Þyngdi sig um tíu kíló til að keppa í boxi | Þetta var ógeðslegt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. mars 2018 20:30 Aðeins tvær konur tóku þátt á Íslandsmeistaramótinu í hnefaleikum um síðustu helgi. Önnur þeirra varð að þyngja sig um heil tíu kíló svo hún fengi keppnisrétt á mótinu. Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir, eða Imma eins og hún er kölluð, er gríðarlega öflug hnefaleikakona en henni gengur illa að fá andstæðinga hér á landi því mögulegir andstæðingar forðast hana eins og heitan eldinn. Til þess að fá bardaga á Íslandsmótinu um síðustu helgi varð hún að fara upp um fimm þyngdarflokka en það þýddi að hún varð að bæta á sig tíu kílóum. „Ég þurfti sem sagt að vera lágmark 64 kíló. Ég er allajafna í kringum 55 kíló og vil helst keppa í 54,5 kg flokki. Hún var tíu kílóum þyngri en ég er ég steig inn í hringinn. Sama dag og ég vigtaði mig inn át ég á mig þrjú kíló. Ég át endalaust og drakk tvo lítra af vatni. Þannig náði ég þyngd,“ segir Imma létt. Þó svo andstæðingur Immu, Kristín Sif, hafi verið tíu kílóum þyngri þá vann Imma samt bardagann. Þessi undirbúningur fyrir mótið var henni samt ekki að skapi. „Þetta var ógeðslegt. Ég hef aldrei upplifað hvað það er erfitt að éta svona mikið. Samt hefur mér alltaf fundist gott að borða. Það hefur ekki verið vandamál en þarna fékk ég ógeð af mat,“ segir Imma en hvað var hún að borða? „Bara allt og ég leyfði mér allt. Það gekk illa að þyngja mig fyrst og þá byrjaði ég að háma í mig sykur. Ég hef aldrei verið fyrir neina próteindrykki en þarna fékk ég mér „gainera“ sem einhverjir kraftakallar drekka. Ég hrúgaði í mig mat rétt fyrir svefninn. Nutella og allt.“ Sjá má viðtalið við Immu hér fyrir ofan. Box Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Fleiri fréttir Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Sjá meira
Aðeins tvær konur tóku þátt á Íslandsmeistaramótinu í hnefaleikum um síðustu helgi. Önnur þeirra varð að þyngja sig um heil tíu kíló svo hún fengi keppnisrétt á mótinu. Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir, eða Imma eins og hún er kölluð, er gríðarlega öflug hnefaleikakona en henni gengur illa að fá andstæðinga hér á landi því mögulegir andstæðingar forðast hana eins og heitan eldinn. Til þess að fá bardaga á Íslandsmótinu um síðustu helgi varð hún að fara upp um fimm þyngdarflokka en það þýddi að hún varð að bæta á sig tíu kílóum. „Ég þurfti sem sagt að vera lágmark 64 kíló. Ég er allajafna í kringum 55 kíló og vil helst keppa í 54,5 kg flokki. Hún var tíu kílóum þyngri en ég er ég steig inn í hringinn. Sama dag og ég vigtaði mig inn át ég á mig þrjú kíló. Ég át endalaust og drakk tvo lítra af vatni. Þannig náði ég þyngd,“ segir Imma létt. Þó svo andstæðingur Immu, Kristín Sif, hafi verið tíu kílóum þyngri þá vann Imma samt bardagann. Þessi undirbúningur fyrir mótið var henni samt ekki að skapi. „Þetta var ógeðslegt. Ég hef aldrei upplifað hvað það er erfitt að éta svona mikið. Samt hefur mér alltaf fundist gott að borða. Það hefur ekki verið vandamál en þarna fékk ég ógeð af mat,“ segir Imma en hvað var hún að borða? „Bara allt og ég leyfði mér allt. Það gekk illa að þyngja mig fyrst og þá byrjaði ég að háma í mig sykur. Ég hef aldrei verið fyrir neina próteindrykki en þarna fékk ég mér „gainera“ sem einhverjir kraftakallar drekka. Ég hrúgaði í mig mat rétt fyrir svefninn. Nutella og allt.“ Sjá má viðtalið við Immu hér fyrir ofan.
Box Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Fleiri fréttir Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Sjá meira