlutinn í borginni myndi halda Samfylkingin, VG og Píratar myndu fá 12 menn kjörna samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is. Sjálfstæðisflokkur stærstur. Hvorki Framsóknarflokkurinn né Björt framtíð fengju fulltrúa. 28. febrúar 2018 05:45 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fleiri fréttir Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Sjá meira
Meirihlutinn í borginni myndi halda Samfylkingin, VG og Píratar myndu fá 12 menn kjörna samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is. Sjálfstæðisflokkur stærstur. Hvorki Framsóknarflokkurinn né Björt framtíð fengju fulltrúa. 28. febrúar 2018 05:45
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent